Bensín á þjálfaraeldinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2022 10:31 Gunnar Heiðar Þorvaldsson segist vera reynslunni ríkari eftir tímann hjá Vestra. vísir/bára Gunnar Heiðar Þorvaldsson skilur sáttur við Vestra en hann lætur af störfum hjá Ísafjarðarliðinu eftir lokaumferð Lengjudeildar karla á laugardaginn. Hann segir að tímabilið hafi hvatt sig áfram í að halda áfram í þjálfun. Að sögn Gunnars Heiðars að ákvörðun um að slíta samstarfinu við Vestra tekin í fyrradag, eftir nokkuð stífar samræður um framhaldið. „Aðdragandinn að þessu er búinn að vera svolítið langur. Við stjórn Vestra höfum fundað undanfarin mánuð og reynt að finna lausnir á því hvað félagið vill og getur og hvað ég vil og get,“ sagði Gunnar Heiðar í samtali við Vísi í gær. „Eftir síðasta fundinn sáum við bara að þetta myndi ekki ganga. Jafnan gekk ekki upp fyrir báða aðila og því ákváðum við að slíta samstarfinu í mesta bróðerni.“ Gunnar Heiðar tók við Vestra í vetur eftir að Jón Þór Hauksson var ráðinn þjálfari ÍA. Vestramenn eru í 8. sæti Lengjudeildarinnar fyrir lokaumferðina. Með hagstæðum úrslitum gætu þeir endað í 5. sæti en ef allt fer á versta veg gæti 10. sætið orðið niðurstaðan. Tók tíma að koma áherslunum til skila „Fyrir tímabilið voru miklar væntingar og mikið lagt í liðið. Sammi [Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra] og Jón Þór voru í því. Þegar nálgaðist mót fór Jón Þór og ég kom inn í þetta með þeirra hóp og þurfti að vinna með hann sem var ekkert mál. Við byrjuðum eðlilega ekkert sérstaklega vel þar sem ég var bara búinn að vera með liðið 3-4 vikur fyrir fyrsta liðið. Ég hafði ekki alveg komið minni hugmyndafræði inn í liðið. En staðan á liðinu núna er mun betri en þegar ég tók við því,“ sagði Gunnar Heiðar. Stuðningsmenn Vestra í góðum gír.vísir/bára Hann hættir ekki bara eftir tímabilið heldur einnig Jón Hálfdán Pétursson, aðstoðarþjálfari Vestra, sem er heimamaður og hefur séð um æfingarnar fyrir vestan á veturna. „Ég get ekki komið hingað yfir vetrartímann enda ekki mikil þörf fyrir það þar sem það er engin aðstaða hérna til að spila fótbolta á veturna. Það eru nokkrir þættir sem urðu til þess að við slitum samstarfinu og Sammi fái nýtt þjálfarateymi inn,“ sagði Gunnar Heiðar. Skil við liðið í góðu Eyjamaðurinn segist stíga sáttur frá borði hjá Vestra. „Ég get alveg horft í spegil og sagt að ég gerði mitt allra besta. Ég skil við liðið í góðu, miðað við að þetta var ekki hópurinn sem ég var búinn að velja mér. Mér fannst ég koma minni hugmyndafræði til skila til þessara leikmanna og það hafa gengið vel. Það byrjaði kannski eðlilega of seint og það tók nokkra leiki til að átta sig á hlutunum en þetta var raunin. Í flestum leikjum vorum við betri en andstæðingurinn. Við höfum skapað okkur mörg mjög góð færi til að skora en ekki gert það og svo gert klaufaleg mistök í vörninni.“ Vestri mætir HK í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardaginn.vísir/bára Áður en Gunnar Heiðar fór til Vestra þjálfaði hann KFS í Vestmannaeyjum um tveggja ára skeið. Hann er staðráðinn í að halda áfram í þjálfun, reynslunni ríkari eftir tímann fyrir vestan. „Þetta er kannski ekki auðveldasta gigg í heimi að koma hingað og taka við þessum hóp á þessum tíma með þessar væntingar. Þetta hefur verið bensín á eldinn fyrir mig varðandi þjálfun. Mér fannst ég stíga vel upp og lærði mikið á mig og mína leiðtogahæfni sem þú þarft að hafa sem þjálfari. Vonandi get ég haldið áfram því áhuginn, metnaðurinn og reynslan er til staðar,“ sagði Gunnar Heiðar að lokum. Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Að sögn Gunnars Heiðars að ákvörðun um að slíta samstarfinu við Vestra tekin í fyrradag, eftir nokkuð stífar samræður um framhaldið. „Aðdragandinn að þessu er búinn að vera svolítið langur. Við stjórn Vestra höfum fundað undanfarin mánuð og reynt að finna lausnir á því hvað félagið vill og getur og hvað ég vil og get,“ sagði Gunnar Heiðar í samtali við Vísi í gær. „Eftir síðasta fundinn sáum við bara að þetta myndi ekki ganga. Jafnan gekk ekki upp fyrir báða aðila og því ákváðum við að slíta samstarfinu í mesta bróðerni.“ Gunnar Heiðar tók við Vestra í vetur eftir að Jón Þór Hauksson var ráðinn þjálfari ÍA. Vestramenn eru í 8. sæti Lengjudeildarinnar fyrir lokaumferðina. Með hagstæðum úrslitum gætu þeir endað í 5. sæti en ef allt fer á versta veg gæti 10. sætið orðið niðurstaðan. Tók tíma að koma áherslunum til skila „Fyrir tímabilið voru miklar væntingar og mikið lagt í liðið. Sammi [Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra] og Jón Þór voru í því. Þegar nálgaðist mót fór Jón Þór og ég kom inn í þetta með þeirra hóp og þurfti að vinna með hann sem var ekkert mál. Við byrjuðum eðlilega ekkert sérstaklega vel þar sem ég var bara búinn að vera með liðið 3-4 vikur fyrir fyrsta liðið. Ég hafði ekki alveg komið minni hugmyndafræði inn í liðið. En staðan á liðinu núna er mun betri en þegar ég tók við því,“ sagði Gunnar Heiðar. Stuðningsmenn Vestra í góðum gír.vísir/bára Hann hættir ekki bara eftir tímabilið heldur einnig Jón Hálfdán Pétursson, aðstoðarþjálfari Vestra, sem er heimamaður og hefur séð um æfingarnar fyrir vestan á veturna. „Ég get ekki komið hingað yfir vetrartímann enda ekki mikil þörf fyrir það þar sem það er engin aðstaða hérna til að spila fótbolta á veturna. Það eru nokkrir þættir sem urðu til þess að við slitum samstarfinu og Sammi fái nýtt þjálfarateymi inn,“ sagði Gunnar Heiðar. Skil við liðið í góðu Eyjamaðurinn segist stíga sáttur frá borði hjá Vestra. „Ég get alveg horft í spegil og sagt að ég gerði mitt allra besta. Ég skil við liðið í góðu, miðað við að þetta var ekki hópurinn sem ég var búinn að velja mér. Mér fannst ég koma minni hugmyndafræði til skila til þessara leikmanna og það hafa gengið vel. Það byrjaði kannski eðlilega of seint og það tók nokkra leiki til að átta sig á hlutunum en þetta var raunin. Í flestum leikjum vorum við betri en andstæðingurinn. Við höfum skapað okkur mörg mjög góð færi til að skora en ekki gert það og svo gert klaufaleg mistök í vörninni.“ Vestri mætir HK í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardaginn.vísir/bára Áður en Gunnar Heiðar fór til Vestra þjálfaði hann KFS í Vestmannaeyjum um tveggja ára skeið. Hann er staðráðinn í að halda áfram í þjálfun, reynslunni ríkari eftir tímann fyrir vestan. „Þetta er kannski ekki auðveldasta gigg í heimi að koma hingað og taka við þessum hóp á þessum tíma með þessar væntingar. Þetta hefur verið bensín á eldinn fyrir mig varðandi þjálfun. Mér fannst ég stíga vel upp og lærði mikið á mig og mína leiðtogahæfni sem þú þarft að hafa sem þjálfari. Vonandi get ég haldið áfram því áhuginn, metnaðurinn og reynslan er til staðar,“ sagði Gunnar Heiðar að lokum.
Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira