Risastór viðburður innan vísindasamfélagsins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 21:44 Við áreksturinn hnikast sporbraut smástirnisins Dímorfosar um móðurhnöttinn Dídýmos lítillega til. Breytingin verður mæld með sjónaukum næstu mánuði. AP/NASA Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir viðburðinn stórmerkilegan. Hann ætlar að fylgjast vel með útsendingu NASA en talið er að geimfarið muni brotlenda á smástirninu klukkan 23.14 á íslenskum tíma í kvöld. Hér er hægt að horfa á beina útsendingu af viðburðinum. „Það er mjög mikill spenningur í stjörnufræðisamfélaginu fyrir því af því að þarna erum við í fyrsta skipti að reyna að færa til smástirni og kanna hvort við búum yfir tækninni og getunni að koma í veg fyrir að það fari fyrir okkur eins og fór fyrir risaeðlunum,“ segir Sævar Helgi. Eins og býfluga á framrúðu bíls Vísindamenn munu komast að því eftir nokkrar vikur hvort tilraunin hafi heppnast, þegar búið er að mæla ferðatíma smástirnisins í kringum móðurhnöttinn. Það krefst sameiginlegs átaks flestallra sjónauka á jörðinni og munu því fjölmargir vísindamenn fylgjast grannt með. Brotlendingin verður þó líklega ekki jafn rosaleg og hún hljómar. Sævar líkir viðburðinum við býflugu sem hafnar á framúðu bíls. Geimfarið er enda ekki nema 570 kíló að þyngd en smástirnið eru um 160 metrar í þvermál. „Þetta hefur hverfandi áhrif á smástirnið og kemur ekki til með að breyta nokkrum sköpuðum hlut öðrum en því að það kemur til með að hægja örlítið á ferðalagi sínu í kringum móðursmástirnið. Og það er akkúrat það sem við erum að reyna að mæla – hvort að þetta virki,“ segir Sævar Helgi. Hann segir tilraunina nauðsynlega enda fjölmörg smástirni sem skera braut jarðar. Einhvern tímann í framtíðinni gæti smástirni hafnað á jörðinni, en annað eins hefur nú gerst. Loftsteinar sem eru 50 metrar í þvermál gætu lagt heila borg í rúst. „Þetta eru svona fyrirbyggjandi aðgerðir og eitthvað sem mannkynið á að taka alvarlega af því þetta hefur svo sannarlega gerst áður i sögu jarðarinnar. Og þá hefur illa farið fyrir því lífi sem varð fyrir því. “segir Sævar Helgi og nefnir risaeðlurnar aftur sem dæmi. Geimurinn Tækni Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir viðburðinn stórmerkilegan. Hann ætlar að fylgjast vel með útsendingu NASA en talið er að geimfarið muni brotlenda á smástirninu klukkan 23.14 á íslenskum tíma í kvöld. Hér er hægt að horfa á beina útsendingu af viðburðinum. „Það er mjög mikill spenningur í stjörnufræðisamfélaginu fyrir því af því að þarna erum við í fyrsta skipti að reyna að færa til smástirni og kanna hvort við búum yfir tækninni og getunni að koma í veg fyrir að það fari fyrir okkur eins og fór fyrir risaeðlunum,“ segir Sævar Helgi. Eins og býfluga á framrúðu bíls Vísindamenn munu komast að því eftir nokkrar vikur hvort tilraunin hafi heppnast, þegar búið er að mæla ferðatíma smástirnisins í kringum móðurhnöttinn. Það krefst sameiginlegs átaks flestallra sjónauka á jörðinni og munu því fjölmargir vísindamenn fylgjast grannt með. Brotlendingin verður þó líklega ekki jafn rosaleg og hún hljómar. Sævar líkir viðburðinum við býflugu sem hafnar á framúðu bíls. Geimfarið er enda ekki nema 570 kíló að þyngd en smástirnið eru um 160 metrar í þvermál. „Þetta hefur hverfandi áhrif á smástirnið og kemur ekki til með að breyta nokkrum sköpuðum hlut öðrum en því að það kemur til með að hægja örlítið á ferðalagi sínu í kringum móðursmástirnið. Og það er akkúrat það sem við erum að reyna að mæla – hvort að þetta virki,“ segir Sævar Helgi. Hann segir tilraunina nauðsynlega enda fjölmörg smástirni sem skera braut jarðar. Einhvern tímann í framtíðinni gæti smástirni hafnað á jörðinni, en annað eins hefur nú gerst. Loftsteinar sem eru 50 metrar í þvermál gætu lagt heila borg í rúst. „Þetta eru svona fyrirbyggjandi aðgerðir og eitthvað sem mannkynið á að taka alvarlega af því þetta hefur svo sannarlega gerst áður i sögu jarðarinnar. Og þá hefur illa farið fyrir því lífi sem varð fyrir því. “segir Sævar Helgi og nefnir risaeðlurnar aftur sem dæmi.
Geimurinn Tækni Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32
Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05
Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39