Dagur íslenskrar náttúru Jódís Skúladóttir skrifar 16. september 2022 10:00 Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september á ári hverju og meðvitund Þjóðarinnar verður sífellt sterkari um dýrmæti náttúru landsins. Á undanförnum árum hefur erlendu ferðafólki fjölgað svo um munar og níu af hverjum tíu sem sem sækja landið heim gera það vegna náttúrunnar. Ósnortin, hrein og stórbrotin Íslensk náttúra er það sem fólk vill sjá. Þetta er mikilvæg staðreynd, ekki síst efnahagslega, fyrir Ísland. Með nýtingu landsins gæða, hvort heldur er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu eða orkuöflun, erum við vissulega að skapa verðmæti sem skila sér inn í fjármögnun innviða landsins en það má aldrei vera á kostnað náttúrunnar. Því með ágangi og röskun dýrmætra svæða erum við einnig á óafturkræfan hátt að gagna gegn auðlind sem skilar sér í gjaldeyristekjum. Fólk er ekki að sækja hálendið heim til að aka á malbikuðum vegum, meðfram vindmyllum og fallvatnsvirkjunum né til að geta keypt sér pylsu í vegasjoppu. Sérstaðan fellst í hinu frumstæða og ósnortna. Íslensk þjóð hefur lifað í gegnum aldirnar í þessu samspili manns og náttúru, stundum fer landið óblíðum höndum um börnin sín. Jörð skelfur, hraun rennur, snjó- og aurflóð hafa tekið mannslíf og menningarverðmæti á augabragði. En þjóðarsál Íslendinga er samofin hinni íslensku náttúru og af henni höfum við lifað um aldir. Það er mikilvægt að við höfum náttúruvernd alltaf í forgrunni í umræðunni um loftslagsmálin. Vissulega er staðan alvarleg og Ísland hefur skuldbundið sig til að takast af festu á við hina skelfilegu stöðu sem loftslagsváin er, en það má aldrei fara af stað í orkuöflun án þess að ígrunda vel afleiðingarnar á náttúruna. Mikilvægt er að auðlindaákvæði verði tryggt í okkar góðu stjórnarskrá og arður af nýtingu okkar sameiginlegu auðlinda renni með sanngjörnum hætti til þjóðarinnar. Veljum alltaf að láta náttúruna njóta vafans. Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september á ári hverju og meðvitund Þjóðarinnar verður sífellt sterkari um dýrmæti náttúru landsins. Á undanförnum árum hefur erlendu ferðafólki fjölgað svo um munar og níu af hverjum tíu sem sem sækja landið heim gera það vegna náttúrunnar. Ósnortin, hrein og stórbrotin Íslensk náttúra er það sem fólk vill sjá. Þetta er mikilvæg staðreynd, ekki síst efnahagslega, fyrir Ísland. Með nýtingu landsins gæða, hvort heldur er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu eða orkuöflun, erum við vissulega að skapa verðmæti sem skila sér inn í fjármögnun innviða landsins en það má aldrei vera á kostnað náttúrunnar. Því með ágangi og röskun dýrmætra svæða erum við einnig á óafturkræfan hátt að gagna gegn auðlind sem skilar sér í gjaldeyristekjum. Fólk er ekki að sækja hálendið heim til að aka á malbikuðum vegum, meðfram vindmyllum og fallvatnsvirkjunum né til að geta keypt sér pylsu í vegasjoppu. Sérstaðan fellst í hinu frumstæða og ósnortna. Íslensk þjóð hefur lifað í gegnum aldirnar í þessu samspili manns og náttúru, stundum fer landið óblíðum höndum um börnin sín. Jörð skelfur, hraun rennur, snjó- og aurflóð hafa tekið mannslíf og menningarverðmæti á augabragði. En þjóðarsál Íslendinga er samofin hinni íslensku náttúru og af henni höfum við lifað um aldir. Það er mikilvægt að við höfum náttúruvernd alltaf í forgrunni í umræðunni um loftslagsmálin. Vissulega er staðan alvarleg og Ísland hefur skuldbundið sig til að takast af festu á við hina skelfilegu stöðu sem loftslagsváin er, en það má aldrei fara af stað í orkuöflun án þess að ígrunda vel afleiðingarnar á náttúruna. Mikilvægt er að auðlindaákvæði verði tryggt í okkar góðu stjórnarskrá og arður af nýtingu okkar sameiginlegu auðlinda renni með sanngjörnum hætti til þjóðarinnar. Veljum alltaf að láta náttúruna njóta vafans. Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar