Ákærður fyrir að leka ríkisleyndarmálum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. september 2022 18:01 Lars Findsen, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins. Liselotte Sabroe/EPA-EFE Fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins hefur verið ákærður fyrir að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum. Málið er talið einstakt í danskri réttarsögu. Rekinn og handtekinn Lars Findsen var vikið frá störfum fyrir tveimur árum vegna gruns um að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum sem lúta að samstarfi danskra stjórnvalda við bandarísku þjóðaröryggisstofnunina, NSA. Samstarfið snýst um víðtækt eftirlit NSA með dönskum stofnunum og fyrirtækjum og nær aftur til 10. áratugarins. Hann var handtekinn með látum á Kastrup-flugvelli í desember í fyrra og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Honum var síðan sleppt, en rannsókn haldið áfram og hann hefur alla tíð haft réttarstöðu grunaðs. Honum var svo birt ákæra í 6 liðum á föstudag. Fylgst með hverri hreyfingu Findsens í tvö ár Ákæran snýst um samtöl Findsens við tvo blaðamenn og fjóra fjölskyldumeðlimi hans. Í þau tvö ár sem rannsóknin hefur staðið yfir hefur verið fylgst með hverri hreyfingu Findsens, og heimili hans og sumarhús hafa verið hleruð. Rannsókn málsins sætt nokkurri gagnrýni. Fullyrt er að danska leyniþjónustan hafi fundað með fjölda stjórnmálamanna í ferlinu og þar miðlað upplýsingum um Findsen sem í raun komi málinu ekkert við. Til að mynda hafi forstjóri leyniþjónustunnar, Finn Borch Andersen, greint nokkrum stjórnmálaleiðtogum frá kynlífi Findsens í talsverðum smáatriðum, en leyniþjónustan hlustaði á það, eins og allt annað í daglegu lífi Findsens, mánuðum saman. Mikil áhöld eru um alvarleika málsins í Danmörku og telja sumir lögspekingar sem fjölmiðlar hafa rætt við að ákæran byggi á næfurþunnum grunni. Danskir fjölmiðlar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Danmerkur sem yfirmaður innan leyniþjónustunnar sé ákærður fyrir brot á einni alvarlegustu grein danskra hegningarlaga. Segir ásakanirnar sturlaðar Findsen sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að ásakanirnar og núna ákærurnar á hendur honum séu hreinlega sturlaðar og hafnar þeim alfarið. Findsen hefur verið lykilmaður í dönsku leyniþjónustunni í tvo áratugi, hann hefur verið forstjóri dönsku leyniþjónustunnar, leyniþjónustu hersins og ráðuneytisstjóri í danska varnarmálaráðuneytinu. Þá hefur hann verið fastur meðlimur í þjóðaröryggisráði ríkisstjórnarinnar. Líklegt er talið að réttarhöldin yfir Findsen fari fram fyrir luktum dyrum og að ekkert af dómsskjölunum verði gert opinbert almenningi. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Rekinn og handtekinn Lars Findsen var vikið frá störfum fyrir tveimur árum vegna gruns um að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum sem lúta að samstarfi danskra stjórnvalda við bandarísku þjóðaröryggisstofnunina, NSA. Samstarfið snýst um víðtækt eftirlit NSA með dönskum stofnunum og fyrirtækjum og nær aftur til 10. áratugarins. Hann var handtekinn með látum á Kastrup-flugvelli í desember í fyrra og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Honum var síðan sleppt, en rannsókn haldið áfram og hann hefur alla tíð haft réttarstöðu grunaðs. Honum var svo birt ákæra í 6 liðum á föstudag. Fylgst með hverri hreyfingu Findsens í tvö ár Ákæran snýst um samtöl Findsens við tvo blaðamenn og fjóra fjölskyldumeðlimi hans. Í þau tvö ár sem rannsóknin hefur staðið yfir hefur verið fylgst með hverri hreyfingu Findsens, og heimili hans og sumarhús hafa verið hleruð. Rannsókn málsins sætt nokkurri gagnrýni. Fullyrt er að danska leyniþjónustan hafi fundað með fjölda stjórnmálamanna í ferlinu og þar miðlað upplýsingum um Findsen sem í raun komi málinu ekkert við. Til að mynda hafi forstjóri leyniþjónustunnar, Finn Borch Andersen, greint nokkrum stjórnmálaleiðtogum frá kynlífi Findsens í talsverðum smáatriðum, en leyniþjónustan hlustaði á það, eins og allt annað í daglegu lífi Findsens, mánuðum saman. Mikil áhöld eru um alvarleika málsins í Danmörku og telja sumir lögspekingar sem fjölmiðlar hafa rætt við að ákæran byggi á næfurþunnum grunni. Danskir fjölmiðlar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Danmerkur sem yfirmaður innan leyniþjónustunnar sé ákærður fyrir brot á einni alvarlegustu grein danskra hegningarlaga. Segir ásakanirnar sturlaðar Findsen sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að ásakanirnar og núna ákærurnar á hendur honum séu hreinlega sturlaðar og hafnar þeim alfarið. Findsen hefur verið lykilmaður í dönsku leyniþjónustunni í tvo áratugi, hann hefur verið forstjóri dönsku leyniþjónustunnar, leyniþjónustu hersins og ráðuneytisstjóri í danska varnarmálaráðuneytinu. Þá hefur hann verið fastur meðlimur í þjóðaröryggisráði ríkisstjórnarinnar. Líklegt er talið að réttarhöldin yfir Findsen fari fram fyrir luktum dyrum og að ekkert af dómsskjölunum verði gert opinbert almenningi.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira