Hvernig væri samfélagið án kennara? Magnús Þór Jónsson og Jónína Hauksdóttir skrifa 5. október 2022 11:00 Í dag, miðvikudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara um heim allan og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt innilega til hamingju með daginn fullviss um að þeir eigi góðan dag í starfi sínu með nemendum. Í starfi þar sem kennarar gera sitt allra besta á hverjum degi við að mennta og móta hugi framtíðarkynslóða. Markmiðið með deginum er ávallt hið sama. Vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum, en líka að efla samtakamátt þeirra og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. Því hvernig væri heimurinn án kennara, er hægt að ímynda sér slíkan heim? Hvernig væri samfélagið sem við búum í? Hvað yrði um þróun og framfarir á öllum sviðum því öflugt menntakerfi er forsenda framfara? Hvernig myndum við viðhalda þeirri þekkingu sem við þegar búum yfir? Bæði samfélagið og við kennarar sjálfir þurfum að átta okkur á mikilvægi okkar starfs. Þegar skoðað er hvaða almennu hæfni kennari þarf að ráða yfir má horfa til eftirfarandi þátta: Hæfni til að skapa hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af lýsingum á markmiði og hlutverki laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og birtist í aðalnámskrám sem settar eru á grundvelli þeirra. Hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda. Hæfni til að hafa í störfum sínum velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma fram við þá af virðingu og fagmennsku sem byggist á lýðræði og jafnrétti. Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag og öruggu skólaumhverfi og stuðla að samfélagslegri ábyrgð nemenda. Hæfni til að stuðla að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við heimili og forsjáraðila nemenda á jafnréttisgrundvelli. Hæfni til að miðla þekkingu sinni á íslensku eftir því sem við á. Síðast en alls ekki síst hæfni til að vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag, taka ábyrgð á eigin starfsþróun og vinna að henni alla starfsævina. Þetta er langur listi með mörgum gildishlöðnum orðum, en þetta er það sem við gerum á hverjum degi með hagsmuni nemenda okkar að leiðarljósi. Á degi kennara höldum við skólamálaþing KÍ þar sem yfirskriftin að þessu sinni er: „Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum“. Hinsegin málefni innan menntakerfisins verða í brennidepli og mikilvægi fjölbreytileikans innan skólanna. Von okkar sem stöndum að þinginu er að það verði stéttinni og skólasamfélaginu hvatning til að gera enn betur í þessum efnum. Á síðustu árum hefur kennarastéttin verið tilgreind sem hluti framlínustarfa samfélagsins. Kennarar stóðu vaktina í gegnum Covid-19 faraldurinn á aðdáunarverðan hátt og stóðu bæði vörð um nám og þroska nemenda við afar krefjandi aðstæður. Á degi kennarans fögnum við starfinu sem við vinnum með skjólstæðingum okkar, hvort sem starfsvettvangurinn er leik-, grunn-, tónlistar- eða framhaldsskólinn og hefjum gildi okkar um að vinna samfélaginu okkar það gagn sem við höfum unnið í gegnum aldirnar. Til hamingju íslenskir kennarar og íslenskt samfélag með Alþjóðadag kennara! Höfundar eru formaður og varaformaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í dag, miðvikudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara um heim allan og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt innilega til hamingju með daginn fullviss um að þeir eigi góðan dag í starfi sínu með nemendum. Í starfi þar sem kennarar gera sitt allra besta á hverjum degi við að mennta og móta hugi framtíðarkynslóða. Markmiðið með deginum er ávallt hið sama. Vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum, en líka að efla samtakamátt þeirra og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. Því hvernig væri heimurinn án kennara, er hægt að ímynda sér slíkan heim? Hvernig væri samfélagið sem við búum í? Hvað yrði um þróun og framfarir á öllum sviðum því öflugt menntakerfi er forsenda framfara? Hvernig myndum við viðhalda þeirri þekkingu sem við þegar búum yfir? Bæði samfélagið og við kennarar sjálfir þurfum að átta okkur á mikilvægi okkar starfs. Þegar skoðað er hvaða almennu hæfni kennari þarf að ráða yfir má horfa til eftirfarandi þátta: Hæfni til að skapa hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af lýsingum á markmiði og hlutverki laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og birtist í aðalnámskrám sem settar eru á grundvelli þeirra. Hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda. Hæfni til að hafa í störfum sínum velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma fram við þá af virðingu og fagmennsku sem byggist á lýðræði og jafnrétti. Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag og öruggu skólaumhverfi og stuðla að samfélagslegri ábyrgð nemenda. Hæfni til að stuðla að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við heimili og forsjáraðila nemenda á jafnréttisgrundvelli. Hæfni til að miðla þekkingu sinni á íslensku eftir því sem við á. Síðast en alls ekki síst hæfni til að vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag, taka ábyrgð á eigin starfsþróun og vinna að henni alla starfsævina. Þetta er langur listi með mörgum gildishlöðnum orðum, en þetta er það sem við gerum á hverjum degi með hagsmuni nemenda okkar að leiðarljósi. Á degi kennara höldum við skólamálaþing KÍ þar sem yfirskriftin að þessu sinni er: „Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum“. Hinsegin málefni innan menntakerfisins verða í brennidepli og mikilvægi fjölbreytileikans innan skólanna. Von okkar sem stöndum að þinginu er að það verði stéttinni og skólasamfélaginu hvatning til að gera enn betur í þessum efnum. Á síðustu árum hefur kennarastéttin verið tilgreind sem hluti framlínustarfa samfélagsins. Kennarar stóðu vaktina í gegnum Covid-19 faraldurinn á aðdáunarverðan hátt og stóðu bæði vörð um nám og þroska nemenda við afar krefjandi aðstæður. Á degi kennarans fögnum við starfinu sem við vinnum með skjólstæðingum okkar, hvort sem starfsvettvangurinn er leik-, grunn-, tónlistar- eða framhaldsskólinn og hefjum gildi okkar um að vinna samfélaginu okkar það gagn sem við höfum unnið í gegnum aldirnar. Til hamingju íslenskir kennarar og íslenskt samfélag með Alþjóðadag kennara! Höfundar eru formaður og varaformaður Kennarasambands Íslands
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun