Sprengjuhótunin barst til UPS í Bandaríkjunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. september 2022 12:08 Fragtflugvél UPS var lent í Keflavík um klukkan ellefu í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. epa Keflavíkurflugvelli var lokað í nótt eftir að flugvél var lent vegna sprengjuhótunar sem barst bandaríska flutningafyrirtækinu UPS og beindist að pakka um borð. Í honum reyndust vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem lögregla er með til rannsóknar. Fragtflugvél flutningafyrirtækinsins UPS var á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar áhöfn vélarinnar barst sprengjuhótun. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir hótunina hafa borist til UPS í Bandaríkjunum. „Og þeir höfðu samband við áhöfnina og tilkynntu þeim um þennan pakka sem mögulega væri um borð í vélinni.“ Keflavíkurflugvöllur var á þessum tíma næsti völlur og því var óskað eftir leyfi til lendingar um klukkan ellefu í gærkvöld. Flugvélin var rýmd á flugbrautinni eftir lendingu. „Áhöfn vélarinnar skaut út neyðarrennum og yfirgaf vélina með þeim hætti,“ segir Ásmundur. Vellinum var í kjölfarið lokað um tíma og vísa þurfti frá fimm flugvélum sem voru væntanlegar. Tvær fóru til Egilsstaða, ein til Akureyrar og tvær til Skotands. Vélin var dregin inn á svokallað Hot cargo svæði þar sem hættulegur varningur er meðhöndlaður en svæðið er staðsett eins langt frá flugstöð og flugbrautum innan haftasvæðis og hægt er. Þar var viðbúnaðurinn mikill og um þrjátíu manns úr lögreglu, sprengjusveit ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu komu að aðgerðinni. Ásmundur segir sprengjusérfræðinga hafa farið um borð til að finna pakkann. Keflavíkurflugvelli var lokað á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.vísir/vilhelm Rannsaka vökva sem var í pakkanum Leitin er ekki sögð hafa tekið mjög langan tíma en við gegnumlýsingu á pakkanum kom í ljós að torkennilegir hlutir voru í honum. „Í pakkanum reyndist vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem við vitum ekki hvað er, en rannsókn á honum stendur yfir.“ Rannsókn á því hver stóð að sprengjuhótuninni er á valdi bandarískra yfirvalda en íslenska lögregla rannsakar einhverja anga líkt og vökvann um borð. Málið verður því unnið í samvinnu. Aðgerðum lauk ekki fyrr en á níunda tímanum í morgun en Ásmundur segir ýmsa þætti hafa verið tímafreka, líkt og að færa flugvélina. Öllum vélum sem var snúið frá hefur verið lent í Keflavík og atvikið hefur ekki frekari áhrif á ætlunarflug í dag. Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Fragtflugvél flutningafyrirtækinsins UPS var á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar áhöfn vélarinnar barst sprengjuhótun. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir hótunina hafa borist til UPS í Bandaríkjunum. „Og þeir höfðu samband við áhöfnina og tilkynntu þeim um þennan pakka sem mögulega væri um borð í vélinni.“ Keflavíkurflugvöllur var á þessum tíma næsti völlur og því var óskað eftir leyfi til lendingar um klukkan ellefu í gærkvöld. Flugvélin var rýmd á flugbrautinni eftir lendingu. „Áhöfn vélarinnar skaut út neyðarrennum og yfirgaf vélina með þeim hætti,“ segir Ásmundur. Vellinum var í kjölfarið lokað um tíma og vísa þurfti frá fimm flugvélum sem voru væntanlegar. Tvær fóru til Egilsstaða, ein til Akureyrar og tvær til Skotands. Vélin var dregin inn á svokallað Hot cargo svæði þar sem hættulegur varningur er meðhöndlaður en svæðið er staðsett eins langt frá flugstöð og flugbrautum innan haftasvæðis og hægt er. Þar var viðbúnaðurinn mikill og um þrjátíu manns úr lögreglu, sprengjusveit ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu komu að aðgerðinni. Ásmundur segir sprengjusérfræðinga hafa farið um borð til að finna pakkann. Keflavíkurflugvelli var lokað á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.vísir/vilhelm Rannsaka vökva sem var í pakkanum Leitin er ekki sögð hafa tekið mjög langan tíma en við gegnumlýsingu á pakkanum kom í ljós að torkennilegir hlutir voru í honum. „Í pakkanum reyndist vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem við vitum ekki hvað er, en rannsókn á honum stendur yfir.“ Rannsókn á því hver stóð að sprengjuhótuninni er á valdi bandarískra yfirvalda en íslenska lögregla rannsakar einhverja anga líkt og vökvann um borð. Málið verður því unnið í samvinnu. Aðgerðum lauk ekki fyrr en á níunda tímanum í morgun en Ásmundur segir ýmsa þætti hafa verið tímafreka, líkt og að færa flugvélina. Öllum vélum sem var snúið frá hefur verið lent í Keflavík og atvikið hefur ekki frekari áhrif á ætlunarflug í dag.
Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira