Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli Jón Hjaltason og Brynjólfur Ingvarsson skrifa 19. september 2022 00:18 Þrjár konur hafa borið „ónefnda karlaforystu“ Flokks fólksins á Akureyri – og „aðstoðarmenn þeirra“ – þungum sökum. Karlaforystan ónefnda erum við undirritaðir, Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. Okkur tveimur er gefið að sök að hafa „sífellt lítilsvirt og hunsað“ konurnar þrjár og sagt þær „vitlausar“ og „geðveikar.“ Þessar ásakanir setja konurnar fram nauðbeygðar „í kjölfar yfirlýsinga varaformanns Flokks fólksins“ sem birst höfðu skömmu áður á fésbókarsíðu varaformannsins. Samhengið hér á milli vekur óneitanlega upp spurningar en spáum ekki í eyður heldur höldum okkur við staðreyndir. Fullyrðingar kvennanna eru svo fjarri öllum sanni sem hugsast getur. Síðan Brynjólfur náði kjöri í bæjarstjórn Akureyrar hefur forustusveit flokksins fundað býsna reglulega. Sú sveit er skipuð okkur undirrituðum og konunum þremur sem nú bera okkur þungum sökum. Á þessum trúnaðarfundum hafa þær aldrei – við undirstrikum aldrei – verið lítilsvirtar, hvað þá kallaðar vitlausar eða geðveikar. Þvert á móti hafa þar allir setið við sama borð, verið jafningjar, og þær ekki síður en undirritaðir haft orðið. Hvað varðar 10. septemberfundinn þá mætti Málfríður Þórðardóttir grátandi á þann fund. Hefur eitthvað komið fyrir, er hægt að gera eitthvað fyrir þig, eigum við ekki að fresta fundi uns þú hefur jafnað þig? Með þessum orðum var tekið á móti henni. Það hvessti hins vegar þegar umræðan hófst um tilraun hennar og stallsystra til að hrekja Brynjólf úr bæjarstjórn. Sem að vísu átti að gerast undir yfirskini mannkærleika. Semja átti „tilmæli“ þar sem Brynjólfur væri hvattur til að taka sér veikindaleyfi sem hafði þó aldrei verið borið undir hann sjálfan, er hann þó læknir að mennt. Skoðun Jóns var að slík tilmæli hefði fyrst átt að ræða augliti til auglitis við meintan sjúkling og beindi hann þeirri spurningu til Málfríðar hvort hún væri honum ósammála. Hún vék sér ítrekað undan að svara. Þá barði Jón í borðið og heimtaði ákveðið svar. Þetta er allt „ofbeldið“ sem þessar konur geta mögulega kvartað undan. Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar. Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst. Sú krafa er hér með ítrekuð. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir Jón Hjaltason sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Akureyri Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Þrjár konur hafa borið „ónefnda karlaforystu“ Flokks fólksins á Akureyri – og „aðstoðarmenn þeirra“ – þungum sökum. Karlaforystan ónefnda erum við undirritaðir, Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. Okkur tveimur er gefið að sök að hafa „sífellt lítilsvirt og hunsað“ konurnar þrjár og sagt þær „vitlausar“ og „geðveikar.“ Þessar ásakanir setja konurnar fram nauðbeygðar „í kjölfar yfirlýsinga varaformanns Flokks fólksins“ sem birst höfðu skömmu áður á fésbókarsíðu varaformannsins. Samhengið hér á milli vekur óneitanlega upp spurningar en spáum ekki í eyður heldur höldum okkur við staðreyndir. Fullyrðingar kvennanna eru svo fjarri öllum sanni sem hugsast getur. Síðan Brynjólfur náði kjöri í bæjarstjórn Akureyrar hefur forustusveit flokksins fundað býsna reglulega. Sú sveit er skipuð okkur undirrituðum og konunum þremur sem nú bera okkur þungum sökum. Á þessum trúnaðarfundum hafa þær aldrei – við undirstrikum aldrei – verið lítilsvirtar, hvað þá kallaðar vitlausar eða geðveikar. Þvert á móti hafa þar allir setið við sama borð, verið jafningjar, og þær ekki síður en undirritaðir haft orðið. Hvað varðar 10. septemberfundinn þá mætti Málfríður Þórðardóttir grátandi á þann fund. Hefur eitthvað komið fyrir, er hægt að gera eitthvað fyrir þig, eigum við ekki að fresta fundi uns þú hefur jafnað þig? Með þessum orðum var tekið á móti henni. Það hvessti hins vegar þegar umræðan hófst um tilraun hennar og stallsystra til að hrekja Brynjólf úr bæjarstjórn. Sem að vísu átti að gerast undir yfirskini mannkærleika. Semja átti „tilmæli“ þar sem Brynjólfur væri hvattur til að taka sér veikindaleyfi sem hafði þó aldrei verið borið undir hann sjálfan, er hann þó læknir að mennt. Skoðun Jóns var að slík tilmæli hefði fyrst átt að ræða augliti til auglitis við meintan sjúkling og beindi hann þeirri spurningu til Málfríðar hvort hún væri honum ósammála. Hún vék sér ítrekað undan að svara. Þá barði Jón í borðið og heimtaði ákveðið svar. Þetta er allt „ofbeldið“ sem þessar konur geta mögulega kvartað undan. Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar. Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst. Sú krafa er hér með ítrekuð. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir Jón Hjaltason sagnfræðingur
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun