Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Snorri Másson skrifar 2. október 2022 20:01 Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. Leikskólinn opnaði í gömlu húsnæði verslunarinnar Adams og Evu um miðjan ágúst. Hann var aðallega hugsaður fyrir 3-6 ára, en mun yngri börn hafa innritast, þannig að rými fyrir tveggja ára eru tómleg og hafa þurft að vera sett saman í skyndi. Á sama hátt er það sýnt í innslaginu hér að ofan að ljósrofar sumir eru ekki komnir í gagnið og skólalóðin er enn ekki nothæf fyrir yngstu hópana. Þrátt fyrir þetta er um að ræða verðlaunabyggingu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á samfélagsmiðlum að Brákarborg hefði hlotið umhverfisverðlaun fyrir umhverfisvæna endurbyggingu á svæðinu. Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. "Aldrei hætta að þora!" https://t.co/8d6pYbYSaC— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 1, 2022 Þau verðlaun heita Græna skóflan og eru veitt af Grænni byggð, félagasamtökum sem Reykjavíkurborg er sjálf stofnaðili að. Framkvæmdastjóri Grænni byggðar hefur sagt í viðtali að verðlaunin séu veitt fyrir þætti eins og kolefnisspor og vistvæn byggingarefni en líka þætti eins og að „fólki líði vel í mannvirkinu.“ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri segir: „Þetta húsnæði sem við fengum hérna er náttúrulega stórkostlegt en það verður ekki stórkostlegt fyrr en allt er komið á sinn stað. Það er ekki nóg að koma húsnæðinu fyrir og henda einhverri starfsemi þarna inn. Við þurfum náttúrulega að hafa tíma til að aðlagast. “ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri Brákarborgar vill helst að framkvæmdir klárist strax.Vísir Kennarar leikskólans gagnrýna einmitt að þann tíma hafi þeir ekki fengið. Iðnaðarmenn við störf allan daginn „Ástandið er þannig að við erum hérna með góðan hóp af iðnaðarmönnum allan daginn inn og út. Við höfum verið í aðlögun bæði með nýtt starfsfólk og ung börn. Hérna eru iðnaðarmenn að trufla og koma í þær aðstæður reglulega sem veldur því að börnin og starfsfólk nær ekki að aðlagast sínum aðstæðum almennilega,“ segir Sólrún. En af hverju er þá verið að opna í ágúst? Hvað gerist þar? „Það sem gerist er bara í fyrsta lagi að húsið átti að vera löngu tilbúið,“ segir Sólrún en sú var ekki raunin. Samt þurfti að byrja að nota húsið, þar sem gamla húsnæði Brákarborgar þurfti að fara til annars leikskóla sem hafði lent í myglu. Það setti þrýsting á að flytja fyrr inn í húsið. „Við erum búin að vera í samtali bæði við Vinnueftirlitið og heilbrigðiseftirlitið í þessu máli. Þar er horft til þess að þetta hafi átt að vera tímabundið ástand. Það ástand hefur náttúrulega lengst. Við höfum áhyggjur af langvarandi þreytu allra aðila,“ segir Sólrún. Áður Adam og Eva, nú leikskólinn Brákarborg.Vísir Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
Leikskólinn opnaði í gömlu húsnæði verslunarinnar Adams og Evu um miðjan ágúst. Hann var aðallega hugsaður fyrir 3-6 ára, en mun yngri börn hafa innritast, þannig að rými fyrir tveggja ára eru tómleg og hafa þurft að vera sett saman í skyndi. Á sama hátt er það sýnt í innslaginu hér að ofan að ljósrofar sumir eru ekki komnir í gagnið og skólalóðin er enn ekki nothæf fyrir yngstu hópana. Þrátt fyrir þetta er um að ræða verðlaunabyggingu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á samfélagsmiðlum að Brákarborg hefði hlotið umhverfisverðlaun fyrir umhverfisvæna endurbyggingu á svæðinu. Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. "Aldrei hætta að þora!" https://t.co/8d6pYbYSaC— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 1, 2022 Þau verðlaun heita Græna skóflan og eru veitt af Grænni byggð, félagasamtökum sem Reykjavíkurborg er sjálf stofnaðili að. Framkvæmdastjóri Grænni byggðar hefur sagt í viðtali að verðlaunin séu veitt fyrir þætti eins og kolefnisspor og vistvæn byggingarefni en líka þætti eins og að „fólki líði vel í mannvirkinu.“ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri segir: „Þetta húsnæði sem við fengum hérna er náttúrulega stórkostlegt en það verður ekki stórkostlegt fyrr en allt er komið á sinn stað. Það er ekki nóg að koma húsnæðinu fyrir og henda einhverri starfsemi þarna inn. Við þurfum náttúrulega að hafa tíma til að aðlagast. “ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri Brákarborgar vill helst að framkvæmdir klárist strax.Vísir Kennarar leikskólans gagnrýna einmitt að þann tíma hafi þeir ekki fengið. Iðnaðarmenn við störf allan daginn „Ástandið er þannig að við erum hérna með góðan hóp af iðnaðarmönnum allan daginn inn og út. Við höfum verið í aðlögun bæði með nýtt starfsfólk og ung börn. Hérna eru iðnaðarmenn að trufla og koma í þær aðstæður reglulega sem veldur því að börnin og starfsfólk nær ekki að aðlagast sínum aðstæðum almennilega,“ segir Sólrún. En af hverju er þá verið að opna í ágúst? Hvað gerist þar? „Það sem gerist er bara í fyrsta lagi að húsið átti að vera löngu tilbúið,“ segir Sólrún en sú var ekki raunin. Samt þurfti að byrja að nota húsið, þar sem gamla húsnæði Brákarborgar þurfti að fara til annars leikskóla sem hafði lent í myglu. Það setti þrýsting á að flytja fyrr inn í húsið. „Við erum búin að vera í samtali bæði við Vinnueftirlitið og heilbrigðiseftirlitið í þessu máli. Þar er horft til þess að þetta hafi átt að vera tímabundið ástand. Það ástand hefur náttúrulega lengst. Við höfum áhyggjur af langvarandi þreytu allra aðila,“ segir Sólrún. Áður Adam og Eva, nú leikskólinn Brákarborg.Vísir
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00