Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2022 15:46 Laugaland í Eyjafirði hefur verið rekið af öðrum aðilum frá árinu 2008. Laugaland bjargaði mér Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Þetta kemur fram í greinargerð frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007 en fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Greinargerðin var gerð í kjölfar þess að ríkisstjórn samþykkti tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að rannsaka hvort, og þá í hvaða mæli, börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan þau dvöldu á heimilinu. Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir lýstu reynslu sinni af dvölinni á Laugalandi í viðtali við Bítið í maí. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Hópfundir sem ollu kvíða Hópfundir voru mikill hluti af meðferðarstarfinu á heimilinu en alls sögðu þrettán fyrrum vistbarna frá atvikum tengdum fundunum. Margir upplifðu kvíða og vanlíðan í kringum fundina. „Ég man þegar ég var tekin fyrir, setti alla upp og hann náði í penna og skrifaði að ég væri undirförul tík og vildi að allir í stofunni staðfestu það. Þetta fékk að standa lengi og ég var send á næsta bæ þar sem var einhvers konar sálfræðingur og hún var að fara að kafa í það hvers konar undirförul tík ég væri,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna. Einkennisgalli fyrir þá sem komu úr stroki Frásagnirnar um andlegt ofbeldi og niðurlægingu í greinargerðinni eru fjölmargar en meðal annars fengu einhverjir íbúar ekki að velja sinn eigin klæðnað. Þeir sem voru á heimilinu nýkomnir úr stroki voru settir í jogging galla sem átti að einkenna þá. „Niðurlægingin sem var gerð þegar maður kemur alveg brotinn inn, láta mann vera í gráum jogging-göllum, neyddur í bæjarferð eins og hangandi hundur á eftir þeim, mikil öskur á heimilinu, við stelpurnar stóðum saman, litlu börnin þeirra, þau sóttu í að vera hjá okkur og starfsmanninum í eldhúsinu,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna í samtali við Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar. Eyjafjarðarsveit Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Félagsmál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007 en fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Greinargerðin var gerð í kjölfar þess að ríkisstjórn samþykkti tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að rannsaka hvort, og þá í hvaða mæli, börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan þau dvöldu á heimilinu. Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir lýstu reynslu sinni af dvölinni á Laugalandi í viðtali við Bítið í maí. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Hópfundir sem ollu kvíða Hópfundir voru mikill hluti af meðferðarstarfinu á heimilinu en alls sögðu þrettán fyrrum vistbarna frá atvikum tengdum fundunum. Margir upplifðu kvíða og vanlíðan í kringum fundina. „Ég man þegar ég var tekin fyrir, setti alla upp og hann náði í penna og skrifaði að ég væri undirförul tík og vildi að allir í stofunni staðfestu það. Þetta fékk að standa lengi og ég var send á næsta bæ þar sem var einhvers konar sálfræðingur og hún var að fara að kafa í það hvers konar undirförul tík ég væri,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna. Einkennisgalli fyrir þá sem komu úr stroki Frásagnirnar um andlegt ofbeldi og niðurlægingu í greinargerðinni eru fjölmargar en meðal annars fengu einhverjir íbúar ekki að velja sinn eigin klæðnað. Þeir sem voru á heimilinu nýkomnir úr stroki voru settir í jogging galla sem átti að einkenna þá. „Niðurlægingin sem var gerð þegar maður kemur alveg brotinn inn, láta mann vera í gráum jogging-göllum, neyddur í bæjarferð eins og hangandi hundur á eftir þeim, mikil öskur á heimilinu, við stelpurnar stóðum saman, litlu börnin þeirra, þau sóttu í að vera hjá okkur og starfsmanninum í eldhúsinu,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna í samtali við Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar.
Eyjafjarðarsveit Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Félagsmál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent