Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2022 21:00 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna. Stöð 2 Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. Aukin harka kallar á betri varnir lögregluþjóna, sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu í dag. Hann kvaðst jafnframt treysta lögreglu til að nota rafbyssurnar af festu og ábyrgð. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður stjórnarflokksins Vinstri grænna segist vissulega skilja vel ákall lögreglu um bætt öryggi. „En ég hef samt efasamdir um það hvort þetta sé leiðin, ég myndi fremur vilja líta til þess að fjölga lögreglumönnum, að þeir séu alltaf tveir eða fleiri saman og fara allar aðrar leiðir en þær að auka vopnaburð lögreglunnar,“ segir Steinunn. Eitt aðaleinkenni hins góða samfélags á Íslandi sé einmitt sú staðreynd að almennir lögreglumenn eru ekki vopnum búnir. „Og ég tel að það sé mikilsvert að halda í það. En hins vegar þarf auðvitað að skoða alltaf á hverjum tíma hvernig samfélagið er og hvernig við getum tryggt bæði öryggi lögreglumanna en svo líka það hvort almennir borgarar treysti og hafi trú á lögreglunni,“ segir Steinunn. Straumur í fimm sekúndur Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna hefur ekki áhyggjur af mögulegri hættu sem gæti fylgt byssunum. „Það er búið að gera margar skýrslur um það og lengi var sagt að þeim sem væru með gangráð væri hætta búin af þessu en það á ekki að vera sérstök hætta. Þetta er straumur í fimm sekúndur. Og það hefur verið sýnt fram á það í Bretlandi að í 80 prósent tilvika, þar sem er hótað að beita þessu þar, þarf ekki að beita þessu. Því fólk gefst upp,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.Stöð 2 Rafbyssur hafi gefist vel í lögreglustarfi á Norðurlöndum og Bretlandi. „Þetta myndi fara í sama valdbeitingarstig og kylfa eða piparúði. Og við teljum, og ég held að það sé alveg öruggt, að það sé ekki meiri hætta af rafbyssu en því. Og jafnvel minni,“ segir Fjölnir. Sjö handteknir Á sama tíma og rafbyssuvæðingin er boðuð er rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka í hámæli. Lögregla heldur þétt að sér spilunum en hélt blaðamannafund í gær. Þar kom fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókninni vegna ættingja hennar sem nefndur hefði verið í skýrslutöku. Sá reyndist faðir hennar, Guðjón Valdimarsson, og var húsleit gerð hjá honum fyrr í vikunni. Þá kom einnig fram á blaðamannafundinum að fleiri hefðu verið handteknir í tengslum við málið frá fyrstu aðgerðum lögreglu fyrr í mánuðinum, þar sem fjórir voru handteknir. Fréttastofa fékk upplýsingar um það í dag að alls hefðu sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Enn eru þó aðeins tveir í gæsluvarðhaldi, eins og komið hefur fram. Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Aukin harka kallar á betri varnir lögregluþjóna, sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu í dag. Hann kvaðst jafnframt treysta lögreglu til að nota rafbyssurnar af festu og ábyrgð. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður stjórnarflokksins Vinstri grænna segist vissulega skilja vel ákall lögreglu um bætt öryggi. „En ég hef samt efasamdir um það hvort þetta sé leiðin, ég myndi fremur vilja líta til þess að fjölga lögreglumönnum, að þeir séu alltaf tveir eða fleiri saman og fara allar aðrar leiðir en þær að auka vopnaburð lögreglunnar,“ segir Steinunn. Eitt aðaleinkenni hins góða samfélags á Íslandi sé einmitt sú staðreynd að almennir lögreglumenn eru ekki vopnum búnir. „Og ég tel að það sé mikilsvert að halda í það. En hins vegar þarf auðvitað að skoða alltaf á hverjum tíma hvernig samfélagið er og hvernig við getum tryggt bæði öryggi lögreglumanna en svo líka það hvort almennir borgarar treysti og hafi trú á lögreglunni,“ segir Steinunn. Straumur í fimm sekúndur Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna hefur ekki áhyggjur af mögulegri hættu sem gæti fylgt byssunum. „Það er búið að gera margar skýrslur um það og lengi var sagt að þeim sem væru með gangráð væri hætta búin af þessu en það á ekki að vera sérstök hætta. Þetta er straumur í fimm sekúndur. Og það hefur verið sýnt fram á það í Bretlandi að í 80 prósent tilvika, þar sem er hótað að beita þessu þar, þarf ekki að beita þessu. Því fólk gefst upp,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.Stöð 2 Rafbyssur hafi gefist vel í lögreglustarfi á Norðurlöndum og Bretlandi. „Þetta myndi fara í sama valdbeitingarstig og kylfa eða piparúði. Og við teljum, og ég held að það sé alveg öruggt, að það sé ekki meiri hætta af rafbyssu en því. Og jafnvel minni,“ segir Fjölnir. Sjö handteknir Á sama tíma og rafbyssuvæðingin er boðuð er rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka í hámæli. Lögregla heldur þétt að sér spilunum en hélt blaðamannafund í gær. Þar kom fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókninni vegna ættingja hennar sem nefndur hefði verið í skýrslutöku. Sá reyndist faðir hennar, Guðjón Valdimarsson, og var húsleit gerð hjá honum fyrr í vikunni. Þá kom einnig fram á blaðamannafundinum að fleiri hefðu verið handteknir í tengslum við málið frá fyrstu aðgerðum lögreglu fyrr í mánuðinum, þar sem fjórir voru handteknir. Fréttastofa fékk upplýsingar um það í dag að alls hefðu sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Enn eru þó aðeins tveir í gæsluvarðhaldi, eins og komið hefur fram.
Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira