Hermann: Karakterinn í klefanum náði í þessi stig Einar Kárason skrifar 10. október 2022 18:00 Hermann var ánægður í leikslok. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var mikilvægt, það er gott að byrja þetta svona vel með tveimur heimaleikjum og tveimur sigrum. Við erum kampakátir,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir góðan sigur á Keflavík í Bestu deild karla í dag en sigurinn færir Eyjamönnum skrefi nær sæti í deildinni að ári. Eyjamenn hafa verið að gera góða hluti á heimavelli í síðustu leikjum. Þeir töpuðu síðast á Hásteinsvelli þann 15.júní í sumar og hafa leikið átta leiki heima í Eyjum án þess að tapa. „Við erum búnir að vera sterkir hérna frá miðju sumri, alveg gríðarlega sterkir. Við erum búnir að búa til ákveðið vígi hér, við vitum alveg hvað við ætlum að gera hér á Hásteinsvelli.“ „Það er búinn að vera ofboðslegur kraftur í liðinu og sérstaklega í fyrri hálfleik hér í dag, það var frábær hálfleikur sem lagði grunninn að þessu.“ Eyjamenn leiddu 2-0 í hálfleik í dag og voru að leika virkilega vel á köflum fyrir hlé. Eftir hálfleikspásuna voru það hins vegar Keflvíkingar sem tóku yfir og sóttu án afláts í lokin. „Þetta var karakter í seinni hálfleik, við vorum skrefinu á eftir og það vantaði aðeins upp á sömu læti og í fyrri hálfleik. Að landa þessu er það sem þetta snýst um, annar leikurinn í röð þar sem við löndum sigri og berjumst alveg með kjafti og klóm fram á síðustu mínútu. Karakterinn í klefanum náði í þessi stig og við áttum þetta skilið.“ Eyjamenn þurfti að gera breytingu á sínu liði skömmu fyrir upphafsflaut í dag. Guðjón Orri Sigurjónsson, sem átti að vera í markinu, meiddist og inn í hans stað kom Jón Kristinn Elíasson. „Jón Kristinn var frábær, gjörsamlega stórkostlegur. Það er erfitt að koma inn í leik einhverjar tuttugu og fimm mínútur fyrir leik, erfitt að gíra sig upp fyrir það. Hann sýndi toppklassa frammistöðu og var geggjaður fyrir okkur.“ Eyjaliðið er sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrír leikir eru eftir af þessari úrslitakeppni Bestu deildarinnar. „Seinni hluta mótsins hefur í heildina verið kraftur í okkur, góður taktur, stemmning og sjálfstraust. Við ætlum að keyra á þetta út þessa þrjá leiki. Okkur langar í níu stig í viðbót, það er alveg öruggt.“ Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Eyjamenn hafa verið að gera góða hluti á heimavelli í síðustu leikjum. Þeir töpuðu síðast á Hásteinsvelli þann 15.júní í sumar og hafa leikið átta leiki heima í Eyjum án þess að tapa. „Við erum búnir að vera sterkir hérna frá miðju sumri, alveg gríðarlega sterkir. Við erum búnir að búa til ákveðið vígi hér, við vitum alveg hvað við ætlum að gera hér á Hásteinsvelli.“ „Það er búinn að vera ofboðslegur kraftur í liðinu og sérstaklega í fyrri hálfleik hér í dag, það var frábær hálfleikur sem lagði grunninn að þessu.“ Eyjamenn leiddu 2-0 í hálfleik í dag og voru að leika virkilega vel á köflum fyrir hlé. Eftir hálfleikspásuna voru það hins vegar Keflvíkingar sem tóku yfir og sóttu án afláts í lokin. „Þetta var karakter í seinni hálfleik, við vorum skrefinu á eftir og það vantaði aðeins upp á sömu læti og í fyrri hálfleik. Að landa þessu er það sem þetta snýst um, annar leikurinn í röð þar sem við löndum sigri og berjumst alveg með kjafti og klóm fram á síðustu mínútu. Karakterinn í klefanum náði í þessi stig og við áttum þetta skilið.“ Eyjamenn þurfti að gera breytingu á sínu liði skömmu fyrir upphafsflaut í dag. Guðjón Orri Sigurjónsson, sem átti að vera í markinu, meiddist og inn í hans stað kom Jón Kristinn Elíasson. „Jón Kristinn var frábær, gjörsamlega stórkostlegur. Það er erfitt að koma inn í leik einhverjar tuttugu og fimm mínútur fyrir leik, erfitt að gíra sig upp fyrir það. Hann sýndi toppklassa frammistöðu og var geggjaður fyrir okkur.“ Eyjaliðið er sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrír leikir eru eftir af þessari úrslitakeppni Bestu deildarinnar. „Seinni hluta mótsins hefur í heildina verið kraftur í okkur, góður taktur, stemmning og sjálfstraust. Við ætlum að keyra á þetta út þessa þrjá leiki. Okkur langar í níu stig í viðbót, það er alveg öruggt.“
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39