Þá var maður handtekinn í dag fyrir að hafa hellt málningu á bíla í Laugardal og í Hlíðunum. Í morgun var sami maður gripinn í miðbænum við að rispa bíla með lykli og þekktist hann því á myndbandsupptökum.
Tilkynnt var um innbrot í bíl í miðbænum en innbrotsþjófurinn braut rúðu bílsins og stal þaðan úlpu, seðlaveski og snyrtitösku. Enginn er grunaður í málinu, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregla var einnig kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum en þolandi hafði verið skorinn með hníf. Áverkar voru blessunarlega minniháttar, en þolandi vildi ekki tjá sig um málið við lögreglu. Málið er í rannsókn.