Stjarnan vann Víking 2-1 í kvöld og með því var ljóst að ekkert lið gæti náð Breiðabliki, toppliði Bestu deildar karla þó enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deildinni. Óskar Hrafn mætti í Stúkuna og fór yfir víðan völl.
Jason Daði var meiddur í aðdraganda Íslandsmótsins en það virðist ekki hafa komið að sök þar sem hann hefur skorað 11 mörk og lagt upp önnur átta í deild og bikar í sumar. Óskar Hrafn hrósaði 22 ára gamla vængmanninum í hástert í kvöld.
Óskar Hrafn sagði að frammistaða Mosfellingsins hefði ekki komið á óvart. „Hann þroskaðist sem einstaklingur og varð líkamlega sterkari,“ sagði þjálfarinn og bætti svo við:
„Jason Daði efur glímt við meiðsli seinni hluta tímabils. Hann hefur aldrei verið nægilega mikið meiddur til hvíla en hann þarf að fara í aðgerð eftir mót. Hann er mjög mikilvægur, allt sem hann kemur með að borðinu. Hreyfingarnar, dugnaðurinn og þekking á kerfinu. Hann er frábær leikmaður,“ sagði Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson um leikmann sinn.