Á vef Faxaflóahafna segir að umsóknarfrestur hafi runnið út 21. september síðastliðinn. Viðkomandi mun taka við embættinu af Magnúsi Þór Ásmundssyni sem ráðinn var forstjóri RARIK í vor.
Umsóknir bárust frá eftirtöldum:
- Elías Pétursson – Fyrrv. bæjarstjóri
- Gísli Halldór Halldórsson – Fyrrv. bæjarstjóri
- Gunnar Tryggvason – Starfandi hafnarstjóri
- Haraldur Sverrisson – Fyrrv. bæjarstjóri
- Jón Valgeir Björnsson – Deildarstjóri
- Karl Óttar Pétursson – Lögmaður
- Kristín Björg Árnadóttir – Framkvæmdastjóri fjármálasviðs