Starfið undir í stórleiknum í kvöld? Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2022 13:01 Inter þarf á sigri að halda gegn Barcelona í kvöld. vísir/Getty Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu. Inter hefur ekki farið vel af stað í deildinni heima fyrir og er aðeins með tólf stig eftir átta leiki í níunda sæti deildarinnar. Inzaghi tók við liðinu sem ríkjandi Ítalíumeisturum af Antonio Conte fyrir síðustu leiktíð en Inter hafnaði í öðru sæti deildarinnar í vor, aðeins tveimur stigum frá grönnum sínum í AC Milan sem unnu deildina. Bæði Inter og Barcelona eru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum, en bæði unnu þau botnlið Viktoria Plzen frá Tékklandi og töpuðu bæði fyrir Bayern München sem er á toppi riðilsins. Býst við að Inter þurfi að þjást í kvöld Pressan er töluverð á Inzaghi eftir strembna byrjun á Ítalíu og gætu næstu tveir leikir í Meistaradeildinni, sem báðir eru gegn Barcelona, ráðið úrslitum um framtíð hans í starfi. Inzaghi segir strembið verkefni fram undan í kvöld. Simone Inzaghi er undir töluverðri pressu.Getty „Barcelona eru afar sterkir og heildsteyptir. Þeir eru eitt þriggja liða sem spila besta fótboltann í Evrópu og við þekkjum mikilvægi leiksins,“ segir Inzaghi og bætir við: „Við erum Inter og við munum reyna að spila inn á okkar styrkleika. Þetta verður leikur þjáningar (e. suffering),“. Þurfa að takast á við nýja áskorun Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir Börsunga hyggjast gera það sem Inzaghi óttast: að taka leikinn yfir og keyra yfir ítalska liðið. Xavi segir að Barcelona þurfi að aðlaga leik sinn að kerfi Inter.Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images „Við viljum taka völdin, hafa boltann og spila á vallarhelmingi andstæðingsins. Það er saga Barcelona og ég mun ekki breyta henni,“ segir Xavi sem segir þá slakt gengi Inter ekki hafa áhrif í kvöld. „Gengi þeirra hefur engin áhrif. Við höfum spilað marga leiki þar sem við vorum ólíklegri aðilinn en samt unnið. Inter notar aðra uppstillingu en önnur lið sem við höfum mætt. Leikur Inzaghi er kraftmikill og hann nýtir tvo framherja sem er eitthvað sem þekkist ekki lengur á Spáni,“. Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hann er einn fjögurra leikja í Meistaradeildinni sem eru á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld, auk þess sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu bæði hita upp fyrir leikina og gera þá alla upp. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira
Inter hefur ekki farið vel af stað í deildinni heima fyrir og er aðeins með tólf stig eftir átta leiki í níunda sæti deildarinnar. Inzaghi tók við liðinu sem ríkjandi Ítalíumeisturum af Antonio Conte fyrir síðustu leiktíð en Inter hafnaði í öðru sæti deildarinnar í vor, aðeins tveimur stigum frá grönnum sínum í AC Milan sem unnu deildina. Bæði Inter og Barcelona eru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum, en bæði unnu þau botnlið Viktoria Plzen frá Tékklandi og töpuðu bæði fyrir Bayern München sem er á toppi riðilsins. Býst við að Inter þurfi að þjást í kvöld Pressan er töluverð á Inzaghi eftir strembna byrjun á Ítalíu og gætu næstu tveir leikir í Meistaradeildinni, sem báðir eru gegn Barcelona, ráðið úrslitum um framtíð hans í starfi. Inzaghi segir strembið verkefni fram undan í kvöld. Simone Inzaghi er undir töluverðri pressu.Getty „Barcelona eru afar sterkir og heildsteyptir. Þeir eru eitt þriggja liða sem spila besta fótboltann í Evrópu og við þekkjum mikilvægi leiksins,“ segir Inzaghi og bætir við: „Við erum Inter og við munum reyna að spila inn á okkar styrkleika. Þetta verður leikur þjáningar (e. suffering),“. Þurfa að takast á við nýja áskorun Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir Börsunga hyggjast gera það sem Inzaghi óttast: að taka leikinn yfir og keyra yfir ítalska liðið. Xavi segir að Barcelona þurfi að aðlaga leik sinn að kerfi Inter.Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images „Við viljum taka völdin, hafa boltann og spila á vallarhelmingi andstæðingsins. Það er saga Barcelona og ég mun ekki breyta henni,“ segir Xavi sem segir þá slakt gengi Inter ekki hafa áhrif í kvöld. „Gengi þeirra hefur engin áhrif. Við höfum spilað marga leiki þar sem við vorum ólíklegri aðilinn en samt unnið. Inter notar aðra uppstillingu en önnur lið sem við höfum mætt. Leikur Inzaghi er kraftmikill og hann nýtir tvo framherja sem er eitthvað sem þekkist ekki lengur á Spáni,“. Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hann er einn fjögurra leikja í Meistaradeildinni sem eru á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld, auk þess sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu bæði hita upp fyrir leikina og gera þá alla upp. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Bayern München - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarupphitun (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Frankfurt - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Club Brugge - Atlético Madríd (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira