„Eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2022 10:30 Vala Matt hitti Betu Reynis á dögunum eftir að hún varð að fara í aðgerð vegna húðkrabbameins. Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir lenti í því í sumar að fyrir rælni tók hún eftir dökkum fæðingarbletti á bakinu og í staðinn fyrir að láta hann í friði lét hún skoða hann og í ljós kom húðkrabbamein á byrjunarstigi. Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð segir að það hafi bjargað lífi hennar að þetta uppgötvaðist svona snemma á fyrsta stigi. En hún þurfti að fara í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Elísabet segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að fara í sund og er að fara í bikiníbrjóstahaldara og er að reyna reima hann á mig. Ég er að fylgjast með í speglinum og vindi svona rosalega upp á mig að ég sé pínulítinn svartan fæðingarblett. Ég hugsa að þetta sé nú eitthvað skrýtið og ég þurfi nú að panta tíma í haus, þar sem þetta var í júní,“ segir Elísabet og heldur áfram. „Síðan atvikast þetta þannig að ég þarf að fara suður í enda júní og ég var með einhvern blett á nefinu sem ég hafði fengið á Flateyri. Ég fer til læknis og vill láta skoða þetta. Hann segir við mig, frekar hastarlega þar sem hann er vinur minn. Þú verður bara að passa þig, þú ert svo dökk og húðkrabbamein byrjar oft í andlitinu. Þú verður að passa þig á sólinni.“ Beta hafði því næst samband við Húðlæknastöðina. Aðgerðin var umtalsvert stærri en Elísabet gerði sér grein fyrir. „Ég spyr hvort það sé hægt að skanna nefið mitt því ég sé að fara á Flateyri daginn eftir. Hún kemur mér að. Þau skoða nefið á mér og segja strax að þetta sé allt í lagi. En þarna var ég lítið að pæla í bakinu. Ég er síðan á leiðinni út af stofunni þegar ég segi, má ég trufla þig aðeins meira. Ég er með einn lítinn svartan blett á bakinu. Hann skoðar blettinn og segir strax við mig, þetta lítur ekki vel út.“ Bletturinn var rannsakaður og sendur í ræktun. Elísabet fer daginn eftir á Flateyri með það í huga að mögulega þyrfti hún að stökkva til og fara í aðgerð á Ísafirði. „Hann hringir í mig svona viku síðar og ég tilkynnir mér að um sortuæxli sér að ræða. Hann sagði að þetta væri á fyrsta stigi en það væri samt sem áður ekki hægt að segja neitt til um alvarleikann á þessu stigi. Ég fór pínulítið í þann fasa að treysta því að þetta færi vel. Ég fer í aðgerð tíu dögum síðar og þá var tekið meira en þeir ætluðu. Þannig að þessi litli blettur var að valda alveg gríðarlegu tjóni og ég vaknaði í pínu áfalli,“ segir Elísabet sem óttaðist þarna að meinið væri komið í eitlana. „Þegar ég vakna eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust. Hjúkrunarfræðingurinn hélt bara í höndina á mér og grét með mér. Þetta var bara frekar fallegt. Ég þurfti að taka þessu og þeir töku eitla til að vera alveg viss. Ég bað læknana að taka allt og skilja ekkert eftir. Ég skildi labba héðan út krabbameinslaus og það er það sem gerðist og þau stóðu við það,“ segir Elísabet sem er í dag heilsuhraust þrátt fyrir að vera jafna sig eftir veikindin. Ísland í dag Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð segir að það hafi bjargað lífi hennar að þetta uppgötvaðist svona snemma á fyrsta stigi. En hún þurfti að fara í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Elísabet segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að fara í sund og er að fara í bikiníbrjóstahaldara og er að reyna reima hann á mig. Ég er að fylgjast með í speglinum og vindi svona rosalega upp á mig að ég sé pínulítinn svartan fæðingarblett. Ég hugsa að þetta sé nú eitthvað skrýtið og ég þurfi nú að panta tíma í haus, þar sem þetta var í júní,“ segir Elísabet og heldur áfram. „Síðan atvikast þetta þannig að ég þarf að fara suður í enda júní og ég var með einhvern blett á nefinu sem ég hafði fengið á Flateyri. Ég fer til læknis og vill láta skoða þetta. Hann segir við mig, frekar hastarlega þar sem hann er vinur minn. Þú verður bara að passa þig, þú ert svo dökk og húðkrabbamein byrjar oft í andlitinu. Þú verður að passa þig á sólinni.“ Beta hafði því næst samband við Húðlæknastöðina. Aðgerðin var umtalsvert stærri en Elísabet gerði sér grein fyrir. „Ég spyr hvort það sé hægt að skanna nefið mitt því ég sé að fara á Flateyri daginn eftir. Hún kemur mér að. Þau skoða nefið á mér og segja strax að þetta sé allt í lagi. En þarna var ég lítið að pæla í bakinu. Ég er síðan á leiðinni út af stofunni þegar ég segi, má ég trufla þig aðeins meira. Ég er með einn lítinn svartan blett á bakinu. Hann skoðar blettinn og segir strax við mig, þetta lítur ekki vel út.“ Bletturinn var rannsakaður og sendur í ræktun. Elísabet fer daginn eftir á Flateyri með það í huga að mögulega þyrfti hún að stökkva til og fara í aðgerð á Ísafirði. „Hann hringir í mig svona viku síðar og ég tilkynnir mér að um sortuæxli sér að ræða. Hann sagði að þetta væri á fyrsta stigi en það væri samt sem áður ekki hægt að segja neitt til um alvarleikann á þessu stigi. Ég fór pínulítið í þann fasa að treysta því að þetta færi vel. Ég fer í aðgerð tíu dögum síðar og þá var tekið meira en þeir ætluðu. Þannig að þessi litli blettur var að valda alveg gríðarlegu tjóni og ég vaknaði í pínu áfalli,“ segir Elísabet sem óttaðist þarna að meinið væri komið í eitlana. „Þegar ég vakna eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust. Hjúkrunarfræðingurinn hélt bara í höndina á mér og grét með mér. Þetta var bara frekar fallegt. Ég þurfti að taka þessu og þeir töku eitla til að vera alveg viss. Ég bað læknana að taka allt og skilja ekkert eftir. Ég skildi labba héðan út krabbameinslaus og það er það sem gerðist og þau stóðu við það,“ segir Elísabet sem er í dag heilsuhraust þrátt fyrir að vera jafna sig eftir veikindin.
Ísland í dag Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög