Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 07:30 Arnar Páll (t.h.) ásamt Jóhannesi Karli Sigursteinssyni sem hætti sem þjálfari liðsins fyrr í sumar vegna umgjarðarleysis. Vísir/Hulda Margrét Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. Mikið umtal hefur vaknað eftir leik sunnudagsins þar sem Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur en KR hafði ekki mannað sjúkrabörur á vellinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið sætir gagnrýni fyrir umgjörð leikja kvennaliðsins í sumar. Í viðtali við Vísi eftir leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, lét félagið heyra það í viðtali eftir leik vegna slæmrar umgjarðar í kringum kvennaliðið og metnaðarleysis gagnvart kvennahluta starfsins. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, hefur svarað fyrir málið þar sem hann kennir um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hann segir fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður liðsins, svaraði Páli fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hún gerði að því skóna að Páll léti lítið sjá sig á leikjum kvennaliðsins. Í verkahring þjálfara liðsins að redda á börurnar Arnar Páll Garðarson, sem þjálfaði liðið ásamt áðurnefndum Harrington síðari hluta sumars, tók einnig til máls á Twitter í gærkvöld. Hann virðist þá gefa í skyn að þeir sem með valdið fara í félaginu taki litla ábyrgð í málinu og tekur sinn hluta hennar. Börurnar hafi verið í hans verkahring og honum hafi mistekist að manna þær eftir forföll með skömmum fyrirvara. „Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara) þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast,“ segir Arnar Páll á Twitter. Arnar Páll mun ekki starfa áfram fyrir KR að tímabilinu loknu en samningur hans við félagið er að renna út og var ekki endurnýjaður. Leiðrétting kl. 10:30: Í fréttinni var greint frá því að Arnari Páli hefði verið sagt upp störfum hjá KR. Hið rétta er að samningur hans náði til loka leiktíðarinnar og ákvörðun tekin um að hann skildi ekki endurnýjaður, fremur en að samningi hans hafi verið sagt upp. þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast. #fotboltinet— Arnar Páll (@arnar9) September 19, 2022 KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Mikið umtal hefur vaknað eftir leik sunnudagsins þar sem Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur en KR hafði ekki mannað sjúkrabörur á vellinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið sætir gagnrýni fyrir umgjörð leikja kvennaliðsins í sumar. Í viðtali við Vísi eftir leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, lét félagið heyra það í viðtali eftir leik vegna slæmrar umgjarðar í kringum kvennaliðið og metnaðarleysis gagnvart kvennahluta starfsins. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, hefur svarað fyrir málið þar sem hann kennir um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hann segir fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður liðsins, svaraði Páli fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hún gerði að því skóna að Páll léti lítið sjá sig á leikjum kvennaliðsins. Í verkahring þjálfara liðsins að redda á börurnar Arnar Páll Garðarson, sem þjálfaði liðið ásamt áðurnefndum Harrington síðari hluta sumars, tók einnig til máls á Twitter í gærkvöld. Hann virðist þá gefa í skyn að þeir sem með valdið fara í félaginu taki litla ábyrgð í málinu og tekur sinn hluta hennar. Börurnar hafi verið í hans verkahring og honum hafi mistekist að manna þær eftir forföll með skömmum fyrirvara. „Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara) þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast,“ segir Arnar Páll á Twitter. Arnar Páll mun ekki starfa áfram fyrir KR að tímabilinu loknu en samningur hans við félagið er að renna út og var ekki endurnýjaður. Leiðrétting kl. 10:30: Í fréttinni var greint frá því að Arnari Páli hefði verið sagt upp störfum hjá KR. Hið rétta er að samningur hans náði til loka leiktíðarinnar og ákvörðun tekin um að hann skildi ekki endurnýjaður, fremur en að samningi hans hafi verið sagt upp. þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast. #fotboltinet— Arnar Páll (@arnar9) September 19, 2022
KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn