Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 22:16 Sveinn Margeir Hauksson er mættur í U21-landsliðshópinn sem leikur tvo leiki við Tékka um sæti á EM. vísir/Arnar KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson þurfti að hafa hraðar hendur þegar hann var óvænt kallaður inn í íslenska U21-hópinn í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Tékka um sæti í lokakeppni EM. Sveinn Margeir var mættur á æfingu í Víkinni klukkan 11 í dag en þar fer fyrri leikurinn við Tékka fram síðdegis á morgun. Hann var kallaður inn þegar ljóst varð að Kristall Máni Ingason yrði ekki með vegna meiðsla. „Það var skemmtilegt að fá að heyra þetta í gærkvöldi. Þetta var erfitt ferðalag í morgun en það er gaman að vera kominn og hitta strákana,“ sagði Sveinn við Vísi fyrir æfinguna í dag. Fékk hann sem sagt ekki flug að norðan? „Það var uppselt í flugvélina þannig að ég keyrði í morgun frá Akureyri. Við vöknuðum klukkan fimm og skiptumst á að keyra, ég og kærastan,“ sagði Sveinn hress í bragði. Reyndi að láta þetta vera blóð á tennurnar Eftir góða frammistöðu með KA hefur Sveinn eflaust gert sér vonir um sæti í U21-landsliðinu en nafn hans var hvergi að sjá þegar hópurinn var kynntur síðasta föstudag. „Ég reyndi nú bara að láta þetta vera blóð á tennurnar. Ég hef bara verið þolinmóður og auðvitað er mjög gaman að fá þetta núna. Það verður bara gaman að sjá hvernig gengur.“ Klippa: Sveinn Margeir mættur í U21-landsliðið Sveinn Margeir er mikilvægur hlekkur í liði KA sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. „Okkur er búið að ganga mjög vel í KA og sérstaklega á meðan Nökkvi [Þeyr Þórisson] var enn með okkur. Við erum svo líka alveg búnir að sýna það eftir að hann fór að við erum ekkert vængbrotnir án hans, þó að auðvitað sé hræðilegt að missa hann. Frábær náungi. En það verður gaman að sjá hvernig þessi úrslitakeppni spilast. Ég byrjaði sjálfur tímabilið aðeins hægt en það hefur verið stígandi hjá mér. Það er fínt að koma inn nokkrum stoðsendingum, sérstaklega á Nökkva. Það er gaman að leggja upp á hann,“ sagði Sveinn. Hef fulla trú á okkur Nú þarf hann hins vegar að einbeita sér að Tékkum og leikjunum við þá: „Ég er ekki búinn að skoða þá enn en helli mér yfir þá í kvöld og stúdera þá aðeins. En ég hef fulla trú á okkur og vona að við vinnum þetta,“ sagði Sveinn, meðvitaður um að íslenska liðið er mögulega tveimur leikjum frá því að komast á stórmót: „Það er vægast sagt mjög spennandi.“ Leikur Íslands og Tékklands er á Víkingsvelli á morgun, föstudag, klukkan 16. Miðasala er á tix.is. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Fleiri fréttir Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira
KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson þurfti að hafa hraðar hendur þegar hann var óvænt kallaður inn í íslenska U21-hópinn í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Tékka um sæti í lokakeppni EM. Sveinn Margeir var mættur á æfingu í Víkinni klukkan 11 í dag en þar fer fyrri leikurinn við Tékka fram síðdegis á morgun. Hann var kallaður inn þegar ljóst varð að Kristall Máni Ingason yrði ekki með vegna meiðsla. „Það var skemmtilegt að fá að heyra þetta í gærkvöldi. Þetta var erfitt ferðalag í morgun en það er gaman að vera kominn og hitta strákana,“ sagði Sveinn við Vísi fyrir æfinguna í dag. Fékk hann sem sagt ekki flug að norðan? „Það var uppselt í flugvélina þannig að ég keyrði í morgun frá Akureyri. Við vöknuðum klukkan fimm og skiptumst á að keyra, ég og kærastan,“ sagði Sveinn hress í bragði. Reyndi að láta þetta vera blóð á tennurnar Eftir góða frammistöðu með KA hefur Sveinn eflaust gert sér vonir um sæti í U21-landsliðinu en nafn hans var hvergi að sjá þegar hópurinn var kynntur síðasta föstudag. „Ég reyndi nú bara að láta þetta vera blóð á tennurnar. Ég hef bara verið þolinmóður og auðvitað er mjög gaman að fá þetta núna. Það verður bara gaman að sjá hvernig gengur.“ Klippa: Sveinn Margeir mættur í U21-landsliðið Sveinn Margeir er mikilvægur hlekkur í liði KA sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. „Okkur er búið að ganga mjög vel í KA og sérstaklega á meðan Nökkvi [Þeyr Þórisson] var enn með okkur. Við erum svo líka alveg búnir að sýna það eftir að hann fór að við erum ekkert vængbrotnir án hans, þó að auðvitað sé hræðilegt að missa hann. Frábær náungi. En það verður gaman að sjá hvernig þessi úrslitakeppni spilast. Ég byrjaði sjálfur tímabilið aðeins hægt en það hefur verið stígandi hjá mér. Það er fínt að koma inn nokkrum stoðsendingum, sérstaklega á Nökkva. Það er gaman að leggja upp á hann,“ sagði Sveinn. Hef fulla trú á okkur Nú þarf hann hins vegar að einbeita sér að Tékkum og leikjunum við þá: „Ég er ekki búinn að skoða þá enn en helli mér yfir þá í kvöld og stúdera þá aðeins. En ég hef fulla trú á okkur og vona að við vinnum þetta,“ sagði Sveinn, meðvitaður um að íslenska liðið er mögulega tveimur leikjum frá því að komast á stórmót: „Það er vægast sagt mjög spennandi.“ Leikur Íslands og Tékklands er á Víkingsvelli á morgun, föstudag, klukkan 16. Miðasala er á tix.is.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Fleiri fréttir Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira
Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45
„Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01