Ánetjaðist saumaklúbb og kerlingum Berglind Hilmarsdóttir skrifar 11. október 2022 07:30 Lék tveim skjöldum Í einlægu viðtali fyrir stuttu viðurkenndi leikmaður íþróttafélagsins Gauka að hafa ánetjast saumaklúbb, varð altekinn fíkn sem dró hann að glaðlegum hlátri, sögum af barnauppeldi, heilsu og heimsmálum. Hann tók þátt í ýmis konar atferli eins og stofnun gönguhóps og utanlandsferð. Jafnvel fjársöfnun til góðgerðamála. Áður en hann vissi sat hann með prjóna og fitjaði upp á sokkum fyrir Úkraínska hermenn. Hann sökk dýpra með hverri viku, vissi að hann braut trúnað við leikfélaga sína í Gaukum. Lék tveim skjöldum, var leikmaður í stuttbuxum með númer á bakinu á daginn en saumaklúbbskerling að kvöldlagi. Feluleikurinn endar Feluleikurinn gekk upp í heilt ár og sjálfstraustið óx, hann lifði tvöföldu lífi og komst upp með það. Honum fannst hann ósnertanlegur. En þá kom höggið. Á síðustu æfingu fyrir úrslitaleik kom einn félaginn auga á einkennilegan hlut í íþróttatösku hins ógæfusama leikmanns. Upp úr rósóttum poka í töskunni stóðu prjónar með hálfkláruðum ullarsokk. Það sló þögn á liðið. Heyra mátti saumnálina sem rann úr pokanum detta. Með hjartað á réttum stað Þjálfarinn skipaði mönnum sínum fram á völlinn, þeir kláruðu æfinguna og héldu svo krísufund. „Eruð þið saumaklúbbskerlingar?“ þrumaði þjálfarinn með grátstaf í kverkunum. Herti sig upp og pírði augun karlmannlega á eiganda prjónanna. „Nú leggur þú þig fram með öllu þínu hjarta“ sagði hann og lagði lófann á stað fyrir neðan kviðarhol. Leikmenn lutu höfði og vissu að Eldibrandur þjálfari myndi leiða þá í gegnum þetta erfiða tímabil. Garndeildin í Hagkaupum erfiðust Hinn ógæfusami leikmaður gekkst við sinni fíkn, fór í endurhæfingu, fékk sponsor sem hann hringir í ef hann lendir í garndeildinni í Hagkaupum eða hittir glaðværar saumaklúbbskerlingar sem knúsa hann mjúklega og ilma vel. Hlýleg kvöld með kertaljósum og sögum af sorgum, gleði og sigrum í lífinu toguðu í hann svo eina leiðin var að eyða öllum kerlingunum úr símanum til að fá ekki fleiri skilaboð um hlaupahóp eða gönguferð á Esjuna, sem hann átti erfitt með að standast. Víti til varnaðar Hann er búinn að henda prjónunum (ætlaði að gefa þá ásamt garninu en taldi það of kerlingarlegt) og þakkar Eldibrandi þjálfara fyrir að hafa bjargað sér. Í stað saumaklúbbsbrandara segir hann núna aðra brandara. Er aftur orðinn harður nagli sem lífgar við bolta á vellinum og leikur andstæðinga grátt. Rósapokinn var hengdur upp í höfuðstöðvum klúbbsins sem víti til varnaðar ungum drengjum. Höfundur er bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Handverk Prjónaskapur Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Lék tveim skjöldum Í einlægu viðtali fyrir stuttu viðurkenndi leikmaður íþróttafélagsins Gauka að hafa ánetjast saumaklúbb, varð altekinn fíkn sem dró hann að glaðlegum hlátri, sögum af barnauppeldi, heilsu og heimsmálum. Hann tók þátt í ýmis konar atferli eins og stofnun gönguhóps og utanlandsferð. Jafnvel fjársöfnun til góðgerðamála. Áður en hann vissi sat hann með prjóna og fitjaði upp á sokkum fyrir Úkraínska hermenn. Hann sökk dýpra með hverri viku, vissi að hann braut trúnað við leikfélaga sína í Gaukum. Lék tveim skjöldum, var leikmaður í stuttbuxum með númer á bakinu á daginn en saumaklúbbskerling að kvöldlagi. Feluleikurinn endar Feluleikurinn gekk upp í heilt ár og sjálfstraustið óx, hann lifði tvöföldu lífi og komst upp með það. Honum fannst hann ósnertanlegur. En þá kom höggið. Á síðustu æfingu fyrir úrslitaleik kom einn félaginn auga á einkennilegan hlut í íþróttatösku hins ógæfusama leikmanns. Upp úr rósóttum poka í töskunni stóðu prjónar með hálfkláruðum ullarsokk. Það sló þögn á liðið. Heyra mátti saumnálina sem rann úr pokanum detta. Með hjartað á réttum stað Þjálfarinn skipaði mönnum sínum fram á völlinn, þeir kláruðu æfinguna og héldu svo krísufund. „Eruð þið saumaklúbbskerlingar?“ þrumaði þjálfarinn með grátstaf í kverkunum. Herti sig upp og pírði augun karlmannlega á eiganda prjónanna. „Nú leggur þú þig fram með öllu þínu hjarta“ sagði hann og lagði lófann á stað fyrir neðan kviðarhol. Leikmenn lutu höfði og vissu að Eldibrandur þjálfari myndi leiða þá í gegnum þetta erfiða tímabil. Garndeildin í Hagkaupum erfiðust Hinn ógæfusami leikmaður gekkst við sinni fíkn, fór í endurhæfingu, fékk sponsor sem hann hringir í ef hann lendir í garndeildinni í Hagkaupum eða hittir glaðværar saumaklúbbskerlingar sem knúsa hann mjúklega og ilma vel. Hlýleg kvöld með kertaljósum og sögum af sorgum, gleði og sigrum í lífinu toguðu í hann svo eina leiðin var að eyða öllum kerlingunum úr símanum til að fá ekki fleiri skilaboð um hlaupahóp eða gönguferð á Esjuna, sem hann átti erfitt með að standast. Víti til varnaðar Hann er búinn að henda prjónunum (ætlaði að gefa þá ásamt garninu en taldi það of kerlingarlegt) og þakkar Eldibrandi þjálfara fyrir að hafa bjargað sér. Í stað saumaklúbbsbrandara segir hann núna aðra brandara. Er aftur orðinn harður nagli sem lífgar við bolta á vellinum og leikur andstæðinga grátt. Rósapokinn var hengdur upp í höfuðstöðvum klúbbsins sem víti til varnaðar ungum drengjum. Höfundur er bóndi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun