Vilja flytja Útlendingastofnun til Reykjanesbæjar Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2022 08:09 Einn flutningsmanna tillögunnar er Birgir Þórarinsson sem kjörinn var á þing fyrir Miðflokkinn á síðasta ári, en gekk fljótlega til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að starfsemi Útlendingastofnunar verði flutt til Reykjanesbæjar. Vilja þingmennirnir með þessu fjölga sérfræðistörfum og hlutfall háskólamenntaðra á svæðinu og segja að hentugt væri að hafa stofnunina staðsetta í nánd við Keflavíkurflugvöll. Þingmennirnir sem leggja fram tillöguna eru Birgir Þórarinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, en stofnunin er nú til húsa að Dalvegi í Kópavogi og eru starfsmenn 86 talsins. Í greinargerðinni segir að þrátt fyrir að það geti verið eitthvert óhagræði fyrir núverandi starfsmenn Útlendingastofnunar að starfsemin verði flutt út fyrir höfuðborgarsvæðið, þá sé Reykjanesbær skammt frá höfuðborgarsvæðinu „og því ekki sérlega íþyngjandi fyrir starfsmenn stofnunarinnar ef hún yrði flutt til Reykjanesbæjar“. Vilja fjölga sérfræðistörfum í Reykjanesbæ Þingmennirnir benda á að mikill meirihluti opinberra stofnana sé á höfuðborgarsvæðinu og af því leiði að störf flestra stofnana standi í raun einungis íbúum höfuðborgarsvæðisins til boða. „Með flutningi Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar væri tekið stórt skref í átt að því að tryggja fjölbreytt atvinnutækifæri utan höfuðborgarsvæðisins. Á Suðurnesjum er hlutfall háskólamenntaðra mun lægra en landsmeðaltal. Mikill meiri hluti starfa hjá Útlendingastofnun eru sérfræðistörf sem krefjast háskólamenntunar. Með flutningi stofnunarinnar til Reykjanesbæjar væri því sérfræðistörfum fjölgað og hlutfall háskólamenntaðra á svæðinu bætt,“ segir í greinargerðinni. Hátt hlutfall innflytjenda sem nýti þjónustuna Ennfremur segir að þar að auki búi fjöldi innflytjenda á Suðurnesjum sem nýti sér þjónustu stofnunarinnar, en um níu present íbúa bæjarins eru af erlendum uppruna. „Þá er rétt að líta til þess að yfirgnæfandi meiri hluti þeirra sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd kemur til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll og því er væri hentugt að stofnunin væri í meiri nálægð við flugvöllinn.“ Þingmennirnir vísa einnig í að í desember 2021 hafi atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu verið fimm prósent á sama tíma og það hafi verið um tíu prósent í Reykjanesbæ. Skýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um samfélagsgreiningu á Suðurnesjum frá í október 2021 sýni fram á að atvinnulíf á Suðurnesjum sé einhæft og framboð atvinnu takmarkað. „Þá kjósi margir íbúar svæðisins að starfa í Reykjavík þar sem fleiri möguleikar og fjölbreyttara úrval starfa sé í boði. Atvinnulífið í Reykjanesbæ er að miklu leyti háð flugsamgöngum og ferðaþjónustu og lítið er um sérfræðistörf á öðrum sviðum. Flutningur Útlendingastofnunar til sveitarfélagsins myndi því ótvírætt fela í sér nauðsynlega fjölbreytni vinnumarkaðarins á Suðurnesjum.“ Alþingi Stjórnsýsla Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þingmennirnir sem leggja fram tillöguna eru Birgir Þórarinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, en stofnunin er nú til húsa að Dalvegi í Kópavogi og eru starfsmenn 86 talsins. Í greinargerðinni segir að þrátt fyrir að það geti verið eitthvert óhagræði fyrir núverandi starfsmenn Útlendingastofnunar að starfsemin verði flutt út fyrir höfuðborgarsvæðið, þá sé Reykjanesbær skammt frá höfuðborgarsvæðinu „og því ekki sérlega íþyngjandi fyrir starfsmenn stofnunarinnar ef hún yrði flutt til Reykjanesbæjar“. Vilja fjölga sérfræðistörfum í Reykjanesbæ Þingmennirnir benda á að mikill meirihluti opinberra stofnana sé á höfuðborgarsvæðinu og af því leiði að störf flestra stofnana standi í raun einungis íbúum höfuðborgarsvæðisins til boða. „Með flutningi Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar væri tekið stórt skref í átt að því að tryggja fjölbreytt atvinnutækifæri utan höfuðborgarsvæðisins. Á Suðurnesjum er hlutfall háskólamenntaðra mun lægra en landsmeðaltal. Mikill meiri hluti starfa hjá Útlendingastofnun eru sérfræðistörf sem krefjast háskólamenntunar. Með flutningi stofnunarinnar til Reykjanesbæjar væri því sérfræðistörfum fjölgað og hlutfall háskólamenntaðra á svæðinu bætt,“ segir í greinargerðinni. Hátt hlutfall innflytjenda sem nýti þjónustuna Ennfremur segir að þar að auki búi fjöldi innflytjenda á Suðurnesjum sem nýti sér þjónustu stofnunarinnar, en um níu present íbúa bæjarins eru af erlendum uppruna. „Þá er rétt að líta til þess að yfirgnæfandi meiri hluti þeirra sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd kemur til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll og því er væri hentugt að stofnunin væri í meiri nálægð við flugvöllinn.“ Þingmennirnir vísa einnig í að í desember 2021 hafi atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu verið fimm prósent á sama tíma og það hafi verið um tíu prósent í Reykjanesbæ. Skýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um samfélagsgreiningu á Suðurnesjum frá í október 2021 sýni fram á að atvinnulíf á Suðurnesjum sé einhæft og framboð atvinnu takmarkað. „Þá kjósi margir íbúar svæðisins að starfa í Reykjavík þar sem fleiri möguleikar og fjölbreyttara úrval starfa sé í boði. Atvinnulífið í Reykjanesbæ er að miklu leyti háð flugsamgöngum og ferðaþjónustu og lítið er um sérfræðistörf á öðrum sviðum. Flutningur Útlendingastofnunar til sveitarfélagsins myndi því ótvírætt fela í sér nauðsynlega fjölbreytni vinnumarkaðarins á Suðurnesjum.“
Alþingi Stjórnsýsla Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira