Vextir, verðbólga og öskrandi verkkvíði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. september 2022 18:02 Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Nýtt fjárlagafrumvarp geymir hins vegar fá svör. Þar vantar markviss skref um aðhald í ríkisrekstri sem er mikilvægur þáttur þess að halda verðbólgu í skefjum. Þar vantar aðgerðir gegn verðbólgu og viðbrögð við vaxtahækkunum. Þar vantar framtíðarsýn og metnað fyrir heilbrigðiskerfið. Tekjuöflun eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu er ómarkviss – og hún er ósanngjörn. Þar virðist einfaldlega vanta skilning á því hver veruleiki margra heimila er. Alls konar gjöld hækka sem auka byrðar heimilanna – á meðan veiðigjöld standa óhreyfð. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Verðbólgan er ekki séríslenskt vandamál. En vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt meira hér á landi en t.d. í Danmörku þrátt fyrir að þar sé svipuð verðbólga. En það eru ekki bara heimilin í landinu sem glíma við þungar afborganir. Fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vextir. Í þann kostnað fara fjármunir sem annars væri hægt að nýta í heilbrigðis- og velferðarkerfið. Það er dýrt að skulda en í stað þess að sýna aðhald og lækka kostnaðinn af skuldunum er vandanum bara slegið á frest og fluttur í fang næstu ríkisstjórnar. Það virðist ekki einu sinni þykja neitt til að staldra við hjá ríkisstjórninni að hallinn fyrir árið 2023 er næstum 90 milljarðar. Og það virðist ekki heldur þykja neitt til að tala um að það er stefnt að áframhaldandi halla næstu árin, reyndar alveg til 2027. Gjöld hækkuð á almenning Við kynningu á fjárlagafrumvarpinu talaði fjármálaráðherra um tækifæri í einfaldara kerfi og sameiningu ríkisstofnana. Verst er að það er ekkert að finna um þessi tækifæri í frumvarpinu. Engar leiðir kynntar og ekkert plan. Það er eins og það sé feimnismál að reyna að snúa við hallarekstri ríkissjóðs, sem nemur yfir 500 milljörðum króna frá árinu 2019. Í stað þess að ríkisstjórnin leiti leiða til að draga úr kostnaði hefur ríkisstjórnin farið þá leið að hækka alls konar gjöld á almenning og auka á sama tíma útgjöld ríkisins. Millitekjufólk sem fær á sig skelllinn er auðvitað sama fólk og hefur í allt sumar fundið harkalega fyrir hækkandi vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi. Við blasir að auknar byrðar eru enn þyngri fyrir þá hópa sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Þau gjöld sem hækka munu ekki aðeins bíta heimilin heldur eru þau líkleg til að auka verðbólgu. Auðvelda leiðin fyrir stjórnvöld, en reikningurinn til almennings Fjármálaráðherra talar um að ríkisfjármálin þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um að ná niður verðbólgu. Það er rétt hjá honum. Ríkisstjórnin gegnir mikilvægu hlutverki þar. Nýja fjárlagafrumvarpið hans ómar hins vegar þær áherslur á engan hátt. Þar eru engar aðgerðir sjáanlegar. Krónutölugjöld eru hins vegar hækkuð miðað við vísitölu, eins og venjulega, þótt þau renni beint út í vísitölu neysluverðs. Ríkisstjórnin skilur Seðlabankann einan eftir með það mikilvæga verkefni að ná tökum á verðbólgu. Ríkisstjórnin stendur sjálf á hliðarlínunni og talar um að staðan sé í sjálfu sér góð. Staðreyndin er að ríkisstjórnin fer leið sem er stjórnvöldum auðveld en almenningi erfið. Ríkisstjórnin er eins og lömuð af verkkvíða og heldur sig þess vegna bara við að gera það sem hún er vön að gera: að fresta því að takast á við vandamál en auka umsvif ríkisins án þess þó að bæta þjónustu við almenning. Áfram fer fjármagn í að greiða vexti en ekki í að styrkja innviði og brýn velferðarmál. Áfram er talað um að staðan sé góð svona miðað við að skuldirnar gætu kannski jafnvel bara verið enn hærri. Áfram gerist lítið sem ekkert. Fyrir það greiða heimili og fyrirtæki í landinu hátt gjald. Þau eru skilin eftir með reikninginn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Nýtt fjárlagafrumvarp geymir hins vegar fá svör. Þar vantar markviss skref um aðhald í ríkisrekstri sem er mikilvægur þáttur þess að halda verðbólgu í skefjum. Þar vantar aðgerðir gegn verðbólgu og viðbrögð við vaxtahækkunum. Þar vantar framtíðarsýn og metnað fyrir heilbrigðiskerfið. Tekjuöflun eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu er ómarkviss – og hún er ósanngjörn. Þar virðist einfaldlega vanta skilning á því hver veruleiki margra heimila er. Alls konar gjöld hækka sem auka byrðar heimilanna – á meðan veiðigjöld standa óhreyfð. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Verðbólgan er ekki séríslenskt vandamál. En vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt meira hér á landi en t.d. í Danmörku þrátt fyrir að þar sé svipuð verðbólga. En það eru ekki bara heimilin í landinu sem glíma við þungar afborganir. Fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vextir. Í þann kostnað fara fjármunir sem annars væri hægt að nýta í heilbrigðis- og velferðarkerfið. Það er dýrt að skulda en í stað þess að sýna aðhald og lækka kostnaðinn af skuldunum er vandanum bara slegið á frest og fluttur í fang næstu ríkisstjórnar. Það virðist ekki einu sinni þykja neitt til að staldra við hjá ríkisstjórninni að hallinn fyrir árið 2023 er næstum 90 milljarðar. Og það virðist ekki heldur þykja neitt til að tala um að það er stefnt að áframhaldandi halla næstu árin, reyndar alveg til 2027. Gjöld hækkuð á almenning Við kynningu á fjárlagafrumvarpinu talaði fjármálaráðherra um tækifæri í einfaldara kerfi og sameiningu ríkisstofnana. Verst er að það er ekkert að finna um þessi tækifæri í frumvarpinu. Engar leiðir kynntar og ekkert plan. Það er eins og það sé feimnismál að reyna að snúa við hallarekstri ríkissjóðs, sem nemur yfir 500 milljörðum króna frá árinu 2019. Í stað þess að ríkisstjórnin leiti leiða til að draga úr kostnaði hefur ríkisstjórnin farið þá leið að hækka alls konar gjöld á almenning og auka á sama tíma útgjöld ríkisins. Millitekjufólk sem fær á sig skelllinn er auðvitað sama fólk og hefur í allt sumar fundið harkalega fyrir hækkandi vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi. Við blasir að auknar byrðar eru enn þyngri fyrir þá hópa sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Þau gjöld sem hækka munu ekki aðeins bíta heimilin heldur eru þau líkleg til að auka verðbólgu. Auðvelda leiðin fyrir stjórnvöld, en reikningurinn til almennings Fjármálaráðherra talar um að ríkisfjármálin þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um að ná niður verðbólgu. Það er rétt hjá honum. Ríkisstjórnin gegnir mikilvægu hlutverki þar. Nýja fjárlagafrumvarpið hans ómar hins vegar þær áherslur á engan hátt. Þar eru engar aðgerðir sjáanlegar. Krónutölugjöld eru hins vegar hækkuð miðað við vísitölu, eins og venjulega, þótt þau renni beint út í vísitölu neysluverðs. Ríkisstjórnin skilur Seðlabankann einan eftir með það mikilvæga verkefni að ná tökum á verðbólgu. Ríkisstjórnin stendur sjálf á hliðarlínunni og talar um að staðan sé í sjálfu sér góð. Staðreyndin er að ríkisstjórnin fer leið sem er stjórnvöldum auðveld en almenningi erfið. Ríkisstjórnin er eins og lömuð af verkkvíða og heldur sig þess vegna bara við að gera það sem hún er vön að gera: að fresta því að takast á við vandamál en auka umsvif ríkisins án þess þó að bæta þjónustu við almenning. Áfram fer fjármagn í að greiða vexti en ekki í að styrkja innviði og brýn velferðarmál. Áfram er talað um að staðan sé góð svona miðað við að skuldirnar gætu kannski jafnvel bara verið enn hærri. Áfram gerist lítið sem ekkert. Fyrir það greiða heimili og fyrirtæki í landinu hátt gjald. Þau eru skilin eftir með reikninginn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar