Biðla til fólks að mæta í dag til að kaffæra ekki stöðvunum í haust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. október 2022 11:57 Mæting í Höllina hefur verið þokkaleg síðustu daga. Vísir/Sigurjón Í dag er síðasti dagur tveggja vikna bólusetningarátaks Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöllinni en um tvö þúsund manns hafa mætt á dag frá því að átakið hófst. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að hver sé að verða síðastur og vonast eftir góðum kippi í dag en opið verður til klukkan þrjú. Frá því að átakið hófst þann 26. september hafa um það bil 11.500 örvunarskammtar gegn Covid verið gefnir og 13.500 bóluefnaskammtar gegn inflúensu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa verið þokkalega. „Það komu þó nokkrir kippir í gær þegar það kom fram í fjölmiðlum að nú færi hver að verða síðustur, þannig það kom kippur í gær og við eigum von á því að það komi alveg svona dágóður kippur í dag því þetta er síðasti dagurinn,“ segir Ragnheiður. Boðið hefur verið upp á bæði örvunarskammta og inflúensubólusetningu á sama tíma en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margir hafa mætt í heildina, þar sem einhverjir fengu báða skammta en aðrir bara annan hvorn. Ragnheiður áætlar þó að um tvö þúsund manns hafi mætt að jafnaði á hverjum degi en hún hafði vonað að þeir yrðu um þrjú þúsund. „Við ætluðum að reyna að hafa þetta svona til að taka þetta út af stöðvuðum, þannig að heilsugæslustöðvarnar verði ekki undirlagðar af bólusetningum í allt haust,“ segir Ragnheiður en hún bindur vonir fyrir daginn í dag. „Við erum að vonast til að fólk grípi tækifærið og komi þarna í staðinn fyrir að vera að reyna að komast á heilsugæslustöðvarnar í bólusetningu.“ Eftir daginn í dag færast bólusetningar aftur á heilsugæslustöðvarnar en hún telur ekki marga sextíu ára og eldri eiga eftir að fara í örvun. „Við viljum síður vera að kaffæra heilsugæslustöðvunum í inflúensu og covid bólusetningum þannig þess vegna var þetta átak gert, að fá fólk í höllina. Það er hægt að komast í bólusetningu á heilsugæslustöðvum en það er erfiðara aðgengi, það þarf að panta tíma og það er alls ekki framboð alla daga,“ segir Ragnheiður. Þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru yngri en sextíu ára geta leitað á sína heilsugæslustöð óski þeir eftir örvunarbólusetningu en ekki er mælt með fjórða skammtinum fyrir alla. Hér fyrir neðan má finna nýjustu upplýsingar um bólusetningar gegn Covid hér á landi en upplýsingarnar voru síðast uppfærðar á þriðjudaginn. Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18 Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40 Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Frá því að átakið hófst þann 26. september hafa um það bil 11.500 örvunarskammtar gegn Covid verið gefnir og 13.500 bóluefnaskammtar gegn inflúensu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa verið þokkalega. „Það komu þó nokkrir kippir í gær þegar það kom fram í fjölmiðlum að nú færi hver að verða síðustur, þannig það kom kippur í gær og við eigum von á því að það komi alveg svona dágóður kippur í dag því þetta er síðasti dagurinn,“ segir Ragnheiður. Boðið hefur verið upp á bæði örvunarskammta og inflúensubólusetningu á sama tíma en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margir hafa mætt í heildina, þar sem einhverjir fengu báða skammta en aðrir bara annan hvorn. Ragnheiður áætlar þó að um tvö þúsund manns hafi mætt að jafnaði á hverjum degi en hún hafði vonað að þeir yrðu um þrjú þúsund. „Við ætluðum að reyna að hafa þetta svona til að taka þetta út af stöðvuðum, þannig að heilsugæslustöðvarnar verði ekki undirlagðar af bólusetningum í allt haust,“ segir Ragnheiður en hún bindur vonir fyrir daginn í dag. „Við erum að vonast til að fólk grípi tækifærið og komi þarna í staðinn fyrir að vera að reyna að komast á heilsugæslustöðvarnar í bólusetningu.“ Eftir daginn í dag færast bólusetningar aftur á heilsugæslustöðvarnar en hún telur ekki marga sextíu ára og eldri eiga eftir að fara í örvun. „Við viljum síður vera að kaffæra heilsugæslustöðvunum í inflúensu og covid bólusetningum þannig þess vegna var þetta átak gert, að fá fólk í höllina. Það er hægt að komast í bólusetningu á heilsugæslustöðvum en það er erfiðara aðgengi, það þarf að panta tíma og það er alls ekki framboð alla daga,“ segir Ragnheiður. Þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru yngri en sextíu ára geta leitað á sína heilsugæslustöð óski þeir eftir örvunarbólusetningu en ekki er mælt með fjórða skammtinum fyrir alla. Hér fyrir neðan má finna nýjustu upplýsingar um bólusetningar gegn Covid hér á landi en upplýsingarnar voru síðast uppfærðar á þriðjudaginn.
Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18 Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40 Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18
Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40
Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31