Bein útsending: Geimfarar sendir af stað til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2022 15:01 Eldflaug og geimfar SpaceX á skotpalli í Flórída. AP/NASA/Joel Kowsky Bandaríska fyrirtækið SpaceX mun skjóta fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í dag. Geimförunum verður skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX með Falcon-9 eldflaug. Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir á leið til geimstöðvarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem rússneskur geimfari fær far til geimstöðvarinnar um borð í geimfari SpaceX og verða þau um borð í geimstöðinni í um hálft ár. Lending eldflaugarinnar heppnaðist einnig. Geimskot þetta kallast SpaceX Crew-5 og fara þau til geimstöðvarinnar í sama geimfari og áhöfn Crew-3. Eldflaugin sem ber þau út í geim á svo að lenda aftur á drónaskipinu Just Read the Instructions sem er statt undan ströndum Flórída, þar sem geimförunum verður skotið á loft. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta í fimmta sinn sem SpaceX skýtur geimförum til geimstöðvarinnar. Geimfararnir eru að þessu sinni þau Nicole Mann, sem leiðir hópinn, og Josh Cassada frá Bandaríkjunum, Koichi Wakat frá Japan og Anna Kikina frá Rússlandi. Um borð í geimstöðinni eiga þau að leggja stund á vísindarannsóknir og viðhaldsvinnu. Nicole Mann, Anna Kikina, Josh Cassada og Koichi Wakata.AP/John Raoux Frekari upplýsingar um geimstöðina og hverjir eru þar um borð má finna hér á vef NASA. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan fjögur í dag, að íslenskum tíma, og eru litlar sem engar líkur á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið. Gangi ekki eftir að skjóta geimfarinu á loft í dag, stendur til að reyna aftur á morgun. Fylgjast má geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Bandaríkin Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir á leið til geimstöðvarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem rússneskur geimfari fær far til geimstöðvarinnar um borð í geimfari SpaceX og verða þau um borð í geimstöðinni í um hálft ár. Lending eldflaugarinnar heppnaðist einnig. Geimskot þetta kallast SpaceX Crew-5 og fara þau til geimstöðvarinnar í sama geimfari og áhöfn Crew-3. Eldflaugin sem ber þau út í geim á svo að lenda aftur á drónaskipinu Just Read the Instructions sem er statt undan ströndum Flórída, þar sem geimförunum verður skotið á loft. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta í fimmta sinn sem SpaceX skýtur geimförum til geimstöðvarinnar. Geimfararnir eru að þessu sinni þau Nicole Mann, sem leiðir hópinn, og Josh Cassada frá Bandaríkjunum, Koichi Wakat frá Japan og Anna Kikina frá Rússlandi. Um borð í geimstöðinni eiga þau að leggja stund á vísindarannsóknir og viðhaldsvinnu. Nicole Mann, Anna Kikina, Josh Cassada og Koichi Wakata.AP/John Raoux Frekari upplýsingar um geimstöðina og hverjir eru þar um borð má finna hér á vef NASA. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan fjögur í dag, að íslenskum tíma, og eru litlar sem engar líkur á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið. Gangi ekki eftir að skjóta geimfarinu á loft í dag, stendur til að reyna aftur á morgun. Fylgjast má geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan.
Bandaríkin Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira