Tímabært að lengja fæðingarorlof Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 29. september 2022 11:30 Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul. Það segir okkur auðvitað að verkefnið er stórt en um leið að lausnirnar þurfa að vera fleiri en ein. Lítið er rætt um að gefa foreldrum tækifæri á að vera fæðingarorlofi lengur en í 12 mánuði. Þeir foreldrar sem vilja fengju þá raunverulegt tækifæri á að vera lengur heima. Lengra fæðingarorlof fyrir þá foreldra sem vilja Þegar rúm 20 ár eru frá því að lög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett þarf að rifja upp hver hugmyndafræðin var að baki lagasetningunni. Það fennir nefnilega hratt í sporin. Pabbar fengu þá í fyrsta sinn sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sem fól í sér mikilvæga viðurkenningu á hlutverki og rétti þeirra. Það veitti feðrum mikilvægan rétt til samveru með ungum börnum sínum og styrkti um leið stöðu mæðra ungra barna á vinnumarkaði. Á þessum tíma tók löggjöfin hins vegar ekki tillit til fjölskyldna þar sem foreldar voru af sama kyni, sem er ótrúleg tilhugsun í dag. Einstaklingsbundinn réttur Norðurlöndin færðu síðan foreldrum 12 mánaða fæðingarorlof á meðan Ísland rak lengi lestina með aðeins 9 mánuði. Í Svíþjóð er fæðingarorlof núna16 mánuðir og markmiðið ætti að vera að foreldrar geti tekið lengra fæðingarorlof og að fjölskyldur fái þann aukna stuðning sem felst í lengra orlofi. Foreldrar verða hins vegar að geta tekið fæðingarorlof án þess að tekjutap verði þeim ofviða og þeir þurfi ekki að láta hluta fæðingarorlofs niður falla þegar vilji stendur til að vera í orlofi. Að hækka tekjuþakið er þess vegna skynsamlegt og myndi auk þess styðja við jafnréttismarkmið frumvarpsins. Forsenda fæðingarorlofslaganna á sínum tíma var að réttur til fæðingarorlofs er einstaklingsbundinn réttur. Að barn, sem á tvo foreldra, eigi rétt til samvista við þá báða á fyrstu mánuðum lífs. Ef við viljum halda í markmið um að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði þá skiptir máli að karlar séu ekki síður en konur líklegir til að taka fæðingarorlof. Það er líka grundvallaratriði að lögin koma núna til móts við einstæða foreldra þannig að forsjárforeldri getur fengið fullt fæðingarorlof. Fjölskyldumál eru pólitík Ísland trónir efst á lista World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Að baki þeim árangri er barátta. Sú barátta leiddi til framsækinna laga; fæðingarorlofslög skipta miklu í því sambandi en önnur þýðingarmikil skref voru t.d. lög um jafnlaunavottun, lög um kynjakvóta í stjórnum o.fl. Við búum í samfélagi sem skilur að aðgengilegur leikskóli er bæði gríðarlegt hagsmunamál barnafjölskyldna en um leið stórt jafnréttismál. Og það ætti ekki að þurfa að líta á það sem geimvísindi hversu illa gengur að ráða starfsfólk í leikskólana. Ástæðan er einfaldlega lök kjör kvennastétta. Ef brúa á bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf framsækna hugsun en ekki bara um hagsmuni barnafjölskyldna heldur líka um kjör kvennastétta. Fyrir því hefur Viðreisn talað og lagt fram tillögur á Alþingi um þjóðarátak un bætt kjör kvennastétta. Það var litið til Íslands Ísands fyrir framsækna löggjöf þegar fæðingarorlofslögin voru sett fyrir rúmum tveimur áratugum. Nú er tímabært að taka næsta skref og lengja fæðingarorlof. Það er hægt að gera í skrefum, fyrst í 14 mánuði, svo 16 mánuði og jafnvel loks í 18 mánuði fyrir þá foreldra sem það vilja. Fá verkefni eru mikilvægari en að skapa barnafjölskyldum góða umgjörð eftir að hafa eignast barn. Það er verkefni sem ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman. Og um það eigum við öll að sameinast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alþingi Félagsmál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul. Það segir okkur auðvitað að verkefnið er stórt en um leið að lausnirnar þurfa að vera fleiri en ein. Lítið er rætt um að gefa foreldrum tækifæri á að vera fæðingarorlofi lengur en í 12 mánuði. Þeir foreldrar sem vilja fengju þá raunverulegt tækifæri á að vera lengur heima. Lengra fæðingarorlof fyrir þá foreldra sem vilja Þegar rúm 20 ár eru frá því að lög um fæðingar- og foreldraorlof voru sett þarf að rifja upp hver hugmyndafræðin var að baki lagasetningunni. Það fennir nefnilega hratt í sporin. Pabbar fengu þá í fyrsta sinn sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sem fól í sér mikilvæga viðurkenningu á hlutverki og rétti þeirra. Það veitti feðrum mikilvægan rétt til samveru með ungum börnum sínum og styrkti um leið stöðu mæðra ungra barna á vinnumarkaði. Á þessum tíma tók löggjöfin hins vegar ekki tillit til fjölskyldna þar sem foreldar voru af sama kyni, sem er ótrúleg tilhugsun í dag. Einstaklingsbundinn réttur Norðurlöndin færðu síðan foreldrum 12 mánaða fæðingarorlof á meðan Ísland rak lengi lestina með aðeins 9 mánuði. Í Svíþjóð er fæðingarorlof núna16 mánuðir og markmiðið ætti að vera að foreldrar geti tekið lengra fæðingarorlof og að fjölskyldur fái þann aukna stuðning sem felst í lengra orlofi. Foreldrar verða hins vegar að geta tekið fæðingarorlof án þess að tekjutap verði þeim ofviða og þeir þurfi ekki að láta hluta fæðingarorlofs niður falla þegar vilji stendur til að vera í orlofi. Að hækka tekjuþakið er þess vegna skynsamlegt og myndi auk þess styðja við jafnréttismarkmið frumvarpsins. Forsenda fæðingarorlofslaganna á sínum tíma var að réttur til fæðingarorlofs er einstaklingsbundinn réttur. Að barn, sem á tvo foreldra, eigi rétt til samvista við þá báða á fyrstu mánuðum lífs. Ef við viljum halda í markmið um að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði þá skiptir máli að karlar séu ekki síður en konur líklegir til að taka fæðingarorlof. Það er líka grundvallaratriði að lögin koma núna til móts við einstæða foreldra þannig að forsjárforeldri getur fengið fullt fæðingarorlof. Fjölskyldumál eru pólitík Ísland trónir efst á lista World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Að baki þeim árangri er barátta. Sú barátta leiddi til framsækinna laga; fæðingarorlofslög skipta miklu í því sambandi en önnur þýðingarmikil skref voru t.d. lög um jafnlaunavottun, lög um kynjakvóta í stjórnum o.fl. Við búum í samfélagi sem skilur að aðgengilegur leikskóli er bæði gríðarlegt hagsmunamál barnafjölskyldna en um leið stórt jafnréttismál. Og það ætti ekki að þurfa að líta á það sem geimvísindi hversu illa gengur að ráða starfsfólk í leikskólana. Ástæðan er einfaldlega lök kjör kvennastétta. Ef brúa á bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf framsækna hugsun en ekki bara um hagsmuni barnafjölskyldna heldur líka um kjör kvennastétta. Fyrir því hefur Viðreisn talað og lagt fram tillögur á Alþingi um þjóðarátak un bætt kjör kvennastétta. Það var litið til Íslands Ísands fyrir framsækna löggjöf þegar fæðingarorlofslögin voru sett fyrir rúmum tveimur áratugum. Nú er tímabært að taka næsta skref og lengja fæðingarorlof. Það er hægt að gera í skrefum, fyrst í 14 mánuði, svo 16 mánuði og jafnvel loks í 18 mánuði fyrir þá foreldra sem það vilja. Fá verkefni eru mikilvægari en að skapa barnafjölskyldum góða umgjörð eftir að hafa eignast barn. Það er verkefni sem ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman. Og um það eigum við öll að sameinast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Greinin hefur verið uppfærð.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar