Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 12:20 Veggspjald með mynd af Möshu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í Íran á samstöðufundi með írönskum konum í Berlín á dögunum. Vísir/EPA Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. Dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögregluna í Teheran varð kveikjan að mestu mótmælum í landinu frá árinu 2019. Hún var stöðvuð fyrir að virða ekki strangar reglur um klæðaburð kvenna. Konur hafa meðal annars brennt höfuðklúta sína og klippt hár sitt á meðan mótmælendur kyrja slagorð um dauða harðstjórans Ali Khamenei, æðstaklerks og æðsta leiðtoga landsins. Að minnsta kosti 41 hefur látist í mótmælunum og hundruð aðgerðasinna og fréttamanna hafa verið handtekin, að sögn íranskra ríkisfjölmiðla. Írönsk mannréttindasamtök telja mannfallið enn meira, 76 mótmælendur á ellefu dögum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari Financial Times í Íran segir að undanfarna daga hafi hvítir og grænir sendiferðabílar sem siðgæðislögreglan notar við eftirlit með borgurunum horfið af götum höfuðborgarinnar Teheran. Þeir sjáist ekki einu sinni lengur fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í miðborginni. Saeed Laylaz, sérfræðingur í umbótum í Íran, segir blaðinu að siðgæðislögreglan verði að líkindum ekki lengur á götum landsins. Stjórnvöld muni ekki hafa um annað að velja en að veita ungu miðstéttarfólki í borgum landsins meira frelsi. Ekki er þó búist við því að írönsk stjórnvöld afnemi lögbundna skyldu kvenna til þess að ganga með hijab-andlitsslæðu. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögregluna í Teheran varð kveikjan að mestu mótmælum í landinu frá árinu 2019. Hún var stöðvuð fyrir að virða ekki strangar reglur um klæðaburð kvenna. Konur hafa meðal annars brennt höfuðklúta sína og klippt hár sitt á meðan mótmælendur kyrja slagorð um dauða harðstjórans Ali Khamenei, æðstaklerks og æðsta leiðtoga landsins. Að minnsta kosti 41 hefur látist í mótmælunum og hundruð aðgerðasinna og fréttamanna hafa verið handtekin, að sögn íranskra ríkisfjölmiðla. Írönsk mannréttindasamtök telja mannfallið enn meira, 76 mótmælendur á ellefu dögum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari Financial Times í Íran segir að undanfarna daga hafi hvítir og grænir sendiferðabílar sem siðgæðislögreglan notar við eftirlit með borgurunum horfið af götum höfuðborgarinnar Teheran. Þeir sjáist ekki einu sinni lengur fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í miðborginni. Saeed Laylaz, sérfræðingur í umbótum í Íran, segir blaðinu að siðgæðislögreglan verði að líkindum ekki lengur á götum landsins. Stjórnvöld muni ekki hafa um annað að velja en að veita ungu miðstéttarfólki í borgum landsins meira frelsi. Ekki er þó búist við því að írönsk stjórnvöld afnemi lögbundna skyldu kvenna til þess að ganga með hijab-andlitsslæðu.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent