Ef lög Vatnajökulsþjóðgarðs væru byggingareglugerðir Ágústa Ágústsdóttir skrifar 5. október 2022 13:01 Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær. Húsið hans Jóns er teiknað af viðurkenndum fagaðilum, sem síðar byggingafulltrúi samþykkir eftir að sýnt hefur verið fram á að farið sé eftir settum lögum og reglugerðum. Á byggingarstigi bera hinir ýmsu iðnmeistarar ábyrgð á framkvæmdinni eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum er húsið tilbúið og lóðin klár. Nú hugsar Jón sér gott til glóðarinnar. Hinum megin lóðarmarkanna er ansi álitlegt land í eigu nágranna hans, Gunnars. Jón sér fyrir sér að stækka lóðina sína svo hann hafi yfir meiru landrými að ráða. Og uppsetning laganna er slík að nú verður eftirleikurinn auðveldari. Jón fer og ræðir við nágranna sinn sem ákveður að selja honum ákveðið landsvæði fyrir ákveðna upphæð og fyrirfram gefin loforð. Samkvæmt gildandi lögum þá á Gunnar að kynna þessa áætlun fyrir öðrum hagsmunaaðilum þar sem landið er samnýtt að hluta, en ákveður hins vegar að hringja aðeins í fáa útvalda. Þeim gefur hann loforð um áframhaldandi samráð og tilkynnir að þetta sé allt algjörlega að hans eigin frumkvæði, en gloprar því út úr sér síðar að hann hafi tekið jákvætt í hugmynd Jóns um stækkun er Jón leitaði til hans fyrst. Að lokum er íbúum tilkynnt að búið sé að taka ákvörðun um söluna og að Jón muni taka landið undir sig. Þeim sé þó velkomið að skila inn áliti sínu þó svo það breyti engu um niðurstöðuna sjálfa. Mikil óánægja grípur um sig meðal íbúa. En það breytir engu því nú getur Jón beitt fyrir sig 1. grein laga sem segir að honum sé heimilt að taka undir sig aðliggjandi lönd en slíkt sé eingöngu háð samþykki landeiganda. Jón þarf því eingöngu að fara eftir 20. grein laga þegar hann stofnar upphaflegu lóðina sína og byggir húsið sitt, en eftir það getur hann vísað í 1. grein. Skrifað er undir afhendingu landsins í skjóli myrkurs, fjarri allra augum. Nú spýtir Jón í lófana. Hluti landsins er plægt undir skógrækt, hús rísa af ýmsum stærðum og gerðum. Nýtni landsins sem og útliti þess er breytt sem hefur áhrif yfir á nærliggjandi lönd og lóðir í eigu annara. En það er allt í lagi því samkvæmt lögum þá fer söfnun allra grunngagna um nauðsyn stækkunarinnar og möguleg áhrif framkvæmda á umhverfið fram eftir á, sem og samráð við fagaðila og hagsmunaaðila. Og þegar Jón er spurður út í hvers vegna ekki sé farið eftir 20. grein laga, er svar hans einfalt: “Þetta hefur bara alltaf verið gert svona. Og með því að fara í alla greiningavinnu eftir á munum við finna út hvort allt þetta hafi verið nauðsynlegt.” Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að ef íbúar og hagaðilar ætla að kæra þetta ferli þá segja lögin að bæði dómari og kviðdómendur séu einn og sami maðurinn. Jón sjálfur ! Myndu menn telja þetta eðlileg vinnubrögð ? Eða eru þau í lagi af því að hægt er beita fyrir sig orðinu náttúruvernd í einu og öllu þegar þjóðgarðar eru annars vegar ? Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur bendi ég á ítarlegri grein mína hér að neðan um aðferðir stjórnvalda við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á austurafrétti Bárðardals árið 2021. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Vatnajökulsþjóðgarður Miðflokkurinn Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær. Húsið hans Jóns er teiknað af viðurkenndum fagaðilum, sem síðar byggingafulltrúi samþykkir eftir að sýnt hefur verið fram á að farið sé eftir settum lögum og reglugerðum. Á byggingarstigi bera hinir ýmsu iðnmeistarar ábyrgð á framkvæmdinni eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum er húsið tilbúið og lóðin klár. Nú hugsar Jón sér gott til glóðarinnar. Hinum megin lóðarmarkanna er ansi álitlegt land í eigu nágranna hans, Gunnars. Jón sér fyrir sér að stækka lóðina sína svo hann hafi yfir meiru landrými að ráða. Og uppsetning laganna er slík að nú verður eftirleikurinn auðveldari. Jón fer og ræðir við nágranna sinn sem ákveður að selja honum ákveðið landsvæði fyrir ákveðna upphæð og fyrirfram gefin loforð. Samkvæmt gildandi lögum þá á Gunnar að kynna þessa áætlun fyrir öðrum hagsmunaaðilum þar sem landið er samnýtt að hluta, en ákveður hins vegar að hringja aðeins í fáa útvalda. Þeim gefur hann loforð um áframhaldandi samráð og tilkynnir að þetta sé allt algjörlega að hans eigin frumkvæði, en gloprar því út úr sér síðar að hann hafi tekið jákvætt í hugmynd Jóns um stækkun er Jón leitaði til hans fyrst. Að lokum er íbúum tilkynnt að búið sé að taka ákvörðun um söluna og að Jón muni taka landið undir sig. Þeim sé þó velkomið að skila inn áliti sínu þó svo það breyti engu um niðurstöðuna sjálfa. Mikil óánægja grípur um sig meðal íbúa. En það breytir engu því nú getur Jón beitt fyrir sig 1. grein laga sem segir að honum sé heimilt að taka undir sig aðliggjandi lönd en slíkt sé eingöngu háð samþykki landeiganda. Jón þarf því eingöngu að fara eftir 20. grein laga þegar hann stofnar upphaflegu lóðina sína og byggir húsið sitt, en eftir það getur hann vísað í 1. grein. Skrifað er undir afhendingu landsins í skjóli myrkurs, fjarri allra augum. Nú spýtir Jón í lófana. Hluti landsins er plægt undir skógrækt, hús rísa af ýmsum stærðum og gerðum. Nýtni landsins sem og útliti þess er breytt sem hefur áhrif yfir á nærliggjandi lönd og lóðir í eigu annara. En það er allt í lagi því samkvæmt lögum þá fer söfnun allra grunngagna um nauðsyn stækkunarinnar og möguleg áhrif framkvæmda á umhverfið fram eftir á, sem og samráð við fagaðila og hagsmunaaðila. Og þegar Jón er spurður út í hvers vegna ekki sé farið eftir 20. grein laga, er svar hans einfalt: “Þetta hefur bara alltaf verið gert svona. Og með því að fara í alla greiningavinnu eftir á munum við finna út hvort allt þetta hafi verið nauðsynlegt.” Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að ef íbúar og hagaðilar ætla að kæra þetta ferli þá segja lögin að bæði dómari og kviðdómendur séu einn og sami maðurinn. Jón sjálfur ! Myndu menn telja þetta eðlileg vinnubrögð ? Eða eru þau í lagi af því að hægt er beita fyrir sig orðinu náttúruvernd í einu og öllu þegar þjóðgarðar eru annars vegar ? Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur bendi ég á ítarlegri grein mína hér að neðan um aðferðir stjórnvalda við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á austurafrétti Bárðardals árið 2021. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar