Orðin lenska að taka langan tíma í kjarasamninga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. september 2022 16:39 Aðalsteinn Leifsson tók við starfi ríkissáttasemjara fyrir tveimur árum. vísir/vilhelm Yfir 99 prósent kjarasamninga á Íslandi renna út áður en nýr samningur er gerður. Þetta er of hátt hlutfall sem skapar óvissu fyrir launafólk og atvinnurekendur að mati ríkissáttasemjara. Hann vonar að hægt verði að breyta þessari hefð í náinni framtíð. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir þann 1. nóvember næstkomandi og á opinberum markaði í lok mars á næsta ári. Alls eru þetta vel á fjórða hundrað samninga en viðræður eru þegar hafnar hjá nokkrum stéttum við Samtök atvinnulífsins. Auðvitað er mjög langt í land; hér virðist nefnilega lenska fyrir löngum samningaviðræðum. Í síðustu kjarasamningslotu árið 2018 runnu samningar út í yfir 99 prósent tilfella áður en nýr samningur var gerður. Rúmur helmingur þessara samninga enduðu í deilu sem ríkissáttasemjari varð að koma að. „Ég held að það sé mjög hátt hlutfall á alla mælikvarða. Og við erum enn þá með ellefu mál hér hjá ríkissáttasemjara, þannig að síðasta kjarasamningslota er ekki alveg búin þó að þessi nýja sé þegar hafin,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Þetta er óvenjulegt þegar litið er til nágrannaríkja okkar. Engin aðgengileg tölfræði er til um þessi mál í Norðurlöndunum en Aðalsteinn segir dæmið öfugt þar; mun færri mál enda í deilum hjá ríkissáttasemjara og þar hefja menn samningaviðræður mun fyrr. „Það geta verið margar ástæður fyrir því en það er ákveðin lenska hérna að kjarasamningarnir taka langan tíma. Þannig að í yfir 99 prósent tilvika þá er fyrri samningur runninn út áður en að nýr samningur er undirritaður. Og það er gríðarlega hátt hlutfall í öllum samanburði,“ segir Aðalsteinn. Þetta ástand er ekki eins og verður best á kosið að hans mati en hann vonar að staðan verði önnur í komandi kjarasamningslotu en í þeirri síðustu. „Ég held að ef að okkur tekst að vinna saman og tryggja að fleiri kjarasamningar náist áður en að fyrri samningur rennur út að þá hafi allir ágóða af því vegna þess að launafólk veit þá hvað tekur við og launagreiðendur hafa þá líka vissu fyrir því hvernig framtíðin verður. Það er þessi óvissa sem er erfið fyrir alla held ég,“ segir Aðalsteinn. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir þann 1. nóvember næstkomandi og á opinberum markaði í lok mars á næsta ári. Alls eru þetta vel á fjórða hundrað samninga en viðræður eru þegar hafnar hjá nokkrum stéttum við Samtök atvinnulífsins. Auðvitað er mjög langt í land; hér virðist nefnilega lenska fyrir löngum samningaviðræðum. Í síðustu kjarasamningslotu árið 2018 runnu samningar út í yfir 99 prósent tilfella áður en nýr samningur var gerður. Rúmur helmingur þessara samninga enduðu í deilu sem ríkissáttasemjari varð að koma að. „Ég held að það sé mjög hátt hlutfall á alla mælikvarða. Og við erum enn þá með ellefu mál hér hjá ríkissáttasemjara, þannig að síðasta kjarasamningslota er ekki alveg búin þó að þessi nýja sé þegar hafin,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Þetta er óvenjulegt þegar litið er til nágrannaríkja okkar. Engin aðgengileg tölfræði er til um þessi mál í Norðurlöndunum en Aðalsteinn segir dæmið öfugt þar; mun færri mál enda í deilum hjá ríkissáttasemjara og þar hefja menn samningaviðræður mun fyrr. „Það geta verið margar ástæður fyrir því en það er ákveðin lenska hérna að kjarasamningarnir taka langan tíma. Þannig að í yfir 99 prósent tilvika þá er fyrri samningur runninn út áður en að nýr samningur er undirritaður. Og það er gríðarlega hátt hlutfall í öllum samanburði,“ segir Aðalsteinn. Þetta ástand er ekki eins og verður best á kosið að hans mati en hann vonar að staðan verði önnur í komandi kjarasamningslotu en í þeirri síðustu. „Ég held að ef að okkur tekst að vinna saman og tryggja að fleiri kjarasamningar náist áður en að fyrri samningur rennur út að þá hafi allir ágóða af því vegna þess að launafólk veit þá hvað tekur við og launagreiðendur hafa þá líka vissu fyrir því hvernig framtíðin verður. Það er þessi óvissa sem er erfið fyrir alla held ég,“ segir Aðalsteinn.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir