Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 09:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni við Alex Telles, vinstri bakvörð Sevlla. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik. „Mér líður vel, við byrjuðum vel og hefðum mátt setja mark í fyrri hálfleik fannst mér. Svo er þetta frekar lokaður seinni hálfleikur en mér fannst við taktísktlega séð gera mjög vel og það var mjög gaman að spila leikinn,“ sagði Ísak Bergmann um leik gærkvöldsins. „Miðað við fyrri hálfleikinn, ef við hefðum sett eitt mark í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn orðið aðeins opnari og við hefðum skapað fleiri færi. Victor og Viktor (Kristansen og Claesson) fengu báðir færi í fyrri hálfleik þar sem leikurinn hefði kannski opnast aðeins. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik en þeir áttu sín augnablik líka enda geggjaðir í fótbolta, Isco og allir þessir gæjar. Ef til vill er eitt stig kannski sanngjarnt myndi ég segja,“ sagði Íslendingurinn aðspurður hvort FCK liði eins og þeir hefðu átt að vinna leikinn. Verkefni FCK í Meistaradeildinni verður ekkert auðveldara en næstu tveir leikir eru gegn Englandsmeisturum Manchester City. „Ef við spilum svona, af þessum ákafa og með þessum vilja að við ætlum ekki að fá á okkur mark, þá getum við gert hvað sem er. Ég veit að Man City er annað skrímsli og það verður erfitt en það er líka bara upplifun og gaman.“ Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Ísak Bergmann hefur verið nær allt þetta ár á hægri vængnum þó svo að hann kunni best við sig á miðjunni. Hann stefnir á að vinna sæti þar fyrr heldur en síðar. „Ég hef verið nær allt 2022 á hægri kantinum og það er náttúrulega ekki mín staða en ég geri allt fyrir liðið. Fannst ég eiga fínan leik í dag og hef oftast verið fínn á hægri kantinum. Er ekki jafn mikið inn í spilinu og ég vill vera, er meira í því þegar ég spila á miðjunni. En þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég. Hægri kanturinn er staðan núna en ég ætla að eigna mér stöðu á miðjunni í framtíðinni.“ Íslenska landsliðið kemur saman síðar í þessum mánuði til að spila vináttuleik gegn Venesúela og Albaníu í Þjóðadeildinni. Ísak Bergmann viðurkenndi að hann hefði verið með fulla einbeitingu á FCK undanfarið og því aðeins nýlega áttað sig á því að það væru landsleikir á döfinni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður, var að hugsa bara um daginn að það væru landsleikir framundan. Þetta eru náttúrulega mjög mikilvægir leikir með landsliðinu, ef við eigum góðan leik og náum í úrslit í Albaníu þá er þetta allt opið. Það fer öll einbeiting á landsliðið og þetta verkefni eftir leikinn gegn Midtjylland,“ sagði Ísak Bergmann að endingu við Vísi á Parken í gærkvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
„Mér líður vel, við byrjuðum vel og hefðum mátt setja mark í fyrri hálfleik fannst mér. Svo er þetta frekar lokaður seinni hálfleikur en mér fannst við taktísktlega séð gera mjög vel og það var mjög gaman að spila leikinn,“ sagði Ísak Bergmann um leik gærkvöldsins. „Miðað við fyrri hálfleikinn, ef við hefðum sett eitt mark í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn orðið aðeins opnari og við hefðum skapað fleiri færi. Victor og Viktor (Kristansen og Claesson) fengu báðir færi í fyrri hálfleik þar sem leikurinn hefði kannski opnast aðeins. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik en þeir áttu sín augnablik líka enda geggjaðir í fótbolta, Isco og allir þessir gæjar. Ef til vill er eitt stig kannski sanngjarnt myndi ég segja,“ sagði Íslendingurinn aðspurður hvort FCK liði eins og þeir hefðu átt að vinna leikinn. Verkefni FCK í Meistaradeildinni verður ekkert auðveldara en næstu tveir leikir eru gegn Englandsmeisturum Manchester City. „Ef við spilum svona, af þessum ákafa og með þessum vilja að við ætlum ekki að fá á okkur mark, þá getum við gert hvað sem er. Ég veit að Man City er annað skrímsli og það verður erfitt en það er líka bara upplifun og gaman.“ Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Ísak Bergmann hefur verið nær allt þetta ár á hægri vængnum þó svo að hann kunni best við sig á miðjunni. Hann stefnir á að vinna sæti þar fyrr heldur en síðar. „Ég hef verið nær allt 2022 á hægri kantinum og það er náttúrulega ekki mín staða en ég geri allt fyrir liðið. Fannst ég eiga fínan leik í dag og hef oftast verið fínn á hægri kantinum. Er ekki jafn mikið inn í spilinu og ég vill vera, er meira í því þegar ég spila á miðjunni. En þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég. Hægri kanturinn er staðan núna en ég ætla að eigna mér stöðu á miðjunni í framtíðinni.“ Íslenska landsliðið kemur saman síðar í þessum mánuði til að spila vináttuleik gegn Venesúela og Albaníu í Þjóðadeildinni. Ísak Bergmann viðurkenndi að hann hefði verið með fulla einbeitingu á FCK undanfarið og því aðeins nýlega áttað sig á því að það væru landsleikir á döfinni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður, var að hugsa bara um daginn að það væru landsleikir framundan. Þetta eru náttúrulega mjög mikilvægir leikir með landsliðinu, ef við eigum góðan leik og náum í úrslit í Albaníu þá er þetta allt opið. Það fer öll einbeiting á landsliðið og þetta verkefni eftir leikinn gegn Midtjylland,“ sagði Ísak Bergmann að endingu við Vísi á Parken í gærkvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira