Giftist þeirri fyrstu sem hann hitti á Tinder Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 11:00 Steinþór og Glódís giftu sig í fyrrasumar en héldu athöfnina sjálfa hátíðlega í ágúst, síðastliðnum. vísir/stöð 2/arnar Hjónin Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir giftu sig við hátíðlega athöfn á Flateyri í ágúst. Þau kynntust í gegn um stefnumótaforritið Tinder fyrir sex árum síðan en Glódís var sú fyrsta sem Steinþór „matsaði“ við á forritinu. „Við þekktumst ekki neitt sko en það höfðu átt sér stað einhver örlítil samskipti á Twitter. Ég ákveð síðan að prófa Tinder og til að gera langa sögu stutta þá var hún bara fyrsta matsið mitt á Tinder. Við hittumst svo tveimur dögum síðar á Þorláksmessu og við höfum verið saman síðan,“ segir Steinþór. Fjallað var um áhrif stefnumótaforrita og tækni á ástarlíf- og menningu Íslendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við hjónin: Þau hafa ekkert nema gott um forrit sem þessi að segja enda geta þau varla annað: „Það kom okkur saman, ári seinna kom sonur og nú erum við gift!“ segir Steinþór. Glódís kveðst þó viss um að þau hefðu einhvern veginn náð saman ef ekki væri fyrir Tinder: „Ég held að við hefðum hist eitthvað niðri í bæ einhvern tíma... En þetta flýtti allavega fyrir.“ Þau giftu sig formlega fyrir ári síðan hjá sýslumanni á Flateyri í miðjum heimsfaraldri en héldu veisluna og sjálfa athöfnina formlega í ágúst síðastliðnum. Hægt að senda merki til fólks Spurð hvort þetta sé orðin algengasta leið unga fólksins til að finna maka segir Glódís: „Ég held það sé ekkert bara í gegn um Tinder heldur líka í gegn um hina samfélagsmiðlana. Þú sérð einhverja heita píu á Instagram og fylgir henni.“ Steinþór tekur undir: „Já, fólk er að senda alls konar merki til fólks í gegn um þessi forrit. Fara kannski og læka einhverja gamla mynd, það sendir ákveðin skilaboð. Þannig að ég held að Tinder sé alls ekkert það eina sem fólk er að nota.“ Finna má umfangsmeiri umfjöllun um ástina og stefnumótaforrit í spilaranum hér að ofan. Þar fara þau Glódís og Steinþór meðal annars yfir fyrstu skilaboðin sem hann sendi henni í gegn um Tinder. Ástin og lífið Tinder Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
„Við þekktumst ekki neitt sko en það höfðu átt sér stað einhver örlítil samskipti á Twitter. Ég ákveð síðan að prófa Tinder og til að gera langa sögu stutta þá var hún bara fyrsta matsið mitt á Tinder. Við hittumst svo tveimur dögum síðar á Þorláksmessu og við höfum verið saman síðan,“ segir Steinþór. Fjallað var um áhrif stefnumótaforrita og tækni á ástarlíf- og menningu Íslendinga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við hjónin: Þau hafa ekkert nema gott um forrit sem þessi að segja enda geta þau varla annað: „Það kom okkur saman, ári seinna kom sonur og nú erum við gift!“ segir Steinþór. Glódís kveðst þó viss um að þau hefðu einhvern veginn náð saman ef ekki væri fyrir Tinder: „Ég held að við hefðum hist eitthvað niðri í bæ einhvern tíma... En þetta flýtti allavega fyrir.“ Þau giftu sig formlega fyrir ári síðan hjá sýslumanni á Flateyri í miðjum heimsfaraldri en héldu veisluna og sjálfa athöfnina formlega í ágúst síðastliðnum. Hægt að senda merki til fólks Spurð hvort þetta sé orðin algengasta leið unga fólksins til að finna maka segir Glódís: „Ég held það sé ekkert bara í gegn um Tinder heldur líka í gegn um hina samfélagsmiðlana. Þú sérð einhverja heita píu á Instagram og fylgir henni.“ Steinþór tekur undir: „Já, fólk er að senda alls konar merki til fólks í gegn um þessi forrit. Fara kannski og læka einhverja gamla mynd, það sendir ákveðin skilaboð. Þannig að ég held að Tinder sé alls ekkert það eina sem fólk er að nota.“ Finna má umfangsmeiri umfjöllun um ástina og stefnumótaforrit í spilaranum hér að ofan. Þar fara þau Glódís og Steinþór meðal annars yfir fyrstu skilaboðin sem hann sendi henni í gegn um Tinder.
Ástin og lífið Tinder Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira