Reikna með að verðbólgan mjakist niður á við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2022 10:36 Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga sé á niðurleið. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga muni mælast 9,6 prósent í september. Gangi það eftir telur hagfræðideildin að það sé frekari staðfesting þess að verðbólga hafi náð hámarki hér á landi. Verðbólgan fór hæst í 9,9 prósent í júlí eftir töluverðan upphækkunartakt síðustu misseri. Í ágúst fór verðbólgan hins vegar að mjakast niður á við og mældist verðbólgan þá 9,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur að almennt verðlag hækki um 0,35 prósent á milli ágúst og september. „Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi,“ segir í spá bankans. Samkvæmt spá bankans verður stærsti áhrifaþátturinn til hækkunar verðlags í september matur og drykkjarvörur sem við gerum ráð fyrir að hækki um 1,2%. Ástæðan fyrir svo mikilli hækkun er fyrst og fremst hækkun á heildsöluverði mjólkurvara. Þá telur hagfræðideidin að merki séu um kólnun á fasteignamarkaði. „Líklegt er að miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði séu að baki og við taki mun hóflegri hækkanir. Við spáum því að vísitala íbúðaverðs hækki um 0,6% á næstu mánuðum en það yrðu mun minni hækkanir en verið hefur. Slíkar hækkanir yrðu einnig í meira samræmi við sögulega verðþróun á markaðnum.“ Er það mat bankans að verðbólgan hafi náð hámarki og munu fara lækkandi næstu mánuði. Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna.Vísir/Vilhelm „Frá því í vor höfum við spáð því að verðbólga myndi ná hámarki síðsumars og síðan myndi taka við hæg hjöðnun hennar. Þetta hefur gengið eftir og erum við enn þá þeirri skoðun að verðbólga muni hjaðna hægt og bítandi á næstu mánuðum. Þannig spáum við 9,3% verðbólgu í október, 8,9% í nóvember og 8,8% í desember. Helstu óvissuþættirnir í spánni snúa að gengisþróun krónunnar, heimsmarkaðsverði á olíu og síðast en ekki síst fasteignamarkaði. Verði önnur þróun á þessum liðum en við gerum ráð fyrir verður verðbólga önnur en við spáum.“ Lesa má greiningu bankans hér. Verðlag Íslenskir bankar Landsbankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58 Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Verðbólgan fór hæst í 9,9 prósent í júlí eftir töluverðan upphækkunartakt síðustu misseri. Í ágúst fór verðbólgan hins vegar að mjakast niður á við og mældist verðbólgan þá 9,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur að almennt verðlag hækki um 0,35 prósent á milli ágúst og september. „Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi,“ segir í spá bankans. Samkvæmt spá bankans verður stærsti áhrifaþátturinn til hækkunar verðlags í september matur og drykkjarvörur sem við gerum ráð fyrir að hækki um 1,2%. Ástæðan fyrir svo mikilli hækkun er fyrst og fremst hækkun á heildsöluverði mjólkurvara. Þá telur hagfræðideidin að merki séu um kólnun á fasteignamarkaði. „Líklegt er að miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði séu að baki og við taki mun hóflegri hækkanir. Við spáum því að vísitala íbúðaverðs hækki um 0,6% á næstu mánuðum en það yrðu mun minni hækkanir en verið hefur. Slíkar hækkanir yrðu einnig í meira samræmi við sögulega verðþróun á markaðnum.“ Er það mat bankans að verðbólgan hafi náð hámarki og munu fara lækkandi næstu mánuði. Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna.Vísir/Vilhelm „Frá því í vor höfum við spáð því að verðbólga myndi ná hámarki síðsumars og síðan myndi taka við hæg hjöðnun hennar. Þetta hefur gengið eftir og erum við enn þá þeirri skoðun að verðbólga muni hjaðna hægt og bítandi á næstu mánuðum. Þannig spáum við 9,3% verðbólgu í október, 8,9% í nóvember og 8,8% í desember. Helstu óvissuþættirnir í spánni snúa að gengisþróun krónunnar, heimsmarkaðsverði á olíu og síðast en ekki síst fasteignamarkaði. Verði önnur þróun á þessum liðum en við gerum ráð fyrir verður verðbólga önnur en við spáum.“ Lesa má greiningu bankans hér.
Verðlag Íslenskir bankar Landsbankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58 Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58
Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55