Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 07:30 Arnar Páll (t.h.) ásamt Jóhannesi Karli Sigursteinssyni sem hætti sem þjálfari liðsins fyrr í sumar vegna umgjarðarleysis. Vísir/Hulda Margrét Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. Mikið umtal hefur vaknað eftir leik sunnudagsins þar sem Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur en KR hafði ekki mannað sjúkrabörur á vellinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið sætir gagnrýni fyrir umgjörð leikja kvennaliðsins í sumar. Í viðtali við Vísi eftir leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, lét félagið heyra það í viðtali eftir leik vegna slæmrar umgjarðar í kringum kvennaliðið og metnaðarleysis gagnvart kvennahluta starfsins. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, hefur svarað fyrir málið þar sem hann kennir um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hann segir fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður liðsins, svaraði Páli fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hún gerði að því skóna að Páll léti lítið sjá sig á leikjum kvennaliðsins. Í verkahring þjálfara liðsins að redda á börurnar Arnar Páll Garðarson, sem þjálfaði liðið ásamt áðurnefndum Harrington síðari hluta sumars, tók einnig til máls á Twitter í gærkvöld. Hann virðist þá gefa í skyn að þeir sem með valdið fara í félaginu taki litla ábyrgð í málinu og tekur sinn hluta hennar. Börurnar hafi verið í hans verkahring og honum hafi mistekist að manna þær eftir forföll með skömmum fyrirvara. „Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara) þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast,“ segir Arnar Páll á Twitter. Arnar Páll mun ekki starfa áfram fyrir KR að tímabilinu loknu en samningur hans við félagið er að renna út og var ekki endurnýjaður. Leiðrétting kl. 10:30: Í fréttinni var greint frá því að Arnari Páli hefði verið sagt upp störfum hjá KR. Hið rétta er að samningur hans náði til loka leiktíðarinnar og ákvörðun tekin um að hann skildi ekki endurnýjaður, fremur en að samningi hans hafi verið sagt upp. þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast. #fotboltinet— Arnar Páll (@arnar9) September 19, 2022 KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Mikið umtal hefur vaknað eftir leik sunnudagsins þar sem Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur en KR hafði ekki mannað sjúkrabörur á vellinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið sætir gagnrýni fyrir umgjörð leikja kvennaliðsins í sumar. Í viðtali við Vísi eftir leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, lét félagið heyra það í viðtali eftir leik vegna slæmrar umgjarðar í kringum kvennaliðið og metnaðarleysis gagnvart kvennahluta starfsins. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, hefur svarað fyrir málið þar sem hann kennir um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hann segir fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður liðsins, svaraði Páli fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hún gerði að því skóna að Páll léti lítið sjá sig á leikjum kvennaliðsins. Í verkahring þjálfara liðsins að redda á börurnar Arnar Páll Garðarson, sem þjálfaði liðið ásamt áðurnefndum Harrington síðari hluta sumars, tók einnig til máls á Twitter í gærkvöld. Hann virðist þá gefa í skyn að þeir sem með valdið fara í félaginu taki litla ábyrgð í málinu og tekur sinn hluta hennar. Börurnar hafi verið í hans verkahring og honum hafi mistekist að manna þær eftir forföll með skömmum fyrirvara. „Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara) þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast,“ segir Arnar Páll á Twitter. Arnar Páll mun ekki starfa áfram fyrir KR að tímabilinu loknu en samningur hans við félagið er að renna út og var ekki endurnýjaður. Leiðrétting kl. 10:30: Í fréttinni var greint frá því að Arnari Páli hefði verið sagt upp störfum hjá KR. Hið rétta er að samningur hans náði til loka leiktíðarinnar og ákvörðun tekin um að hann skildi ekki endurnýjaður, fremur en að samningi hans hafi verið sagt upp. þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast. #fotboltinet— Arnar Páll (@arnar9) September 19, 2022
KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira