Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Agnar Már Másson skrifar 24. október 2025 16:14 Þegar Adam Bauer fór að rannsaka skólp reyndist maðkur í mysunni. Sá maðkur var ketamín og kantínónar. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem neysla Íslendinga á ketamíni og svokölluðum „baðsöltum“ hafi aukist síðustu tvö ár á meðan dregið hefur úr ópíóíðaneyslu, samkvæmt mælingum á skólpi landsmanna. Sögur af Íslendingum er að finna víða, meðal annars í saurnum þeirra, en Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hefur síðustu tvö ár rannsakað leifar af fíkniefnum sem finnast í skólpi landsmanna. Eftir að hafa varið síðustu tveimur árum í að safna gögnum um fimm tegundir ópíóíða í skólpi virðist ljóst að notkun þeirra stefni niður á við. En á sama tíma hefur notkun annarra efna aukist. Adam er réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum.Vísir/Arnar „Við sjáum þar að ópíóðar trenda niður á við en aftur á móti eru önnur efni, eins og ketamín, á leiðinni upp,“ segir Adam í samtali við Vísi. Rannsókn Adams er hluti af doktorsverkefni hans auk þess sem heilbrigðisráðuneytið hefur áhuga á niðurstöðunum. Nýtt partídóp ryður sér til rúms „Svo er eitt og eitt nýtt efni sem lætur sjá sig af og til,“ bætir efnafræðingurinn við en hann á eftir að birta gögnin. Hann stefnir á að birta þau í lok árs. Dæmi um slíkt nýtt efni sem virðist hafa rutt sér til rúms er 4-CMC — kantínónar eða „baðsölt“ í daglegu tali — sem hann segir orðið algengara hér á landi síðasta árið. „Og við vitum að það er verið að selja það hérna,“ segir Adam um baðsöltin svokölluðu, „og fólk er að nota það í skemmtanalífinu.“ Baðsöltin eru örvandi lyf hverra áhrif eiga að líkjast amfetamíni, kókaíni og MDMA, að sögn Adams. Hvernig er þetta mælt? Adam segir að von bráðar verði niðurstöður samevrópskrar rannsóknar kynntar sem kannar notkun amfetamíns, metamfetamíns, THC, kókaíns og MDMA í Evrópu. Spurður hvort einhverjar sveiflur sé að finna þar kveðst hann ekki hafa kannað þau gögn. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? Til að greina á milli þess hvort um raunverulegar inntöku sé að ræða eða hvort efnunum hafi verið sturtað niður mælir hann umbrotsefni í skólpinu. Til dæmis er efnið benzoylecgonine mælt sem er umbrotsefni kókaíns, í stað þess að mæla kókaínið sjálft. Fyrir mánaðarlegar mælingar er sýnum safnað á klukkutíma fresti í heila viku. Þannig fæst meðaltal yfir sjö daga á mánuði. Flest sýni eru tekin úr skólpi í fráveitunni í Klettagörðum, sem þjónar um 110 þúsund manna svæði. Adam segir að til að greina ný efni þurfi notkun þeirra að vera komin yfir ákveðinn þröskuld í samfélaginu vegna mikillar þynningar í skólpinu. Frekari niðurstaðna verður að vænta á næstu mánuðum, að sögn Adams, sem kveðst munu gefa út gögnin í vísindaritum. Fíkniefnabrot Lyf Fíkn Vísindi Háskólar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Sögur af Íslendingum er að finna víða, meðal annars í saurnum þeirra, en Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hefur síðustu tvö ár rannsakað leifar af fíkniefnum sem finnast í skólpi landsmanna. Eftir að hafa varið síðustu tveimur árum í að safna gögnum um fimm tegundir ópíóíða í skólpi virðist ljóst að notkun þeirra stefni niður á við. En á sama tíma hefur notkun annarra efna aukist. Adam er réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum.Vísir/Arnar „Við sjáum þar að ópíóðar trenda niður á við en aftur á móti eru önnur efni, eins og ketamín, á leiðinni upp,“ segir Adam í samtali við Vísi. Rannsókn Adams er hluti af doktorsverkefni hans auk þess sem heilbrigðisráðuneytið hefur áhuga á niðurstöðunum. Nýtt partídóp ryður sér til rúms „Svo er eitt og eitt nýtt efni sem lætur sjá sig af og til,“ bætir efnafræðingurinn við en hann á eftir að birta gögnin. Hann stefnir á að birta þau í lok árs. Dæmi um slíkt nýtt efni sem virðist hafa rutt sér til rúms er 4-CMC — kantínónar eða „baðsölt“ í daglegu tali — sem hann segir orðið algengara hér á landi síðasta árið. „Og við vitum að það er verið að selja það hérna,“ segir Adam um baðsöltin svokölluðu, „og fólk er að nota það í skemmtanalífinu.“ Baðsöltin eru örvandi lyf hverra áhrif eiga að líkjast amfetamíni, kókaíni og MDMA, að sögn Adams. Hvernig er þetta mælt? Adam segir að von bráðar verði niðurstöður samevrópskrar rannsóknar kynntar sem kannar notkun amfetamíns, metamfetamíns, THC, kókaíns og MDMA í Evrópu. Spurður hvort einhverjar sveiflur sé að finna þar kveðst hann ekki hafa kannað þau gögn. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? Til að greina á milli þess hvort um raunverulegar inntöku sé að ræða eða hvort efnunum hafi verið sturtað niður mælir hann umbrotsefni í skólpinu. Til dæmis er efnið benzoylecgonine mælt sem er umbrotsefni kókaíns, í stað þess að mæla kókaínið sjálft. Fyrir mánaðarlegar mælingar er sýnum safnað á klukkutíma fresti í heila viku. Þannig fæst meðaltal yfir sjö daga á mánuði. Flest sýni eru tekin úr skólpi í fráveitunni í Klettagörðum, sem þjónar um 110 þúsund manna svæði. Adam segir að til að greina ný efni þurfi notkun þeirra að vera komin yfir ákveðinn þröskuld í samfélaginu vegna mikillar þynningar í skólpinu. Frekari niðurstaðna verður að vænta á næstu mánuðum, að sögn Adams, sem kveðst munu gefa út gögnin í vísindaritum.
Fíkniefnabrot Lyf Fíkn Vísindi Háskólar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent