Starfið undir í stórleiknum í kvöld? Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2022 13:01 Inter þarf á sigri að halda gegn Barcelona í kvöld. vísir/Getty Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu. Inter hefur ekki farið vel af stað í deildinni heima fyrir og er aðeins með tólf stig eftir átta leiki í níunda sæti deildarinnar. Inzaghi tók við liðinu sem ríkjandi Ítalíumeisturum af Antonio Conte fyrir síðustu leiktíð en Inter hafnaði í öðru sæti deildarinnar í vor, aðeins tveimur stigum frá grönnum sínum í AC Milan sem unnu deildina. Bæði Inter og Barcelona eru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum, en bæði unnu þau botnlið Viktoria Plzen frá Tékklandi og töpuðu bæði fyrir Bayern München sem er á toppi riðilsins. Býst við að Inter þurfi að þjást í kvöld Pressan er töluverð á Inzaghi eftir strembna byrjun á Ítalíu og gætu næstu tveir leikir í Meistaradeildinni, sem báðir eru gegn Barcelona, ráðið úrslitum um framtíð hans í starfi. Inzaghi segir strembið verkefni fram undan í kvöld. Simone Inzaghi er undir töluverðri pressu.Getty „Barcelona eru afar sterkir og heildsteyptir. Þeir eru eitt þriggja liða sem spila besta fótboltann í Evrópu og við þekkjum mikilvægi leiksins,“ segir Inzaghi og bætir við: „Við erum Inter og við munum reyna að spila inn á okkar styrkleika. Þetta verður leikur þjáningar (e. suffering),“. Þurfa að takast á við nýja áskorun Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir Börsunga hyggjast gera það sem Inzaghi óttast: að taka leikinn yfir og keyra yfir ítalska liðið. Xavi segir að Barcelona þurfi að aðlaga leik sinn að kerfi Inter.Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images „Við viljum taka völdin, hafa boltann og spila á vallarhelmingi andstæðingsins. Það er saga Barcelona og ég mun ekki breyta henni,“ segir Xavi sem segir þá slakt gengi Inter ekki hafa áhrif í kvöld. „Gengi þeirra hefur engin áhrif. Við höfum spilað marga leiki þar sem við vorum ólíklegri aðilinn en samt unnið. Inter notar aðra uppstillingu en önnur lið sem við höfum mætt. Leikur Inzaghi er kraftmikill og hann nýtir tvo framherja sem er eitthvað sem þekkist ekki lengur á Spáni,“. Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hann er einn fjögurra leikja í Meistaradeildinni sem eru á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld, auk þess sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu bæði hita upp fyrir leikina og gera þá alla upp. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Inter hefur ekki farið vel af stað í deildinni heima fyrir og er aðeins með tólf stig eftir átta leiki í níunda sæti deildarinnar. Inzaghi tók við liðinu sem ríkjandi Ítalíumeisturum af Antonio Conte fyrir síðustu leiktíð en Inter hafnaði í öðru sæti deildarinnar í vor, aðeins tveimur stigum frá grönnum sínum í AC Milan sem unnu deildina. Bæði Inter og Barcelona eru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum, en bæði unnu þau botnlið Viktoria Plzen frá Tékklandi og töpuðu bæði fyrir Bayern München sem er á toppi riðilsins. Býst við að Inter þurfi að þjást í kvöld Pressan er töluverð á Inzaghi eftir strembna byrjun á Ítalíu og gætu næstu tveir leikir í Meistaradeildinni, sem báðir eru gegn Barcelona, ráðið úrslitum um framtíð hans í starfi. Inzaghi segir strembið verkefni fram undan í kvöld. Simone Inzaghi er undir töluverðri pressu.Getty „Barcelona eru afar sterkir og heildsteyptir. Þeir eru eitt þriggja liða sem spila besta fótboltann í Evrópu og við þekkjum mikilvægi leiksins,“ segir Inzaghi og bætir við: „Við erum Inter og við munum reyna að spila inn á okkar styrkleika. Þetta verður leikur þjáningar (e. suffering),“. Þurfa að takast á við nýja áskorun Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir Börsunga hyggjast gera það sem Inzaghi óttast: að taka leikinn yfir og keyra yfir ítalska liðið. Xavi segir að Barcelona þurfi að aðlaga leik sinn að kerfi Inter.Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images „Við viljum taka völdin, hafa boltann og spila á vallarhelmingi andstæðingsins. Það er saga Barcelona og ég mun ekki breyta henni,“ segir Xavi sem segir þá slakt gengi Inter ekki hafa áhrif í kvöld. „Gengi þeirra hefur engin áhrif. Við höfum spilað marga leiki þar sem við vorum ólíklegri aðilinn en samt unnið. Inter notar aðra uppstillingu en önnur lið sem við höfum mætt. Leikur Inzaghi er kraftmikill og hann nýtir tvo framherja sem er eitthvað sem þekkist ekki lengur á Spáni,“. Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hann er einn fjögurra leikja í Meistaradeildinni sem eru á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld, auk þess sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu bæði hita upp fyrir leikina og gera þá alla upp. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira