Útvíkka starfsemina og stofna sjóða- og eignastýringu Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2022 09:39 Starfsemi eignastýringar VÍS mun hefjast um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm VÍS hefur ákveðið að útvíkka starfsemi sína og bjóða upp á sjóða- og eignastýringu. Nýtt dótturfélag verður stofnað undir starfsemina sem mun hljóta nafnið SIV eignastýring. Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að félagið muni í framhaldi sækja um starfsleyfi til eignastýringar og rekstrar sjóða og að stefnt sé að því að starfsemi félagsins hefjist um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir. „Árangur VÍS í fjárfestingum hefur verið mjög góður á undanförnum árum. Fjárfestingartekjur félagsins frá árinu 2018 nema um 21 milljarði króna og telja fjárfestingareignir þess nú um 45 milljarða króna. Fjárfestingar eru önnur af tveimur grunnstoðum í starfsemi VÍS ─ og því fellur eignastýring vel að starfsemi félagsins. VÍS mun fela SIV eignastýringu að stýra fjárfestingareignum sínum. Reynsla í lykilhlutverki VÍS mun eiga ráðandi hlut í SIV eignastýringu ─ og mun eitt fara með virkan eignarhlut í félaginu. Aðrir helstu hluthafar verða Arnór Gunnarsson, nú forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, og Þorkell Magnússon, sem starfað hefur sem forstöðumaður sjóðastýringar Kviku banka ─ en þeir munu jafnframt starfa hjá félaginu. Arnór Gunnarsson verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar, en hann hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði síðan 2001. Þorkell verður forstöðumaður sjóðastýringar hjá SIV eignastýringu, en reynsla hans á fjármálamarkaði nær aftur til ársins 1998. Áður störfuðu Arnór og Þorkell saman hjá Öldu sjóðum, Stefni og Kaupþingi. Tækifæri á íslenskum fjármálamarkaði Örar samfélagsbreytingar kalla á stöðuga endurskoðun á þjónustuframboði, ekki síst í trygginga- og fjármálaþjónustu. Þessi útvíkkun á starfsemi VÍS endurspeglar þá þróun sem hefur átt sér stað víða í Evrópu þar sem tryggingafélög hafa boðið upp á fjölbreyttari trygginga-og fjármálaþjónustu. Á undanförnum árum hefur verðbréfamarkaður verið að byggjast upp hér á landi og hefur fjárfestingakostum í skráðum verðbréfum fjölgað til muna. Á sama tíma hefur þátttakendum á markaði fjölgað talsvert með aukinni þátttöku almennings á skráðum hlutabréfamarkaði og uppfærslu Íslands í flokk nýmarkaðsríkja hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Því er ljóst að spennandi tækifæri eru til staðar á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir í tilkynningunni. Sterkir innviðir Haft er eftir Helga Bjarnasonar, forstjóra VÍS, að félagið leggi ríka áherslu á að VÍS þróist í takt við samfélagið og horfi til þess að bjóða upp á fjölbreyttari trygginga- og fjármálaþjónustu. „Sterk staða á tryggingamarkaði, breiður viðskiptavinagrunnur, fjárhagslegur styrkur, öflugur tæknilegur grunnur og góður árangur í fjárfestingum ─ eru styrkleikar sem við viljum byggja á. Við höfum góðan grunn og afar sterka innviði til þess að taka næstu skref. Ég trúi því að árangur hins nýja félags muni byggja á umtalsverðri þekkingu og reynslu öflugs starfsfólks í fjárfestingum og eignastýringu. Ég tel að þetta skref í útvíkkun starfseminnar, sem eignastýringin felur í sér, sé mikið heillaskref ─ og auðvitað mikil tímamót í sögu félagsins,“ er haft eftir Helga. VÍS Kauphöllin Tryggingar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að félagið muni í framhaldi sækja um starfsleyfi til eignastýringar og rekstrar sjóða og að stefnt sé að því að starfsemi félagsins hefjist um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir. „Árangur VÍS í fjárfestingum hefur verið mjög góður á undanförnum árum. Fjárfestingartekjur félagsins frá árinu 2018 nema um 21 milljarði króna og telja fjárfestingareignir þess nú um 45 milljarða króna. Fjárfestingar eru önnur af tveimur grunnstoðum í starfsemi VÍS ─ og því fellur eignastýring vel að starfsemi félagsins. VÍS mun fela SIV eignastýringu að stýra fjárfestingareignum sínum. Reynsla í lykilhlutverki VÍS mun eiga ráðandi hlut í SIV eignastýringu ─ og mun eitt fara með virkan eignarhlut í félaginu. Aðrir helstu hluthafar verða Arnór Gunnarsson, nú forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, og Þorkell Magnússon, sem starfað hefur sem forstöðumaður sjóðastýringar Kviku banka ─ en þeir munu jafnframt starfa hjá félaginu. Arnór Gunnarsson verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar, en hann hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði síðan 2001. Þorkell verður forstöðumaður sjóðastýringar hjá SIV eignastýringu, en reynsla hans á fjármálamarkaði nær aftur til ársins 1998. Áður störfuðu Arnór og Þorkell saman hjá Öldu sjóðum, Stefni og Kaupþingi. Tækifæri á íslenskum fjármálamarkaði Örar samfélagsbreytingar kalla á stöðuga endurskoðun á þjónustuframboði, ekki síst í trygginga- og fjármálaþjónustu. Þessi útvíkkun á starfsemi VÍS endurspeglar þá þróun sem hefur átt sér stað víða í Evrópu þar sem tryggingafélög hafa boðið upp á fjölbreyttari trygginga-og fjármálaþjónustu. Á undanförnum árum hefur verðbréfamarkaður verið að byggjast upp hér á landi og hefur fjárfestingakostum í skráðum verðbréfum fjölgað til muna. Á sama tíma hefur þátttakendum á markaði fjölgað talsvert með aukinni þátttöku almennings á skráðum hlutabréfamarkaði og uppfærslu Íslands í flokk nýmarkaðsríkja hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Því er ljóst að spennandi tækifæri eru til staðar á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir í tilkynningunni. Sterkir innviðir Haft er eftir Helga Bjarnasonar, forstjóra VÍS, að félagið leggi ríka áherslu á að VÍS þróist í takt við samfélagið og horfi til þess að bjóða upp á fjölbreyttari trygginga- og fjármálaþjónustu. „Sterk staða á tryggingamarkaði, breiður viðskiptavinagrunnur, fjárhagslegur styrkur, öflugur tæknilegur grunnur og góður árangur í fjárfestingum ─ eru styrkleikar sem við viljum byggja á. Við höfum góðan grunn og afar sterka innviði til þess að taka næstu skref. Ég trúi því að árangur hins nýja félags muni byggja á umtalsverðri þekkingu og reynslu öflugs starfsfólks í fjárfestingum og eignastýringu. Ég tel að þetta skref í útvíkkun starfseminnar, sem eignastýringin felur í sér, sé mikið heillaskref ─ og auðvitað mikil tímamót í sögu félagsins,“ er haft eftir Helga.
VÍS Kauphöllin Tryggingar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira