Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. október 2022 11:50 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Vilhelm Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. Þingið var sett klukkan tíu en það stendur yfir í þrjá daga. Kosningar í forsetaembætti sambandsins fara fram á miðvikudaginn en tveir hafa gefið kost á sér í embættið; Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar. Ragnar Þór er formaður VR.vísir/vilhelm „Ég geri ráð fyrir að þetta verði bara góð barátta og verði bara vel komið fram vona ég,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann tók við forsetaembætti ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér í sumar og gefur nú kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. Hann vill ekki gefa upp hvort hann styðji Ragnar eða Ólöfu en segir: „Ég þekki Ragnar og hef unnið með Ragnari á undanförum árum. Það samstarf hefur gengið vel. Ólöfu þekki ég nú minna, eða þekki hana lítið. En þetta er auðvitað bara verkefni þingsins að vinna með og ákveða,“ segir Kristján Þórður. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfaði sem varaformaður Eflingar þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér síðasta haust. Hún tapaði svo í formannsslag Eflingar fyrir Sólveigu síðasta vor.Stöð 2/Egill Gustað hefur um verkalýðshreyfinguna síðasta rúma árið en segja má að deilur tveggja fylkinga innan ASÍ hafi náð hámarki þegar Drífa sagði af sér. Kristján vonar að hægt verði að lægja öldurnar því mikilvæg verkefni séu fram undan á þinginu, önnur en framboðsslagurinn. „Við erum að ræða húsnæðismál og velferð, förum yfir lífeyrismál, efnahagsmál og skatta. Og síðan auðvitað eru kjaramálin og vinnumarkaðurinn stóru þættirnir í því sem við munum ræða,“ segir Kristján Þórður. Komandi kjaraviðræður eru þar í brennidepli. „Auðvitað vonast maður til þess að í kjölfar þings að okkur takist að samþætta hópinn svoldið meira og auka samstarfið við gerð kjarasamninganna,“ segir Kristján Þórður. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Þingið var sett klukkan tíu en það stendur yfir í þrjá daga. Kosningar í forsetaembætti sambandsins fara fram á miðvikudaginn en tveir hafa gefið kost á sér í embættið; Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar. Ragnar Þór er formaður VR.vísir/vilhelm „Ég geri ráð fyrir að þetta verði bara góð barátta og verði bara vel komið fram vona ég,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann tók við forsetaembætti ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér í sumar og gefur nú kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. Hann vill ekki gefa upp hvort hann styðji Ragnar eða Ólöfu en segir: „Ég þekki Ragnar og hef unnið með Ragnari á undanförum árum. Það samstarf hefur gengið vel. Ólöfu þekki ég nú minna, eða þekki hana lítið. En þetta er auðvitað bara verkefni þingsins að vinna með og ákveða,“ segir Kristján Þórður. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfaði sem varaformaður Eflingar þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér síðasta haust. Hún tapaði svo í formannsslag Eflingar fyrir Sólveigu síðasta vor.Stöð 2/Egill Gustað hefur um verkalýðshreyfinguna síðasta rúma árið en segja má að deilur tveggja fylkinga innan ASÍ hafi náð hámarki þegar Drífa sagði af sér. Kristján vonar að hægt verði að lægja öldurnar því mikilvæg verkefni séu fram undan á þinginu, önnur en framboðsslagurinn. „Við erum að ræða húsnæðismál og velferð, förum yfir lífeyrismál, efnahagsmál og skatta. Og síðan auðvitað eru kjaramálin og vinnumarkaðurinn stóru þættirnir í því sem við munum ræða,“ segir Kristján Þórður. Komandi kjaraviðræður eru þar í brennidepli. „Auðvitað vonast maður til þess að í kjölfar þings að okkur takist að samþætta hópinn svoldið meira og auka samstarfið við gerð kjarasamninganna,“ segir Kristján Þórður.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira