Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2022 21:00 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna. Stöð 2 Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. Aukin harka kallar á betri varnir lögregluþjóna, sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu í dag. Hann kvaðst jafnframt treysta lögreglu til að nota rafbyssurnar af festu og ábyrgð. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður stjórnarflokksins Vinstri grænna segist vissulega skilja vel ákall lögreglu um bætt öryggi. „En ég hef samt efasamdir um það hvort þetta sé leiðin, ég myndi fremur vilja líta til þess að fjölga lögreglumönnum, að þeir séu alltaf tveir eða fleiri saman og fara allar aðrar leiðir en þær að auka vopnaburð lögreglunnar,“ segir Steinunn. Eitt aðaleinkenni hins góða samfélags á Íslandi sé einmitt sú staðreynd að almennir lögreglumenn eru ekki vopnum búnir. „Og ég tel að það sé mikilsvert að halda í það. En hins vegar þarf auðvitað að skoða alltaf á hverjum tíma hvernig samfélagið er og hvernig við getum tryggt bæði öryggi lögreglumanna en svo líka það hvort almennir borgarar treysti og hafi trú á lögreglunni,“ segir Steinunn. Straumur í fimm sekúndur Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna hefur ekki áhyggjur af mögulegri hættu sem gæti fylgt byssunum. „Það er búið að gera margar skýrslur um það og lengi var sagt að þeim sem væru með gangráð væri hætta búin af þessu en það á ekki að vera sérstök hætta. Þetta er straumur í fimm sekúndur. Og það hefur verið sýnt fram á það í Bretlandi að í 80 prósent tilvika, þar sem er hótað að beita þessu þar, þarf ekki að beita þessu. Því fólk gefst upp,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.Stöð 2 Rafbyssur hafi gefist vel í lögreglustarfi á Norðurlöndum og Bretlandi. „Þetta myndi fara í sama valdbeitingarstig og kylfa eða piparúði. Og við teljum, og ég held að það sé alveg öruggt, að það sé ekki meiri hætta af rafbyssu en því. Og jafnvel minni,“ segir Fjölnir. Sjö handteknir Á sama tíma og rafbyssuvæðingin er boðuð er rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka í hámæli. Lögregla heldur þétt að sér spilunum en hélt blaðamannafund í gær. Þar kom fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókninni vegna ættingja hennar sem nefndur hefði verið í skýrslutöku. Sá reyndist faðir hennar, Guðjón Valdimarsson, og var húsleit gerð hjá honum fyrr í vikunni. Þá kom einnig fram á blaðamannafundinum að fleiri hefðu verið handteknir í tengslum við málið frá fyrstu aðgerðum lögreglu fyrr í mánuðinum, þar sem fjórir voru handteknir. Fréttastofa fékk upplýsingar um það í dag að alls hefðu sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Enn eru þó aðeins tveir í gæsluvarðhaldi, eins og komið hefur fram. Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Aukin harka kallar á betri varnir lögregluþjóna, sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu í dag. Hann kvaðst jafnframt treysta lögreglu til að nota rafbyssurnar af festu og ábyrgð. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður stjórnarflokksins Vinstri grænna segist vissulega skilja vel ákall lögreglu um bætt öryggi. „En ég hef samt efasamdir um það hvort þetta sé leiðin, ég myndi fremur vilja líta til þess að fjölga lögreglumönnum, að þeir séu alltaf tveir eða fleiri saman og fara allar aðrar leiðir en þær að auka vopnaburð lögreglunnar,“ segir Steinunn. Eitt aðaleinkenni hins góða samfélags á Íslandi sé einmitt sú staðreynd að almennir lögreglumenn eru ekki vopnum búnir. „Og ég tel að það sé mikilsvert að halda í það. En hins vegar þarf auðvitað að skoða alltaf á hverjum tíma hvernig samfélagið er og hvernig við getum tryggt bæði öryggi lögreglumanna en svo líka það hvort almennir borgarar treysti og hafi trú á lögreglunni,“ segir Steinunn. Straumur í fimm sekúndur Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna hefur ekki áhyggjur af mögulegri hættu sem gæti fylgt byssunum. „Það er búið að gera margar skýrslur um það og lengi var sagt að þeim sem væru með gangráð væri hætta búin af þessu en það á ekki að vera sérstök hætta. Þetta er straumur í fimm sekúndur. Og það hefur verið sýnt fram á það í Bretlandi að í 80 prósent tilvika, þar sem er hótað að beita þessu þar, þarf ekki að beita þessu. Því fólk gefst upp,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.Stöð 2 Rafbyssur hafi gefist vel í lögreglustarfi á Norðurlöndum og Bretlandi. „Þetta myndi fara í sama valdbeitingarstig og kylfa eða piparúði. Og við teljum, og ég held að það sé alveg öruggt, að það sé ekki meiri hætta af rafbyssu en því. Og jafnvel minni,“ segir Fjölnir. Sjö handteknir Á sama tíma og rafbyssuvæðingin er boðuð er rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka í hámæli. Lögregla heldur þétt að sér spilunum en hélt blaðamannafund í gær. Þar kom fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókninni vegna ættingja hennar sem nefndur hefði verið í skýrslutöku. Sá reyndist faðir hennar, Guðjón Valdimarsson, og var húsleit gerð hjá honum fyrr í vikunni. Þá kom einnig fram á blaðamannafundinum að fleiri hefðu verið handteknir í tengslum við málið frá fyrstu aðgerðum lögreglu fyrr í mánuðinum, þar sem fjórir voru handteknir. Fréttastofa fékk upplýsingar um það í dag að alls hefðu sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Enn eru þó aðeins tveir í gæsluvarðhaldi, eins og komið hefur fram.
Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira