Slembilukkan og verðleikarnir Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 15. september 2022 11:01 Slembilukka ræður því hvar á Jörðinni við fæðumst en það er ákvörðun að velja sér nýjan samastað og hana þarf stundum að taka vegna aðstæðna sem einstaklingar bera enga ábyrgð á; stríðið í Úkraínu er nærtækt dæmi um það. Og kannski ræður heppnin meiru um það hvernig okkur farnast í lífinu en við kærum okkur um að viðurkenna? Hverjir græða peninga, hver njóta virðingar eða hver eru talin skara fram úr. Höfum í huga að mælistika verðleikanna getur villt okkur sýn. Öll eigum við nefnilega sömu réttindi - mannréttindi, borgaraleg og félagsleg – og öll verðskuldum við gott líf. Hlutverk okkar í þessum sal er að sjá til þess að mannréttindi séu virt og tryggð og lífskjörin bætt. Hvernig það er gert gerir gæfumuninn fyrir fólkið sem býr á Íslandi, innfætt og aðflutt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í tæplega fimm ár og sýnt svo ekki verður um villst að stefna hennar snýst um að finna lægsta pólitíska samnefnara VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra talar um málamiðlanir, og þær þarf vissulega að gera, en eftir fimm ár er alveg ljóst á hverra kostnað þær eru gerðar. Ekki þarf að fara lengra aftur en til afgreiðslu rammaáætlunar um nýtingu og vernd orkusvæða í sumar til að sjá það. Er ekki bara best að auglýsa? Meðferð valds ræður úrslitum um traust almennings til stjórnmálafólks og stjórnmálanna. Hvers vegna kjósa ráðherrar að auglýsa ekki æðstu embætti innan stjórnarráðsins og hjá hinu opinbera? Opinber embætti eru ekki gæði sem ráðherrar útdeila með persónulegu mati á hæfni fólks eða til að safna að sér „bestu vinkonum aðal,“ eins og þar segir. Embætti eru auglýst til að tryggja jafnræði borgaranna. Öll eiga að geta sótt um, fengið faglegt og gagnsætt mat á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Þegar þetta er ekki gert, trekk í trekk, grefur það undan trausti almennings til stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Því spyr ég: er ekki bara best að auglýsa? Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á þessu ári er líka talandi dæmi um skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á valdmörkum og nauðsyn armslengdar við slíkar ákvarðanir. Við bíðum enn skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna en ekki síður haldbærra skýringa fjármála- og efnahagsráðherra og flokkanna sem styðja hann á því hvers vegna ekki var strax samþykkt að gjörningurinn útheimti rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Í þess stað var reidd fram ein stærsta smjörklípa síðara ára – og hún er farin að þrána. Hamfarahlýnun og orkuskipti Daglega horfum við uppá afleiðingar hamfarahlýnunar um allan heim. Það er ekki ofsagt að jörðin brenni. Í þriggja mánaða gömlu áliti Loftslagsráðs má lesa ákalltil stjórnvalda um meiri festu og hraða í lífsnauðsynlegum aðgerðum til að draga úr losun og bregðast við þeim breytingum sem þegar eru hafnar. Þar segir orðrétt: „markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 eru óljós og ófullnægjandi.“ Óljós og ófullnægjandi! Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég fletti upp í málaskrá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en vonbrigðin voru mikil. Orkuskiptin margumtöluðu og nauðsynlegar lagabreytingar til að forgangsraða orkuöflun í þágu þeirra verða ekki á dagskrá þingsins fyrr en á vormánuðum 2023. Einu og hálfu ári eftir að nýr ráðherra tók við sameinuðu ráðuneyti með afar stórt nafn. Samt leyfir forsætisráðherra sér að segja í stefnuræðu sinni að Ísland sé „á fullri ferð út úr kolefnishagkerfinu, inn í nýtt grænt hagkerfi.“ Hvernig er það, eru ráðherrar ólæsir á stöðuna? Eða kannski bara fastir í málmiðlununum? Nafn Samfylkingarinnar vísar til samfylkingar á fjórða áratug síðustu aldar gegn uppgangi nasisma og fasisma í Evrópu. Hvern hefði grunað þegar við stofnuðum Samfylkinguna vorið 2000 að tveim áratugum síðar væri baráttan gegn fasisma 21. aldarinnar? Fasismi á fínum fötum Í austurvegi er tjáningarfrelsið fótum troðið og stjórnarandstæðingar í fangelsi eða búnir að mæta skyndilegum dauðdaga. Í Svíþjóð er jaðarhreyfing nýnasista orðin næststærsti stjórnmálaflokkurinn. Hina nýju strauma í evrópskum stjórnmálum má kalla fasisma á fínum fötum. Hreyfingarnar eiga það sameiginlegt að ráða ekki við stærstu verkefni samtímans: fólksflutningum skal mætt með lokun landamæra; hamfarahlýnun með afneitun; og kröfunni um jöfnuð og velferð með yfirboðum og skyndilausnum. Það er sótt er að kvenfrelsi og mannréttindum hinsegin fólks, það er sótt að lýðræðinu og hinu opna samfélagi, ekki bara í útlöndum. Hér heima verðum við gera okkar til að næra frelsið og fjölbreytileikann og styrkja samfélagið sem við erum svo heppin að tilheyra. Gildi jafnaðarhugsjónarinnar um jafnrétti, frelsi og samstöðu veita skýra leiðsögn í flóknu verkefnum samtímans og þingmál okkar í Samfylkingunni munu bera þess merki. Samfylkingin er í sókn og sækir kraft sinn í allt það fólk sem hafnar samfélagi hins lægsta samnefnara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands. Grein þessi byggir á ræðu sem flutt var við stefnuræðu forsætisráðherra 14. sept. 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingin Alþingi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Slembilukka ræður því hvar á Jörðinni við fæðumst en það er ákvörðun að velja sér nýjan samastað og hana þarf stundum að taka vegna aðstæðna sem einstaklingar bera enga ábyrgð á; stríðið í Úkraínu er nærtækt dæmi um það. Og kannski ræður heppnin meiru um það hvernig okkur farnast í lífinu en við kærum okkur um að viðurkenna? Hverjir græða peninga, hver njóta virðingar eða hver eru talin skara fram úr. Höfum í huga að mælistika verðleikanna getur villt okkur sýn. Öll eigum við nefnilega sömu réttindi - mannréttindi, borgaraleg og félagsleg – og öll verðskuldum við gott líf. Hlutverk okkar í þessum sal er að sjá til þess að mannréttindi séu virt og tryggð og lífskjörin bætt. Hvernig það er gert gerir gæfumuninn fyrir fólkið sem býr á Íslandi, innfætt og aðflutt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í tæplega fimm ár og sýnt svo ekki verður um villst að stefna hennar snýst um að finna lægsta pólitíska samnefnara VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra talar um málamiðlanir, og þær þarf vissulega að gera, en eftir fimm ár er alveg ljóst á hverra kostnað þær eru gerðar. Ekki þarf að fara lengra aftur en til afgreiðslu rammaáætlunar um nýtingu og vernd orkusvæða í sumar til að sjá það. Er ekki bara best að auglýsa? Meðferð valds ræður úrslitum um traust almennings til stjórnmálafólks og stjórnmálanna. Hvers vegna kjósa ráðherrar að auglýsa ekki æðstu embætti innan stjórnarráðsins og hjá hinu opinbera? Opinber embætti eru ekki gæði sem ráðherrar útdeila með persónulegu mati á hæfni fólks eða til að safna að sér „bestu vinkonum aðal,“ eins og þar segir. Embætti eru auglýst til að tryggja jafnræði borgaranna. Öll eiga að geta sótt um, fengið faglegt og gagnsætt mat á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Þegar þetta er ekki gert, trekk í trekk, grefur það undan trausti almennings til stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Því spyr ég: er ekki bara best að auglýsa? Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á þessu ári er líka talandi dæmi um skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á valdmörkum og nauðsyn armslengdar við slíkar ákvarðanir. Við bíðum enn skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna en ekki síður haldbærra skýringa fjármála- og efnahagsráðherra og flokkanna sem styðja hann á því hvers vegna ekki var strax samþykkt að gjörningurinn útheimti rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Í þess stað var reidd fram ein stærsta smjörklípa síðara ára – og hún er farin að þrána. Hamfarahlýnun og orkuskipti Daglega horfum við uppá afleiðingar hamfarahlýnunar um allan heim. Það er ekki ofsagt að jörðin brenni. Í þriggja mánaða gömlu áliti Loftslagsráðs má lesa ákalltil stjórnvalda um meiri festu og hraða í lífsnauðsynlegum aðgerðum til að draga úr losun og bregðast við þeim breytingum sem þegar eru hafnar. Þar segir orðrétt: „markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 eru óljós og ófullnægjandi.“ Óljós og ófullnægjandi! Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég fletti upp í málaskrá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en vonbrigðin voru mikil. Orkuskiptin margumtöluðu og nauðsynlegar lagabreytingar til að forgangsraða orkuöflun í þágu þeirra verða ekki á dagskrá þingsins fyrr en á vormánuðum 2023. Einu og hálfu ári eftir að nýr ráðherra tók við sameinuðu ráðuneyti með afar stórt nafn. Samt leyfir forsætisráðherra sér að segja í stefnuræðu sinni að Ísland sé „á fullri ferð út úr kolefnishagkerfinu, inn í nýtt grænt hagkerfi.“ Hvernig er það, eru ráðherrar ólæsir á stöðuna? Eða kannski bara fastir í málmiðlununum? Nafn Samfylkingarinnar vísar til samfylkingar á fjórða áratug síðustu aldar gegn uppgangi nasisma og fasisma í Evrópu. Hvern hefði grunað þegar við stofnuðum Samfylkinguna vorið 2000 að tveim áratugum síðar væri baráttan gegn fasisma 21. aldarinnar? Fasismi á fínum fötum Í austurvegi er tjáningarfrelsið fótum troðið og stjórnarandstæðingar í fangelsi eða búnir að mæta skyndilegum dauðdaga. Í Svíþjóð er jaðarhreyfing nýnasista orðin næststærsti stjórnmálaflokkurinn. Hina nýju strauma í evrópskum stjórnmálum má kalla fasisma á fínum fötum. Hreyfingarnar eiga það sameiginlegt að ráða ekki við stærstu verkefni samtímans: fólksflutningum skal mætt með lokun landamæra; hamfarahlýnun með afneitun; og kröfunni um jöfnuð og velferð með yfirboðum og skyndilausnum. Það er sótt er að kvenfrelsi og mannréttindum hinsegin fólks, það er sótt að lýðræðinu og hinu opna samfélagi, ekki bara í útlöndum. Hér heima verðum við gera okkar til að næra frelsið og fjölbreytileikann og styrkja samfélagið sem við erum svo heppin að tilheyra. Gildi jafnaðarhugsjónarinnar um jafnrétti, frelsi og samstöðu veita skýra leiðsögn í flóknu verkefnum samtímans og þingmál okkar í Samfylkingunni munu bera þess merki. Samfylkingin er í sókn og sækir kraft sinn í allt það fólk sem hafnar samfélagi hins lægsta samnefnara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands. Grein þessi byggir á ræðu sem flutt var við stefnuræðu forsætisráðherra 14. sept. 2022.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun