Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 22:16 Sveinn Margeir Hauksson er mættur í U21-landsliðshópinn sem leikur tvo leiki við Tékka um sæti á EM. vísir/Arnar KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson þurfti að hafa hraðar hendur þegar hann var óvænt kallaður inn í íslenska U21-hópinn í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Tékka um sæti í lokakeppni EM. Sveinn Margeir var mættur á æfingu í Víkinni klukkan 11 í dag en þar fer fyrri leikurinn við Tékka fram síðdegis á morgun. Hann var kallaður inn þegar ljóst varð að Kristall Máni Ingason yrði ekki með vegna meiðsla. „Það var skemmtilegt að fá að heyra þetta í gærkvöldi. Þetta var erfitt ferðalag í morgun en það er gaman að vera kominn og hitta strákana,“ sagði Sveinn við Vísi fyrir æfinguna í dag. Fékk hann sem sagt ekki flug að norðan? „Það var uppselt í flugvélina þannig að ég keyrði í morgun frá Akureyri. Við vöknuðum klukkan fimm og skiptumst á að keyra, ég og kærastan,“ sagði Sveinn hress í bragði. Reyndi að láta þetta vera blóð á tennurnar Eftir góða frammistöðu með KA hefur Sveinn eflaust gert sér vonir um sæti í U21-landsliðinu en nafn hans var hvergi að sjá þegar hópurinn var kynntur síðasta föstudag. „Ég reyndi nú bara að láta þetta vera blóð á tennurnar. Ég hef bara verið þolinmóður og auðvitað er mjög gaman að fá þetta núna. Það verður bara gaman að sjá hvernig gengur.“ Klippa: Sveinn Margeir mættur í U21-landsliðið Sveinn Margeir er mikilvægur hlekkur í liði KA sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. „Okkur er búið að ganga mjög vel í KA og sérstaklega á meðan Nökkvi [Þeyr Þórisson] var enn með okkur. Við erum svo líka alveg búnir að sýna það eftir að hann fór að við erum ekkert vængbrotnir án hans, þó að auðvitað sé hræðilegt að missa hann. Frábær náungi. En það verður gaman að sjá hvernig þessi úrslitakeppni spilast. Ég byrjaði sjálfur tímabilið aðeins hægt en það hefur verið stígandi hjá mér. Það er fínt að koma inn nokkrum stoðsendingum, sérstaklega á Nökkva. Það er gaman að leggja upp á hann,“ sagði Sveinn. Hef fulla trú á okkur Nú þarf hann hins vegar að einbeita sér að Tékkum og leikjunum við þá: „Ég er ekki búinn að skoða þá enn en helli mér yfir þá í kvöld og stúdera þá aðeins. En ég hef fulla trú á okkur og vona að við vinnum þetta,“ sagði Sveinn, meðvitaður um að íslenska liðið er mögulega tveimur leikjum frá því að komast á stórmót: „Það er vægast sagt mjög spennandi.“ Leikur Íslands og Tékklands er á Víkingsvelli á morgun, föstudag, klukkan 16. Miðasala er á tix.is. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson þurfti að hafa hraðar hendur þegar hann var óvænt kallaður inn í íslenska U21-hópinn í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Tékka um sæti í lokakeppni EM. Sveinn Margeir var mættur á æfingu í Víkinni klukkan 11 í dag en þar fer fyrri leikurinn við Tékka fram síðdegis á morgun. Hann var kallaður inn þegar ljóst varð að Kristall Máni Ingason yrði ekki með vegna meiðsla. „Það var skemmtilegt að fá að heyra þetta í gærkvöldi. Þetta var erfitt ferðalag í morgun en það er gaman að vera kominn og hitta strákana,“ sagði Sveinn við Vísi fyrir æfinguna í dag. Fékk hann sem sagt ekki flug að norðan? „Það var uppselt í flugvélina þannig að ég keyrði í morgun frá Akureyri. Við vöknuðum klukkan fimm og skiptumst á að keyra, ég og kærastan,“ sagði Sveinn hress í bragði. Reyndi að láta þetta vera blóð á tennurnar Eftir góða frammistöðu með KA hefur Sveinn eflaust gert sér vonir um sæti í U21-landsliðinu en nafn hans var hvergi að sjá þegar hópurinn var kynntur síðasta föstudag. „Ég reyndi nú bara að láta þetta vera blóð á tennurnar. Ég hef bara verið þolinmóður og auðvitað er mjög gaman að fá þetta núna. Það verður bara gaman að sjá hvernig gengur.“ Klippa: Sveinn Margeir mættur í U21-landsliðið Sveinn Margeir er mikilvægur hlekkur í liði KA sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. „Okkur er búið að ganga mjög vel í KA og sérstaklega á meðan Nökkvi [Þeyr Þórisson] var enn með okkur. Við erum svo líka alveg búnir að sýna það eftir að hann fór að við erum ekkert vængbrotnir án hans, þó að auðvitað sé hræðilegt að missa hann. Frábær náungi. En það verður gaman að sjá hvernig þessi úrslitakeppni spilast. Ég byrjaði sjálfur tímabilið aðeins hægt en það hefur verið stígandi hjá mér. Það er fínt að koma inn nokkrum stoðsendingum, sérstaklega á Nökkva. Það er gaman að leggja upp á hann,“ sagði Sveinn. Hef fulla trú á okkur Nú þarf hann hins vegar að einbeita sér að Tékkum og leikjunum við þá: „Ég er ekki búinn að skoða þá enn en helli mér yfir þá í kvöld og stúdera þá aðeins. En ég hef fulla trú á okkur og vona að við vinnum þetta,“ sagði Sveinn, meðvitaður um að íslenska liðið er mögulega tveimur leikjum frá því að komast á stórmót: „Það er vægast sagt mjög spennandi.“ Leikur Íslands og Tékklands er á Víkingsvelli á morgun, föstudag, klukkan 16. Miðasala er á tix.is.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli. 22. september 2022 10:45
„Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01