„Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. september 2022 22:32 Hér má sjá gatnamótin sem um ræðir. Stöð 2 Gatnamót tengja Vogabyggð við Langholtshverfi líkjast dauðagildru að sögn íbúa. Margir óttist að senda börnin sín yfir Sæbraut þar sem umferðin sé þung og bílstjórar sýni lítið tillit til gangandi vegfarenda. Innviðir og samgöngur í hverfinu séu ekki í takt við þau loforð sem kaupendur hafi fengið á sínum tíma. Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina að Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Íbúar eru nú einna helst ósáttir við gatnamót Sæbrautar og Skeiðarvogs og Kleppsmýravegs, sem er algengasta leiðin sem fólk notar til að komast á milli. „Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru. Ég, konan mín og börnin mín, við höfum öll lent í því að það var næstum því keyrt á okkur hérna og ég veit um marga aðra í hverfinu sem hafa lent í sömu stöðu,“ segir Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð. Mikil umræða hefur skapast meðal íbúa en Heimir birti sjálfur myndbönd af gatnamótunum þar sem dæmi voru um að ökumenn stöðvuðu ekki á gangbrautum og fóru jafnvel yfir á rauðu ljósi. Það sé sérstaklega hættulegt fyrir börnin sem neyðast til að fara yfir. Heimir Freyr Hlöðversson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi í Vogabyggð.Vísir/Arnar „Nú er búið að selja hundruð íbúa hérna og það er hellingur af krökkum sem þurfa að komast í tómstundir og skóla og það er rosalega brýnt að fara að laga þessi mál. Við bara erum að kalla eftir því að það verði eitthvað gert, það er alveg hræðilegt að senda börnin sín hérna yfir,“ segir Heimir. Loforð fasteignasala standist ekki Upprunalega stóð til að koma Sæbraut í stokk árið 2023 og áttu framkvæmdir að hefjast 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, sem er með verkefnastjórn yfir verkefnum samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stendur undirbúningsvinna yfir og er stefnt á að hefja framkvæmdir seinni hluta 2024. Þá eru aðrar lausnir, eins og til að mynda tímabundin göngubrú, til skoðunar í samvinnu við Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk á um kílómetra kafla frá Miklubraut/Vesturlandsvegi og norður fyrir gatnamótin við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg.Mynd/Vegagerðin En hver svo sem lausnin verður segja Heimir ljóst að eitthvað þurfi að gerast, og það fljótlega, en hann telur að einnig þyrfti að hægja umferðarhraðan á Sæbrautinni og mögulega koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum. Staðan í dag sé ekki í takt við þau loforð sem íbúar fengu á sínum tíma frá fasteignasölum, sem sögðu hverfið hannað fyrir bíllausan lífstíl. „Það er náttúrulega rosalega slæmt að vera að selja fólki einhvern lífstíl í einhverjum hverfum þar sem innviðirnir eru ekki í lagi, það er verið að byggja upp hús og selja sem hraðast, en svo er allt annað í kring sem að bara er engan veginn að virka,“ segir Heimir. Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Samgöngur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina að Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Íbúar eru nú einna helst ósáttir við gatnamót Sæbrautar og Skeiðarvogs og Kleppsmýravegs, sem er algengasta leiðin sem fólk notar til að komast á milli. „Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru. Ég, konan mín og börnin mín, við höfum öll lent í því að það var næstum því keyrt á okkur hérna og ég veit um marga aðra í hverfinu sem hafa lent í sömu stöðu,“ segir Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð. Mikil umræða hefur skapast meðal íbúa en Heimir birti sjálfur myndbönd af gatnamótunum þar sem dæmi voru um að ökumenn stöðvuðu ekki á gangbrautum og fóru jafnvel yfir á rauðu ljósi. Það sé sérstaklega hættulegt fyrir börnin sem neyðast til að fara yfir. Heimir Freyr Hlöðversson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi í Vogabyggð.Vísir/Arnar „Nú er búið að selja hundruð íbúa hérna og það er hellingur af krökkum sem þurfa að komast í tómstundir og skóla og það er rosalega brýnt að fara að laga þessi mál. Við bara erum að kalla eftir því að það verði eitthvað gert, það er alveg hræðilegt að senda börnin sín hérna yfir,“ segir Heimir. Loforð fasteignasala standist ekki Upprunalega stóð til að koma Sæbraut í stokk árið 2023 og áttu framkvæmdir að hefjast 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, sem er með verkefnastjórn yfir verkefnum samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stendur undirbúningsvinna yfir og er stefnt á að hefja framkvæmdir seinni hluta 2024. Þá eru aðrar lausnir, eins og til að mynda tímabundin göngubrú, til skoðunar í samvinnu við Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk á um kílómetra kafla frá Miklubraut/Vesturlandsvegi og norður fyrir gatnamótin við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg.Mynd/Vegagerðin En hver svo sem lausnin verður segja Heimir ljóst að eitthvað þurfi að gerast, og það fljótlega, en hann telur að einnig þyrfti að hægja umferðarhraðan á Sæbrautinni og mögulega koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum. Staðan í dag sé ekki í takt við þau loforð sem íbúar fengu á sínum tíma frá fasteignasölum, sem sögðu hverfið hannað fyrir bíllausan lífstíl. „Það er náttúrulega rosalega slæmt að vera að selja fólki einhvern lífstíl í einhverjum hverfum þar sem innviðirnir eru ekki í lagi, það er verið að byggja upp hús og selja sem hraðast, en svo er allt annað í kring sem að bara er engan veginn að virka,“ segir Heimir.
Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Samgöngur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01