Eyjastemmning á næstu Menningarnótt í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 13:29 Frá Heimaey þar sem eldgos hófst árið 1973. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af fimmtíu ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi sent boðið á Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, í gær. Haft er eftir Írisi að það sé mikill heiður að fá að vera heiðursgestur Menningarnætur og þakkaði hún fyrir boðið. „ Gosið á Heimaey hafði mikil áhrif á öllu landinu. Mikilvægt er að minnast gossins og áhrifanna sem það hafði. Að minnast þessara 50 ára tímamóta á Menningarnótt er afskaplega vel til fundið. Við munum kynna Eyjarnar og hina einu sönnu Eyjastemmingu,” segir Íris. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.Vísir/Bjarni Í tilkynningunni segir að um árabil hafi tíðkast að bjóða völdum sveitarfélögum eða félagasamtökum að vera heiðursgestur á Menningarnótt. „Heiðursgestir Menningarnætur í gegnum árin hafa meðal annars verið Ísafjörður, Akranes, Þórshöfn í Færeyjum, Blindrafélagið og nú síðast stuðningssamtökin Support for Ukraine Iceland. Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar en hátíðin er alltaf haldin fyrsta laugardag eftir 18. ágúst en þann dag árið 1786 fékk Reykjavíkurborg kaupstaðarréttindi. Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu í miðborginni,“ segir í tilkynningunni. Gleðiefni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillöguna um að bjóða Vestmannaeyjabæ að vera heiðursgestur Menningarnætur árið 2023 og var tillagan tekin fyrir í borgarráði í gær. Borgarráð ásamt áheyrnarfulltrúum lagði fram svohljóðandi bókun: „Mikið gleðiefni er að geta boðið Vestmannaeyingum sem heiðursgestum á Menningarnótt. Þetta er gert í tilefni af 50 ára goslokaafmæli en á þeim tíma sýndu Reykvíkingar að það er hægt að taka á móti þúsundum fólks án heimilis á einni nóttu.“ Heimaeyjargosið 1973 Menningarnótt Reykjavík Vestmannaeyjar Borgarstjórn Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi sent boðið á Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, í gær. Haft er eftir Írisi að það sé mikill heiður að fá að vera heiðursgestur Menningarnætur og þakkaði hún fyrir boðið. „ Gosið á Heimaey hafði mikil áhrif á öllu landinu. Mikilvægt er að minnast gossins og áhrifanna sem það hafði. Að minnast þessara 50 ára tímamóta á Menningarnótt er afskaplega vel til fundið. Við munum kynna Eyjarnar og hina einu sönnu Eyjastemmingu,” segir Íris. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.Vísir/Bjarni Í tilkynningunni segir að um árabil hafi tíðkast að bjóða völdum sveitarfélögum eða félagasamtökum að vera heiðursgestur á Menningarnótt. „Heiðursgestir Menningarnætur í gegnum árin hafa meðal annars verið Ísafjörður, Akranes, Þórshöfn í Færeyjum, Blindrafélagið og nú síðast stuðningssamtökin Support for Ukraine Iceland. Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar en hátíðin er alltaf haldin fyrsta laugardag eftir 18. ágúst en þann dag árið 1786 fékk Reykjavíkurborg kaupstaðarréttindi. Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu í miðborginni,“ segir í tilkynningunni. Gleðiefni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram tillöguna um að bjóða Vestmannaeyjabæ að vera heiðursgestur Menningarnætur árið 2023 og var tillagan tekin fyrir í borgarráði í gær. Borgarráð ásamt áheyrnarfulltrúum lagði fram svohljóðandi bókun: „Mikið gleðiefni er að geta boðið Vestmannaeyingum sem heiðursgestum á Menningarnótt. Þetta er gert í tilefni af 50 ára goslokaafmæli en á þeim tíma sýndu Reykvíkingar að það er hægt að taka á móti þúsundum fólks án heimilis á einni nóttu.“
Heimaeyjargosið 1973 Menningarnótt Reykjavík Vestmannaeyjar Borgarstjórn Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira