„Það eru engar slíkar varanlegar undanþágur“ Erna Bjarnadóttir og Jón Bjarnason skrifa 16. september 2022 07:01 Á þessu ári eru liðin þrettán ár síðan Alþingi íslendinga samþykkti illu heilli að sækja um aðild að ESB. Viðræður um aðlögun Íslands að inngöngu í Evrópusambandið á grunni þeirrar umsóknar runnu endanlega út í sandinn á árinu 2012. Í framhaldi af því var Ísland tekið af lista yfir umsóknarríki um aðild að ESB á árinu 2015. En nú á að ný að blása lífi í þessa vegferð. Fram er komin tillaga til þingsályktunar á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um „framhald“ viðræðna við Evrópusambandið. Það vekur furðu að þetta mál komi nú fram þar sem vísað er í þingsályktun frá árinu 2009 og því haldið annars vegar fram að hún hafi enn gildi og hins vegar að það sé óljóst frá sjónarhóli ESB hvort Ísland hefur stöðu umsóknarríkis eða ekki. Að þingsályktun frá þingi sem stóð fyrir 13 árum bindi hendur ríkisstjórnar sem kjörin var árið 2021 er túlkun sem verður að telja æði langsótta. Hitt er þó alveg skýrt að búið er að taka Ísland af lista yfir lönd sem hafa stöðu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB. Ákvörðun um að breyta upplýsingum á opinberum vefsíðum ESB er ekki tekin á Íslandi heldur af ráðamönnum í Brussel. Það er hins vegar önnur saga að stjórnmálamenn sem jafnvel hafa setið á þingi og fylgst með aðildarviðræðunum á sínum tíma og afdrifum umsóknarinnar skuli vera flutningsmenn slíkrar tillögu. Hafa þau ekkert lært á þeim tíma sem liðinn er og þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Minnistætt er þegar þáverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, fór mikinn á fundi með hinum tékkneska Štefan Füle fyrrverandi stækkunarstjóra ESB og lýsti mikilvægi sköpunargleði við gerð aðildarsamninga til að mæta sérþörfum aðildarríkja á undanþágum stofnsáttmála sambandsins. Hr. Füle var greinilega hissa á fullyrðingum ráðherrans og sagði orðrétt, „there are no permanent derogations from the EU archive, sjá https://m.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8. Eða á okkar ylhýru íslensku: Það eru engar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Þær viðræður sem fara fram milli ESB annars vegar og umsóknarlands hins vegar eru því aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður. Það að fólk sem vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu sé enn 13 árum síðar á þeim stað að telja að hægt sá að mæta sérþörfum smáþjóða með undanþágur frá regluverki ESB í svokölluðum aðildarsamningi, er ill skiljanlegt. Aðildarviðræður snúast um það eitt hvernig og á hvaða hraða umsóknarland aðlagar regluverk sitt að regluverki ESB. Það má segja að það fari því vel á því að það sé fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sem er fyrsti flutningsmaður fyrrnefndar tillögu á Alþingi. Sá skilningur sem hún lýsir er hugsunarháttur fortíðar sem var kveðinn í kútinn á tilvitnuðum fundi fyrrverandi utanríkisráðherra og þáverandi stækkunarstjóra ESB. Í sjálfu sér er vart hægt að hafa á móti því að fyrrnefnd þingsályktunartillaga fái þinglega meðferð. Hins vegar er það fullkomin blekking að þar geti verið um einhverjar samningaviðræður um undanþágur að ræða. Meðan því er ranglega haldið að þjóðinni verður umræða um málið á villigötum. Það er er ESB sem ræður því hvenær samningum er lokið sem verður ekki fyrr en Ísland hefur innleitt regluverk þess. Það er líkast því að flutningsmenn tillögunnar hafi enn ekki áttað sig á að þessu ferli var breytt í aðildarviðræðum Austur Evrópulanda að ESB í byrjun þessarar aldar. Ef til vill ættu flutningsmenn tillögunnar að lesa inngönguskilyrði ESB áður en lengra haldið til að forða því að þau lendi í sömu gryfju og þau sem héldu því ranglega að þjóðinni með umsókninni 2009 að um samningaviðræður væri að ræða samanber tilvitnuð orð stækkunarstjóra ESB sjá hér að ofan. Höfundar eru fyrrverandi formenn Heimssýnar, Hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Erna Bjarnadóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru liðin þrettán ár síðan Alþingi íslendinga samþykkti illu heilli að sækja um aðild að ESB. Viðræður um aðlögun Íslands að inngöngu í Evrópusambandið á grunni þeirrar umsóknar runnu endanlega út í sandinn á árinu 2012. Í framhaldi af því var Ísland tekið af lista yfir umsóknarríki um aðild að ESB á árinu 2015. En nú á að ný að blása lífi í þessa vegferð. Fram er komin tillaga til þingsályktunar á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um „framhald“ viðræðna við Evrópusambandið. Það vekur furðu að þetta mál komi nú fram þar sem vísað er í þingsályktun frá árinu 2009 og því haldið annars vegar fram að hún hafi enn gildi og hins vegar að það sé óljóst frá sjónarhóli ESB hvort Ísland hefur stöðu umsóknarríkis eða ekki. Að þingsályktun frá þingi sem stóð fyrir 13 árum bindi hendur ríkisstjórnar sem kjörin var árið 2021 er túlkun sem verður að telja æði langsótta. Hitt er þó alveg skýrt að búið er að taka Ísland af lista yfir lönd sem hafa stöðu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB. Ákvörðun um að breyta upplýsingum á opinberum vefsíðum ESB er ekki tekin á Íslandi heldur af ráðamönnum í Brussel. Það er hins vegar önnur saga að stjórnmálamenn sem jafnvel hafa setið á þingi og fylgst með aðildarviðræðunum á sínum tíma og afdrifum umsóknarinnar skuli vera flutningsmenn slíkrar tillögu. Hafa þau ekkert lært á þeim tíma sem liðinn er og þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Minnistætt er þegar þáverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, fór mikinn á fundi með hinum tékkneska Štefan Füle fyrrverandi stækkunarstjóra ESB og lýsti mikilvægi sköpunargleði við gerð aðildarsamninga til að mæta sérþörfum aðildarríkja á undanþágum stofnsáttmála sambandsins. Hr. Füle var greinilega hissa á fullyrðingum ráðherrans og sagði orðrétt, „there are no permanent derogations from the EU archive, sjá https://m.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8. Eða á okkar ylhýru íslensku: Það eru engar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Þær viðræður sem fara fram milli ESB annars vegar og umsóknarlands hins vegar eru því aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður. Það að fólk sem vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu sé enn 13 árum síðar á þeim stað að telja að hægt sá að mæta sérþörfum smáþjóða með undanþágur frá regluverki ESB í svokölluðum aðildarsamningi, er ill skiljanlegt. Aðildarviðræður snúast um það eitt hvernig og á hvaða hraða umsóknarland aðlagar regluverk sitt að regluverki ESB. Það má segja að það fari því vel á því að það sé fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sem er fyrsti flutningsmaður fyrrnefndar tillögu á Alþingi. Sá skilningur sem hún lýsir er hugsunarháttur fortíðar sem var kveðinn í kútinn á tilvitnuðum fundi fyrrverandi utanríkisráðherra og þáverandi stækkunarstjóra ESB. Í sjálfu sér er vart hægt að hafa á móti því að fyrrnefnd þingsályktunartillaga fái þinglega meðferð. Hins vegar er það fullkomin blekking að þar geti verið um einhverjar samningaviðræður um undanþágur að ræða. Meðan því er ranglega haldið að þjóðinni verður umræða um málið á villigötum. Það er er ESB sem ræður því hvenær samningum er lokið sem verður ekki fyrr en Ísland hefur innleitt regluverk þess. Það er líkast því að flutningsmenn tillögunnar hafi enn ekki áttað sig á að þessu ferli var breytt í aðildarviðræðum Austur Evrópulanda að ESB í byrjun þessarar aldar. Ef til vill ættu flutningsmenn tillögunnar að lesa inngönguskilyrði ESB áður en lengra haldið til að forða því að þau lendi í sömu gryfju og þau sem héldu því ranglega að þjóðinni með umsókninni 2009 að um samningaviðræður væri að ræða samanber tilvitnuð orð stækkunarstjóra ESB sjá hér að ofan. Höfundar eru fyrrverandi formenn Heimssýnar, Hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun