Fylltist sorg yfir hlutskipti jarðarinnar í geimferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 15:22 William Shatner varð elsti maðurinn sem hefur ferðast út í geim þegar hann flaug með Blue Origins upp í rétt rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir jörðu í um tíu mínútur í fyrra. Vísir/Getty Kanadíski leikarinn William Shatner segist aldrei hafa upplifað eins mikla sorg og í geimferðinni sem hann fór í fyrir ári. Að sjá jörðina í köldum geimnum vitandi að mannkynið sé að rústa henni hafi gert ferðina líkari jarðarför en hátíð. Shatner var einn fjögurra almennra borgara sem ferðuðust út í geim með geimferju Blue Origins í október í fyrra. Fyrirtækið bauð Shatner, sem þá var níræður, í ferðina en hann gerði garðinn ekki síst frægan í hlutverki James T. Kirk, skipstjórans á geimskipinu Enterprise, í Star Trek. Eftir ferðina var Shatner uppnuminn og grét þegar hann lýsti upplifuninni fyrir Jeff Bezos, eiganda Blue Origins. Nú þegar ár er liðið frá ferðinni hefur Shatner gefist tími til að melta reynsluna enn frekar. Í nýrri bók hans segir hann að hann hafi búist við því að upplifa tengsl allra lifandi hluta og alheimsins sem aldrei fyrr. Þess í stað hann upplifað að fegurðina væri ekki að finna í geimnum heldur niðri á jörðinni. Að yfirgefa hana tímabundið hafi gert taug hans til jarðarinnar enn rammari en áður. Á meðan samferðarfólk hans hafi opnað kampavínsflöskur hafi honum sjálfur ekki verið fögnuður í huga. Eftir á hafi hann áttað sig á að hann hafi verið að syrgja plánetuna. „Þetta var ein mesta sorg sem ég hef upplifað. Andstæðurnar á milli nístandi kulda geimsins annars vegar og hlýrrar og nærandi jarðarinnar fyrir neðan mig fylltu mig af yfirþyrmandi depurð. Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir þeirri vissu að við berum ábyrgð á frekari eyðileggingu jarðar: útrýmingu dýrategunda, gróðurs og dýra, hluta sem tók fimm milljarða ára að þróast, og skyndilega sjáum við þá aldrei aftur vegna afskipta mannkynsins. Það fyllti mig kvíða. Geimferðin mín átti að vera hátíð en í staðinn var hún eins og jarðarför,“ skrifar Shatner í bókina sem tímaritið Variety birtir glefsur úr. Ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Þekkt er að geimfarar sem sjá jörðina frá geimnum í fyrsta skipti öðlist nýja sýn á heiminn og upplifi sterkari tengsl við mannkynið og jörðina sjálfa. Mynd sem bandaríski geimfarinn William Anders tók af jörðinni þegar hann var á braut um tunglið í Apollo 8-geimfarinu árið 1968 hefur meðal annars verið lýst sem innblæstrinum að umhverfisverndarhreyfingu samtímans. Jörðin rís yfir sjóndeildarhring tunglsins á mynd sem áhöfn Apollo 8-leiðangursins tók á aðfangadagskvöld árið 1968. William Anders sagði að sjónin kenndi mönnum að meta lífsins á jörðinni.NASA „Maður öðlast samstundis hnattræna meðvitund, mannhyggju, ákafa óánægju með ástand heimsins og áráttu til að gera eitthvað í því. Frá tunglinu séð virka alþjóðastjórnmál svo smávægileg. Mann langar til þess að grípa í hnakkadrambið á stjórnmálamanni, draga hann kvartmilljón mílur út eftir og segja við hann: „Líttu á þetta, tíkarsonurinn þinn“,“ sagði Edgar Mitchell sem flaug tunglferjunni í Apollo 14-leiðangrinum. Shatner hefur verið virkur umhverfisverndarsinni um áratugaskeið. Hann segir upplifun sína í geimferðina hafa verið skýrt ákall um að grípa verði til aðgerða gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Afleiðingar þeirra væru þegar lýðum ljósar og vísar hann til hamfaranna á Flórída vegna fellibyljarsins Ians í síðasta mánuði og flóðanna miklu í Pakistan í sumar. Leikarinnar telur þörf á meiriháttar samstarfsverkefni vísindamanna til að finna leiðir til að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir eins og koltvísýring og metan úr andrúmslofti jarðar í anda Manhattan-verkefnisins í síðari heimsstyrjöldinni þegar vísindamenn þróuðu kjarnorkusprengjuna. „Það er enginn tími fyrir stríð. Það flýtir aðeins fyrir komandi útrýmingu sem á eftir að ná til manna,“ segir Shatner við Washington Post. Geimurinn Loftslagsmál Tengdar fréttir William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 „Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. 12. október 2021 15:49 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira
Shatner var einn fjögurra almennra borgara sem ferðuðust út í geim með geimferju Blue Origins í október í fyrra. Fyrirtækið bauð Shatner, sem þá var níræður, í ferðina en hann gerði garðinn ekki síst frægan í hlutverki James T. Kirk, skipstjórans á geimskipinu Enterprise, í Star Trek. Eftir ferðina var Shatner uppnuminn og grét þegar hann lýsti upplifuninni fyrir Jeff Bezos, eiganda Blue Origins. Nú þegar ár er liðið frá ferðinni hefur Shatner gefist tími til að melta reynsluna enn frekar. Í nýrri bók hans segir hann að hann hafi búist við því að upplifa tengsl allra lifandi hluta og alheimsins sem aldrei fyrr. Þess í stað hann upplifað að fegurðina væri ekki að finna í geimnum heldur niðri á jörðinni. Að yfirgefa hana tímabundið hafi gert taug hans til jarðarinnar enn rammari en áður. Á meðan samferðarfólk hans hafi opnað kampavínsflöskur hafi honum sjálfur ekki verið fögnuður í huga. Eftir á hafi hann áttað sig á að hann hafi verið að syrgja plánetuna. „Þetta var ein mesta sorg sem ég hef upplifað. Andstæðurnar á milli nístandi kulda geimsins annars vegar og hlýrrar og nærandi jarðarinnar fyrir neðan mig fylltu mig af yfirþyrmandi depurð. Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir þeirri vissu að við berum ábyrgð á frekari eyðileggingu jarðar: útrýmingu dýrategunda, gróðurs og dýra, hluta sem tók fimm milljarða ára að þróast, og skyndilega sjáum við þá aldrei aftur vegna afskipta mannkynsins. Það fyllti mig kvíða. Geimferðin mín átti að vera hátíð en í staðinn var hún eins og jarðarför,“ skrifar Shatner í bókina sem tímaritið Variety birtir glefsur úr. Ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Þekkt er að geimfarar sem sjá jörðina frá geimnum í fyrsta skipti öðlist nýja sýn á heiminn og upplifi sterkari tengsl við mannkynið og jörðina sjálfa. Mynd sem bandaríski geimfarinn William Anders tók af jörðinni þegar hann var á braut um tunglið í Apollo 8-geimfarinu árið 1968 hefur meðal annars verið lýst sem innblæstrinum að umhverfisverndarhreyfingu samtímans. Jörðin rís yfir sjóndeildarhring tunglsins á mynd sem áhöfn Apollo 8-leiðangursins tók á aðfangadagskvöld árið 1968. William Anders sagði að sjónin kenndi mönnum að meta lífsins á jörðinni.NASA „Maður öðlast samstundis hnattræna meðvitund, mannhyggju, ákafa óánægju með ástand heimsins og áráttu til að gera eitthvað í því. Frá tunglinu séð virka alþjóðastjórnmál svo smávægileg. Mann langar til þess að grípa í hnakkadrambið á stjórnmálamanni, draga hann kvartmilljón mílur út eftir og segja við hann: „Líttu á þetta, tíkarsonurinn þinn“,“ sagði Edgar Mitchell sem flaug tunglferjunni í Apollo 14-leiðangrinum. Shatner hefur verið virkur umhverfisverndarsinni um áratugaskeið. Hann segir upplifun sína í geimferðina hafa verið skýrt ákall um að grípa verði til aðgerða gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Afleiðingar þeirra væru þegar lýðum ljósar og vísar hann til hamfaranna á Flórída vegna fellibyljarsins Ians í síðasta mánuði og flóðanna miklu í Pakistan í sumar. Leikarinnar telur þörf á meiriháttar samstarfsverkefni vísindamanna til að finna leiðir til að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir eins og koltvísýring og metan úr andrúmslofti jarðar í anda Manhattan-verkefnisins í síðari heimsstyrjöldinni þegar vísindamenn þróuðu kjarnorkusprengjuna. „Það er enginn tími fyrir stríð. Það flýtir aðeins fyrir komandi útrýmingu sem á eftir að ná til manna,“ segir Shatner við Washington Post.
Geimurinn Loftslagsmál Tengdar fréttir William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 „Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. 12. október 2021 15:49 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira
William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00
„Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. 12. október 2021 15:49