Telur að Ólafur hafi þegið ofgreidd laun í góðri trú Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2022 12:18 Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Hæstaréttarlögmaður telur að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hafi verið í góðri trú þegar hann þáði mánaðarlega þóknun í sjö ár fyrir störf í stýrinefnd sem lögð hafði verið niður. Þá sé það langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Forsaga málsins er sú að árið 2012 ákvað stjórn Úrvinnslusjóðs, með bréfi til fjársýslu ríkisins, að veita framkvæmdastjóranum sérstaka mánaðarlega þóknun fyrir störf hans sem framkvæmdastjóra Stýrinefndar um raf- og rafeindatækjaúrgang. Með breytingum á lögum um úrvinnslugjald árið 2015 er umrædd stýrinefnd lögð niður og verkefni hennar felld undir verksvið Úrvinnslusjóðs. Kjararáð ákvað laun og starfskjör Ólafs frá og með ársbyrjun 2015 skv. Launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 3133 og að auki átti að greiða honum 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu sem starfinu fylgdi. Ólafur skyldi ekki fá frekari greiðslur nema kjararáð myndi sérstaklega úrskurða um það. Þrátt fyrir ákvörðun kjararáðs urðu þau mistök hjá Fjársýslunni að umrædd þóknun, sem hófst 2012, var ekki felld niður og var hún greidd út mánaðarlega síðustu sjö ár. Stjórn Úrvinnslusjóðs óskaði eftir áliti hjá Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni og sérfræðingi í vinnurétti um ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra í málinu. Stjórnin sendi álitið í fréttatilkynningu nú fyrir hádegi. Lára segir í áliti sínu að hún telji langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Hún segir fullyrðingu ráðuneytisins um að hvorki stjórn né framkvæmdastjóri hafi upplýst ráðuneytið um þessa ofgreiðslu vera ranga. Ólafur hefði í tölvupósti sumarið 2015 upplýst Fjársýslu ríkisins um hverjir hefðu notið greiðslu fyrir setu í stýrinefndinni sálugu. Lára telur að Ólafur hafi verið í góðri trú um að hann væri að fá þau heildarlaun sem honum bæru og að hann hefði treyst því að Fjársýslan gæti annast launaútreikninga og fylgt ákvörðunum kjararáðs. „Til þess ber einnig að líta að hann fékk þessa greiðslu athugasemdalaust í rúm 7 ár,“ segir í áliti Láru. Umhverfismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Forsaga málsins er sú að árið 2012 ákvað stjórn Úrvinnslusjóðs, með bréfi til fjársýslu ríkisins, að veita framkvæmdastjóranum sérstaka mánaðarlega þóknun fyrir störf hans sem framkvæmdastjóra Stýrinefndar um raf- og rafeindatækjaúrgang. Með breytingum á lögum um úrvinnslugjald árið 2015 er umrædd stýrinefnd lögð niður og verkefni hennar felld undir verksvið Úrvinnslusjóðs. Kjararáð ákvað laun og starfskjör Ólafs frá og með ársbyrjun 2015 skv. Launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 3133 og að auki átti að greiða honum 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu sem starfinu fylgdi. Ólafur skyldi ekki fá frekari greiðslur nema kjararáð myndi sérstaklega úrskurða um það. Þrátt fyrir ákvörðun kjararáðs urðu þau mistök hjá Fjársýslunni að umrædd þóknun, sem hófst 2012, var ekki felld niður og var hún greidd út mánaðarlega síðustu sjö ár. Stjórn Úrvinnslusjóðs óskaði eftir áliti hjá Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni og sérfræðingi í vinnurétti um ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra í málinu. Stjórnin sendi álitið í fréttatilkynningu nú fyrir hádegi. Lára segir í áliti sínu að hún telji langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Hún segir fullyrðingu ráðuneytisins um að hvorki stjórn né framkvæmdastjóri hafi upplýst ráðuneytið um þessa ofgreiðslu vera ranga. Ólafur hefði í tölvupósti sumarið 2015 upplýst Fjársýslu ríkisins um hverjir hefðu notið greiðslu fyrir setu í stýrinefndinni sálugu. Lára telur að Ólafur hafi verið í góðri trú um að hann væri að fá þau heildarlaun sem honum bæru og að hann hefði treyst því að Fjársýslan gæti annast launaútreikninga og fylgt ákvörðunum kjararáðs. „Til þess ber einnig að líta að hann fékk þessa greiðslu athugasemdalaust í rúm 7 ár,“ segir í áliti Láru.
Umhverfismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36