Til hamingju kennarar Mjöll Matthíasdóttir skrifar 5. október 2022 09:01 Kennarar! Til hamingju með daginn okkar. Í dag 5. október er alþjóðadagur kennara. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1994 að frumkvæði UNESCO, UNICEF og EI, alþjóðasamtaka kennara. Markmiðið er að beina sjónum að mikilvægi kennarastarfsins fyrir samfélög heimsins. Yfirskrift dagsins í ár er “The transformation of education begins with teachers! Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum” Í ár er einnig sérstaklega vakin athygli á því að fleiri menntaða kennara vantar til starfa um heim allan. Það er því miður líka staðan hér á landi - á öllum skólastigum. Það er alvarleg staða og hún snertir samfélagið allt. Aðgerðir til að fjölga nemum í kennaranámi hafa skilað árangri en þrátt fyrir það vantar okkur miklu fleiri í hópinn. Við eigum frábæra kennara í skólum landsins sem daglega mæta margvíslegum áskorunum í störfum sínum. Margt má betur fara í starfsaðstæðum þeirra. En í þessum hópi býr eldmóður og gróska. Nýlega var ég svo heppin að taka þátt í mennta viðburðinum Utís-online. Tvö þúsund kennarar hlýddu þar á útsendingu fjölda fyrirlestra, horfðu á kynningar á áhugaverðum verkefnum í íslenskum skólum og tóku þátt í umræðum. Síðar í þessari viku er haldin Menntakvika en þar verða fluttir yfir 200 fyrirlestrar um uppeldis- og menntamál. Allir kennararnir sem taka þátt í þessum viðburðum bera svo nýjar hugmyndir heim á sinn starfsvettvang. Það er svo þar sem töfrarnir gerast! Við sem samfélag þurfum að hlúa að kennurunum okkar - þannig verður til framúrskarandi skólastarf, nemendum til heilla. Kennarasamband Íslands heldur í dag skólamálaþing undir yfirskriftinni “Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum”. Hægt er að fylgjast með þinginu í streymi sem nálgast má á vef KÍ klukkan 15. Verða kennarar á vegi þínum í dag? Það er tilvalið að óska þeim til hamingju með daginn. Höfundur er grunnskólakennari og tekur við formennsku í félagi grunnskólakennara 18. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Kennarar! Til hamingju með daginn okkar. Í dag 5. október er alþjóðadagur kennara. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1994 að frumkvæði UNESCO, UNICEF og EI, alþjóðasamtaka kennara. Markmiðið er að beina sjónum að mikilvægi kennarastarfsins fyrir samfélög heimsins. Yfirskrift dagsins í ár er “The transformation of education begins with teachers! Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum” Í ár er einnig sérstaklega vakin athygli á því að fleiri menntaða kennara vantar til starfa um heim allan. Það er því miður líka staðan hér á landi - á öllum skólastigum. Það er alvarleg staða og hún snertir samfélagið allt. Aðgerðir til að fjölga nemum í kennaranámi hafa skilað árangri en þrátt fyrir það vantar okkur miklu fleiri í hópinn. Við eigum frábæra kennara í skólum landsins sem daglega mæta margvíslegum áskorunum í störfum sínum. Margt má betur fara í starfsaðstæðum þeirra. En í þessum hópi býr eldmóður og gróska. Nýlega var ég svo heppin að taka þátt í mennta viðburðinum Utís-online. Tvö þúsund kennarar hlýddu þar á útsendingu fjölda fyrirlestra, horfðu á kynningar á áhugaverðum verkefnum í íslenskum skólum og tóku þátt í umræðum. Síðar í þessari viku er haldin Menntakvika en þar verða fluttir yfir 200 fyrirlestrar um uppeldis- og menntamál. Allir kennararnir sem taka þátt í þessum viðburðum bera svo nýjar hugmyndir heim á sinn starfsvettvang. Það er svo þar sem töfrarnir gerast! Við sem samfélag þurfum að hlúa að kennurunum okkar - þannig verður til framúrskarandi skólastarf, nemendum til heilla. Kennarasamband Íslands heldur í dag skólamálaþing undir yfirskriftinni “Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum”. Hægt er að fylgjast með þinginu í streymi sem nálgast má á vef KÍ klukkan 15. Verða kennarar á vegi þínum í dag? Það er tilvalið að óska þeim til hamingju með daginn. Höfundur er grunnskólakennari og tekur við formennsku í félagi grunnskólakennara 18. október.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar