James tilkynnti ákvörðun sína í dag en embættið hefur verið með Trump til rannsóknar í nokkur ár vegna viðskiptahátta fyrirtækis hans í New York, Trump Organization. Auk þeirra hefur mál einnig verið höfðað gegn Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækisins, og Jeffrey McConney, sem hefur einnig starfað lengi innan fyrirtækisins.
Weisselberg játaði nýverið sekt í öðru máli sem sneri að því að hann hefði ekki greitt skatt af rúmlega 1,7 milljón dala launagreiðslum í formi fríðinda. Samhliða því að játa allar ákærurnar gegn sér samþykkti hann einnig að bera mögulega vitni gegn Trump í dómsmálinu sem höfðað var í dag.
Sjá einnig: Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik
Málið snýr meðal annars að eignum Trumps í New York, Chicago og Washington D.C. og því að Trump og aðrir sem að málinu koma hafi ýmist ýkt virði eigna þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum.

James segir að Trump hafi ýkti virði sitt um milljarða dala í gegnum árin, þegar það hentaði honum.
Trump og börn hans hafa ekki verið ákærð, þar sem rannsókn James var ekki sakamálarannsókn. Hún sagði þó í dag að vísbendingar sem gætu verið notaðar til formlegrar ákæru hafi verið áframsendar til alríkissaksóknara og skattayfirvalda.
Trump stendur frammi fyrir fjölmörgum rannsóknum og dómsmálum þessa dagana. Þessi mál snúa meðal annars að vörslu hans á opinberum og leynilegum gögnum, kosningasjóðum hans og viðleitni hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020.
Meðal þess sem James fer fram á er að Trump verði gert að greiða 250 milljón dala í sektir og að Trump og fyrirtækinu verði meinað að kaupa eignir í New York í minnst fimm ár.
Þá vill hún einnig að honum og öðrum sem málið beinist gegn verði meinað að taka lán í New York á næstu fimm árum og að yfirumsjón fyrirtækisins verði tekin yfir af óháðum aðilum.
- Force Trump to pay $250 million in profits made from this fraud.
— NY AG James (@NewYorkStateAG) September 21, 2022
- Install a monitor to oversee the Trump Org's financial dealings for at least 10 years.
- Bar Trump and the Trump Org from applying for loans from any financial institution chartered in NY for at least 5 years.