„Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. september 2022 21:10 Einar Sverrisson skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga í kvöld og braut um leið þúsund marka múrinn fyrir félagið. mynd/selfoss Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, átti stórleik þegar liðið gerði jafntefli gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 31-31. Einar skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga og hans fjórða mark í leiknum var hans þúsundasta fyrir félagið í opinberum keppnisleikjum. „Eigum við ekki að segja að þetta séu blendnar tilfinningar? Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn í þessi þúsund mörk. Það var ákveðið markmið fyrir veturinn þó að það hafi svo sem legið ljóst fyrir að ef maður hefði getað eitthvað þá færi maður alltaf í þúsund. En það er gaman að gera það hér og gaman að fá viðurkenningu fyrir það,“ sagði Einar eftir jafntefli kvöldsins. „En við vorum aðeins klaufar að klára ekki leikinn. Það var það sem var aðalatriðið í kvöld, að reyna að taka tvö stig. En þetta var ekki alveg nógu vel ígrunduð lokasókn hjá okkur og svo var það sama hjá þeim. Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli.“ Leikurinn var gríðarlega jafn í kvöld og munurinn á liðunum varð aldrei meiri en tvö mörk. Einar segir það nokkuð viðbúið þegar þessi lið mætist að leikirnir verði jafnir, en hann þekkir það vel að spila með ÍBV. „Ég þekki náttúrulega vel til Vestmannaeyingana, allavega þeirra fáu sem eru eftir síðan ég var þarna. Mér líkar alltaf vel að spila við þá og þetta eru alltaf svona skemmtilegri leikir fyrir mig og kannski líka fyrir fólkið. Suðurlandsslagur og ég held að þetta hafi verið áhugaverður leikur að horfa á. Þetta var góð skemmtun en því miður hefði ég viljað taka tvö stig.“ Að lokum var Einar spurður að því hvort að hann sæi fyrir sér að bæta við þúsund mörkum í viðbót, enda enn aðeins þrítugur að aldri og nóg eftir af ferlinum. Hann var þó harður á því að það myndi ekki gerast. „Nei, það held ég ekki,“ sagði Einar og hló. Olís-deild karla Handbolti UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að þetta séu blendnar tilfinningar? Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn í þessi þúsund mörk. Það var ákveðið markmið fyrir veturinn þó að það hafi svo sem legið ljóst fyrir að ef maður hefði getað eitthvað þá færi maður alltaf í þúsund. En það er gaman að gera það hér og gaman að fá viðurkenningu fyrir það,“ sagði Einar eftir jafntefli kvöldsins. „En við vorum aðeins klaufar að klára ekki leikinn. Það var það sem var aðalatriðið í kvöld, að reyna að taka tvö stig. En þetta var ekki alveg nógu vel ígrunduð lokasókn hjá okkur og svo var það sama hjá þeim. Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli.“ Leikurinn var gríðarlega jafn í kvöld og munurinn á liðunum varð aldrei meiri en tvö mörk. Einar segir það nokkuð viðbúið þegar þessi lið mætist að leikirnir verði jafnir, en hann þekkir það vel að spila með ÍBV. „Ég þekki náttúrulega vel til Vestmannaeyingana, allavega þeirra fáu sem eru eftir síðan ég var þarna. Mér líkar alltaf vel að spila við þá og þetta eru alltaf svona skemmtilegri leikir fyrir mig og kannski líka fyrir fólkið. Suðurlandsslagur og ég held að þetta hafi verið áhugaverður leikur að horfa á. Þetta var góð skemmtun en því miður hefði ég viljað taka tvö stig.“ Að lokum var Einar spurður að því hvort að hann sæi fyrir sér að bæta við þúsund mörkum í viðbót, enda enn aðeins þrítugur að aldri og nóg eftir af ferlinum. Hann var þó harður á því að það myndi ekki gerast. „Nei, það held ég ekki,“ sagði Einar og hló.
Olís-deild karla Handbolti UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53