Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2022 15:46 Laugaland í Eyjafirði hefur verið rekið af öðrum aðilum frá árinu 2008. Laugaland bjargaði mér Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Þetta kemur fram í greinargerð frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007 en fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Greinargerðin var gerð í kjölfar þess að ríkisstjórn samþykkti tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að rannsaka hvort, og þá í hvaða mæli, börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan þau dvöldu á heimilinu. Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir lýstu reynslu sinni af dvölinni á Laugalandi í viðtali við Bítið í maí. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Hópfundir sem ollu kvíða Hópfundir voru mikill hluti af meðferðarstarfinu á heimilinu en alls sögðu þrettán fyrrum vistbarna frá atvikum tengdum fundunum. Margir upplifðu kvíða og vanlíðan í kringum fundina. „Ég man þegar ég var tekin fyrir, setti alla upp og hann náði í penna og skrifaði að ég væri undirförul tík og vildi að allir í stofunni staðfestu það. Þetta fékk að standa lengi og ég var send á næsta bæ þar sem var einhvers konar sálfræðingur og hún var að fara að kafa í það hvers konar undirförul tík ég væri,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna. Einkennisgalli fyrir þá sem komu úr stroki Frásagnirnar um andlegt ofbeldi og niðurlægingu í greinargerðinni eru fjölmargar en meðal annars fengu einhverjir íbúar ekki að velja sinn eigin klæðnað. Þeir sem voru á heimilinu nýkomnir úr stroki voru settir í jogging galla sem átti að einkenna þá. „Niðurlægingin sem var gerð þegar maður kemur alveg brotinn inn, láta mann vera í gráum jogging-göllum, neyddur í bæjarferð eins og hangandi hundur á eftir þeim, mikil öskur á heimilinu, við stelpurnar stóðum saman, litlu börnin þeirra, þau sóttu í að vera hjá okkur og starfsmanninum í eldhúsinu,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna í samtali við Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar. Eyjafjarðarsveit Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Félagsmál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007 en fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Greinargerðin var gerð í kjölfar þess að ríkisstjórn samþykkti tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að rannsaka hvort, og þá í hvaða mæli, börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan þau dvöldu á heimilinu. Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir lýstu reynslu sinni af dvölinni á Laugalandi í viðtali við Bítið í maí. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Hópfundir sem ollu kvíða Hópfundir voru mikill hluti af meðferðarstarfinu á heimilinu en alls sögðu þrettán fyrrum vistbarna frá atvikum tengdum fundunum. Margir upplifðu kvíða og vanlíðan í kringum fundina. „Ég man þegar ég var tekin fyrir, setti alla upp og hann náði í penna og skrifaði að ég væri undirförul tík og vildi að allir í stofunni staðfestu það. Þetta fékk að standa lengi og ég var send á næsta bæ þar sem var einhvers konar sálfræðingur og hún var að fara að kafa í það hvers konar undirförul tík ég væri,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna. Einkennisgalli fyrir þá sem komu úr stroki Frásagnirnar um andlegt ofbeldi og niðurlægingu í greinargerðinni eru fjölmargar en meðal annars fengu einhverjir íbúar ekki að velja sinn eigin klæðnað. Þeir sem voru á heimilinu nýkomnir úr stroki voru settir í jogging galla sem átti að einkenna þá. „Niðurlægingin sem var gerð þegar maður kemur alveg brotinn inn, láta mann vera í gráum jogging-göllum, neyddur í bæjarferð eins og hangandi hundur á eftir þeim, mikil öskur á heimilinu, við stelpurnar stóðum saman, litlu börnin þeirra, þau sóttu í að vera hjá okkur og starfsmanninum í eldhúsinu,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna í samtali við Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar.
Eyjafjarðarsveit Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Félagsmál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira