Telur að Ólafur hafi þegið ofgreidd laun í góðri trú Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2022 12:18 Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Hæstaréttarlögmaður telur að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hafi verið í góðri trú þegar hann þáði mánaðarlega þóknun í sjö ár fyrir störf í stýrinefnd sem lögð hafði verið niður. Þá sé það langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Forsaga málsins er sú að árið 2012 ákvað stjórn Úrvinnslusjóðs, með bréfi til fjársýslu ríkisins, að veita framkvæmdastjóranum sérstaka mánaðarlega þóknun fyrir störf hans sem framkvæmdastjóra Stýrinefndar um raf- og rafeindatækjaúrgang. Með breytingum á lögum um úrvinnslugjald árið 2015 er umrædd stýrinefnd lögð niður og verkefni hennar felld undir verksvið Úrvinnslusjóðs. Kjararáð ákvað laun og starfskjör Ólafs frá og með ársbyrjun 2015 skv. Launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 3133 og að auki átti að greiða honum 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu sem starfinu fylgdi. Ólafur skyldi ekki fá frekari greiðslur nema kjararáð myndi sérstaklega úrskurða um það. Þrátt fyrir ákvörðun kjararáðs urðu þau mistök hjá Fjársýslunni að umrædd þóknun, sem hófst 2012, var ekki felld niður og var hún greidd út mánaðarlega síðustu sjö ár. Stjórn Úrvinnslusjóðs óskaði eftir áliti hjá Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni og sérfræðingi í vinnurétti um ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra í málinu. Stjórnin sendi álitið í fréttatilkynningu nú fyrir hádegi. Lára segir í áliti sínu að hún telji langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Hún segir fullyrðingu ráðuneytisins um að hvorki stjórn né framkvæmdastjóri hafi upplýst ráðuneytið um þessa ofgreiðslu vera ranga. Ólafur hefði í tölvupósti sumarið 2015 upplýst Fjársýslu ríkisins um hverjir hefðu notið greiðslu fyrir setu í stýrinefndinni sálugu. Lára telur að Ólafur hafi verið í góðri trú um að hann væri að fá þau heildarlaun sem honum bæru og að hann hefði treyst því að Fjársýslan gæti annast launaútreikninga og fylgt ákvörðunum kjararáðs. „Til þess ber einnig að líta að hann fékk þessa greiðslu athugasemdalaust í rúm 7 ár,“ segir í áliti Láru. Umhverfismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Forsaga málsins er sú að árið 2012 ákvað stjórn Úrvinnslusjóðs, með bréfi til fjársýslu ríkisins, að veita framkvæmdastjóranum sérstaka mánaðarlega þóknun fyrir störf hans sem framkvæmdastjóra Stýrinefndar um raf- og rafeindatækjaúrgang. Með breytingum á lögum um úrvinnslugjald árið 2015 er umrædd stýrinefnd lögð niður og verkefni hennar felld undir verksvið Úrvinnslusjóðs. Kjararáð ákvað laun og starfskjör Ólafs frá og með ársbyrjun 2015 skv. Launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 3133 og að auki átti að greiða honum 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu sem starfinu fylgdi. Ólafur skyldi ekki fá frekari greiðslur nema kjararáð myndi sérstaklega úrskurða um það. Þrátt fyrir ákvörðun kjararáðs urðu þau mistök hjá Fjársýslunni að umrædd þóknun, sem hófst 2012, var ekki felld niður og var hún greidd út mánaðarlega síðustu sjö ár. Stjórn Úrvinnslusjóðs óskaði eftir áliti hjá Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni og sérfræðingi í vinnurétti um ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra í málinu. Stjórnin sendi álitið í fréttatilkynningu nú fyrir hádegi. Lára segir í áliti sínu að hún telji langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Hún segir fullyrðingu ráðuneytisins um að hvorki stjórn né framkvæmdastjóri hafi upplýst ráðuneytið um þessa ofgreiðslu vera ranga. Ólafur hefði í tölvupósti sumarið 2015 upplýst Fjársýslu ríkisins um hverjir hefðu notið greiðslu fyrir setu í stýrinefndinni sálugu. Lára telur að Ólafur hafi verið í góðri trú um að hann væri að fá þau heildarlaun sem honum bæru og að hann hefði treyst því að Fjársýslan gæti annast launaútreikninga og fylgt ákvörðunum kjararáðs. „Til þess ber einnig að líta að hann fékk þessa greiðslu athugasemdalaust í rúm 7 ár,“ segir í áliti Láru.
Umhverfismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36