Var ekki í öryggisbelti þegar hann fór útaf veginum og lést Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2022 06:38 Banaslysið varð á Örlygshafnarvegi sem liggur að Látrabjargi. Vísir/Vilhelm Ökumaðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á bröttum vegi nærri Látravík var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Slysið átti sér stað 12. nóvember síðastliðinn. Ökumaðurinn, 73 ára karlmaður, var á breyttum Toyota Land Cruiser, nýskráðum 1997, á Örlygshafnarvegi á leið í átt að Látravík. Í skýrslunni segir að miðja vegu niður brattan veg hafi hann misst stjórn á bifreiðinni þannig að hún fór út af veginum og niður fyrir hann, þar sem hún valt. Bifreiðin fannst ekki fyrr en 14. nóvember og var ökumaðurinn látinn þegar komið var að. Hann var einn í bifreiðinni og dánarorsök sögð ofkæling. Hann hafði hins vegar einnig hlotið höfuð- og brjóstholsáverka og rannsóknarnefndin telur mögulegt að maðurinn hefði lifað slysið af ef hann hefði verið spenntur í öryggisbelti. Bifreiðin, sem var skráð torfærubifreið, var óskoðuð þegar slysið átti sér stað og þá voru ummerki um nýlega viðgerð á hemlum, þar sem skipt hafði verið um alla diska, klossa og þrjár hemladælur af fjórum. Viðgerðinni virðist hafa verið ólokið en ósennilegt að það hafi orsakað slysið. Í skýrslunni kemur fram að ökumaðurinn hafi átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða og að ökuhæfi hans hafi sennilega verið skert vegna þess. Hann var með gild ökuréttindi og staðkunnugur. Í ábendingum rannsóknarnefndarinnar segir meðal annars eftirfarandi: „Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Nefndin telur mögulegt að hann hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni.“ Skýrsla rannsóknarnefndar. Samgöngur Samgönguslys Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Slysið átti sér stað 12. nóvember síðastliðinn. Ökumaðurinn, 73 ára karlmaður, var á breyttum Toyota Land Cruiser, nýskráðum 1997, á Örlygshafnarvegi á leið í átt að Látravík. Í skýrslunni segir að miðja vegu niður brattan veg hafi hann misst stjórn á bifreiðinni þannig að hún fór út af veginum og niður fyrir hann, þar sem hún valt. Bifreiðin fannst ekki fyrr en 14. nóvember og var ökumaðurinn látinn þegar komið var að. Hann var einn í bifreiðinni og dánarorsök sögð ofkæling. Hann hafði hins vegar einnig hlotið höfuð- og brjóstholsáverka og rannsóknarnefndin telur mögulegt að maðurinn hefði lifað slysið af ef hann hefði verið spenntur í öryggisbelti. Bifreiðin, sem var skráð torfærubifreið, var óskoðuð þegar slysið átti sér stað og þá voru ummerki um nýlega viðgerð á hemlum, þar sem skipt hafði verið um alla diska, klossa og þrjár hemladælur af fjórum. Viðgerðinni virðist hafa verið ólokið en ósennilegt að það hafi orsakað slysið. Í skýrslunni kemur fram að ökumaðurinn hafi átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða og að ökuhæfi hans hafi sennilega verið skert vegna þess. Hann var með gild ökuréttindi og staðkunnugur. Í ábendingum rannsóknarnefndarinnar segir meðal annars eftirfarandi: „Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Nefndin telur mögulegt að hann hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni.“ Skýrsla rannsóknarnefndar.
Samgöngur Samgönguslys Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira