Tuttugu hádegisverðir, rándýr kvöldmatur og ýmsar jólagjafir Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 13:06 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, á fundi fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir minnisblaðinu. Vísir/Arnar Halldórsson Á tæpu ári sátu fulltrúar Bankasýslu ríkisins tuttugu hádegisverðarfundi með fulltrúum ýmissa fjármálafyrirtækja. Tvisvar fögnuðu starfsmenn Bankasýslunnar frumútboði á hlutum í Íslandsbanka með kvöldverði. Kvöldverðirnir kostuðu 34 þúsund og 48 þúsund krónur á mann. Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslu ríkisins um málsverði, tækifærisgjafir og sérstök tilefni í tengslum við sölu á hlut í Íslandsbanka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir minnisblaðinu á fundi Bankasýslunnar og fjárlaganefndar Alþingis í apríl á þessu ári. Í minnisblaðinu segir að ráðningu Bankasýslunnar á fjármálaráðgjafa, söluráðgjöfum og lögfræðilegum ráðgjöfum hafi lokið þann 19. apríl síðastliðinn. Bankasýslan átti enga vinnufundi þar sem boðið var upp á veitingar fyrr en ráðningu þeirra var lokið. Á tímabilinu 23. apríl 2021 til 13. apríl 2022 átti Bankasýsla ríkisins tuttugu vinnufundi þar sem veitingar voru í boði. Með á fundunum voru fulltrúar ýmissa fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin voru eftirfarandi: ABN AMRO, Arctica Finance, Barclays, Fossar markaðir, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Íslenskir fjárfestar (nú ACRO verðbréf), Kvika banki og Landsbankinn. Fundirnir áttu sér yfirleitt sér stað í hádeginu og segir í minnisblaðinu að um sé að ræða hóflegar veitingar. Kostnaður við hvern þátttakenda sé því óverulegur. Rándýrir fagnaðarkvöldverðir 24. september og 30. nóvember árið 2021 voru haldnir kvöldverðir þar sem frumútboði á hlutum í Íslandsbanka var fagnað. Starfsmenn Bankasýslunnar sóttu báða þessa fundi. Á fyrri fundinum var fagnað með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 34 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af bankanum. Á þeim seinni var fagnað með fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 48 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af umsjónaraðilunum þremur sem voru Citibank, Íslandsbanki og JP Morgan. Flugeldur, kokteilasett og vín Um jól og áramót 2021 fengu starfsmenn Bankasýslunnar tækifærisgjafir frá sex aðilum. Með gjöfunum var verið að þakka starfsmönnum fyrir gott samstarf í tengslum við frumútboðið. Frá ACRO verðbréfum fengu starfsmenn fjögur þúsund króna vínflösku, frá Íslenskum verðbréfum tvær vínflöskur sem samtals kostuðu átta þúsund krónur, konfektkassa frá Landsbankanum sem kostaði 4.067 krónur, kokteilasett frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco sem kostaði tuttugu þúsund krónur og léttvínsflösku og smárétti frá verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem kostaði fjórtán þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn einn flugeld að andvirði 2.500 króna sem gjöf frá vin forstjórans sem starfar hjá fjármálafyrirtæki. Vinurinn hefur staðfest að um sé að ræða vinagjöf og tengist því ekki frumútboðinu. Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslu ríkisins um málsverði, tækifærisgjafir og sérstök tilefni í tengslum við sölu á hlut í Íslandsbanka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir minnisblaðinu á fundi Bankasýslunnar og fjárlaganefndar Alþingis í apríl á þessu ári. Í minnisblaðinu segir að ráðningu Bankasýslunnar á fjármálaráðgjafa, söluráðgjöfum og lögfræðilegum ráðgjöfum hafi lokið þann 19. apríl síðastliðinn. Bankasýslan átti enga vinnufundi þar sem boðið var upp á veitingar fyrr en ráðningu þeirra var lokið. Á tímabilinu 23. apríl 2021 til 13. apríl 2022 átti Bankasýsla ríkisins tuttugu vinnufundi þar sem veitingar voru í boði. Með á fundunum voru fulltrúar ýmissa fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin voru eftirfarandi: ABN AMRO, Arctica Finance, Barclays, Fossar markaðir, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Íslenskir fjárfestar (nú ACRO verðbréf), Kvika banki og Landsbankinn. Fundirnir áttu sér yfirleitt sér stað í hádeginu og segir í minnisblaðinu að um sé að ræða hóflegar veitingar. Kostnaður við hvern þátttakenda sé því óverulegur. Rándýrir fagnaðarkvöldverðir 24. september og 30. nóvember árið 2021 voru haldnir kvöldverðir þar sem frumútboði á hlutum í Íslandsbanka var fagnað. Starfsmenn Bankasýslunnar sóttu báða þessa fundi. Á fyrri fundinum var fagnað með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 34 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af bankanum. Á þeim seinni var fagnað með fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 48 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af umsjónaraðilunum þremur sem voru Citibank, Íslandsbanki og JP Morgan. Flugeldur, kokteilasett og vín Um jól og áramót 2021 fengu starfsmenn Bankasýslunnar tækifærisgjafir frá sex aðilum. Með gjöfunum var verið að þakka starfsmönnum fyrir gott samstarf í tengslum við frumútboðið. Frá ACRO verðbréfum fengu starfsmenn fjögur þúsund króna vínflösku, frá Íslenskum verðbréfum tvær vínflöskur sem samtals kostuðu átta þúsund krónur, konfektkassa frá Landsbankanum sem kostaði 4.067 krónur, kokteilasett frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco sem kostaði tuttugu þúsund krónur og léttvínsflösku og smárétti frá verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem kostaði fjórtán þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn einn flugeld að andvirði 2.500 króna sem gjöf frá vin forstjórans sem starfar hjá fjármálafyrirtæki. Vinurinn hefur staðfest að um sé að ræða vinagjöf og tengist því ekki frumútboðinu.
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun