Halla nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 20:44 Halla er nýr forstjóri SH. Sóltún Halla Thoroddsen er nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu ehf. (SH). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sóltúns. Þar segir að dótturfyrirtæki SH séu Sóltún öldrunarþjónusta ehf. og Öldungur ehf. en Halla var áður framkvæmdastjóri fyrrnefnda félagsins, sem rekur Sólvang hjúkrunarheimili, Sóltún Heima og Sóltún Heilsusetur á Sólvangi. Anna Birna Jensdóttir sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH. Þórir Kjartansson sem hefur verið stjórnarformaður Öldungs undanfarin 13 ár mun víkja sem stjórnarformaður en sitja áfram í stjórn félagsins ásamt Arnari Þórissyni. Anna Birna Jensdóttir (t.v.) sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH.Sóltún „Það er að okkar mati kominn tími til að sameina rekstur fyrirtækja okkar í öldrunarþjónustu undir eina stjórn. Með þessum breytingum búum við til enn sterkara teymi stjórnenda sem getur stýrt fyrirtækjum Sóltúns heilbrigðisþjónustu í gegnum þann vöxt sem er framundan. Ég er mjög stoltur af þeim öfluga mannauði sem starfar hjá fyrirtækjum okkar í öldrunarþjónustu og hafa sýnt það og sannað að þar er ávallt veitt gæða þjónusta en þjónusta við íbúana og velferð þeirra er ávallt höfð í fyrirrúmi“ er haft eftir Þóri Kjartanssyni í tilkynningunni. Íslensk fjárfesting ehf. og Hjúkrunarmat og ráðgjöf ehf. eiga sameiginlega SH sem veitir ríkinu þjónustu á sviði öldrunarþjónustu í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Íslensk fjárfesting sem er félag í eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar á 90% hlut í SH en Hjúkrunarmat og Ráðgjöf er 10% hluthafi í SH. Eigandi Hjúkrunarmats og Ráðgjafar ehf. er Anna Birna Jensdóttir. Með þessum breytingum er tekið fyrsta skrefið í að efla og samþætta betur þá þjónustu sem félögin veita, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er trú okkar að með því að samþætta þjónustu svo sem hjúkrun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, rekstur eldhúss, innkaup, fjármál og fleira þá muni þjónustan verða betri, sem íbúar og starfsfólk mun njóta góðs af og í leiðinni verður mun meiri sérhæfing á ýmsum sviðum“, segir Halla Thoroddsen forstjóri SH,“ er haft eftir Höllu. Vistaskipti Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Þar segir að dótturfyrirtæki SH séu Sóltún öldrunarþjónusta ehf. og Öldungur ehf. en Halla var áður framkvæmdastjóri fyrrnefnda félagsins, sem rekur Sólvang hjúkrunarheimili, Sóltún Heima og Sóltún Heilsusetur á Sólvangi. Anna Birna Jensdóttir sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH. Þórir Kjartansson sem hefur verið stjórnarformaður Öldungs undanfarin 13 ár mun víkja sem stjórnarformaður en sitja áfram í stjórn félagsins ásamt Arnari Þórissyni. Anna Birna Jensdóttir (t.v.) sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH.Sóltún „Það er að okkar mati kominn tími til að sameina rekstur fyrirtækja okkar í öldrunarþjónustu undir eina stjórn. Með þessum breytingum búum við til enn sterkara teymi stjórnenda sem getur stýrt fyrirtækjum Sóltúns heilbrigðisþjónustu í gegnum þann vöxt sem er framundan. Ég er mjög stoltur af þeim öfluga mannauði sem starfar hjá fyrirtækjum okkar í öldrunarþjónustu og hafa sýnt það og sannað að þar er ávallt veitt gæða þjónusta en þjónusta við íbúana og velferð þeirra er ávallt höfð í fyrirrúmi“ er haft eftir Þóri Kjartanssyni í tilkynningunni. Íslensk fjárfesting ehf. og Hjúkrunarmat og ráðgjöf ehf. eiga sameiginlega SH sem veitir ríkinu þjónustu á sviði öldrunarþjónustu í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Íslensk fjárfesting sem er félag í eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar á 90% hlut í SH en Hjúkrunarmat og Ráðgjöf er 10% hluthafi í SH. Eigandi Hjúkrunarmats og Ráðgjafar ehf. er Anna Birna Jensdóttir. Með þessum breytingum er tekið fyrsta skrefið í að efla og samþætta betur þá þjónustu sem félögin veita, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er trú okkar að með því að samþætta þjónustu svo sem hjúkrun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, rekstur eldhúss, innkaup, fjármál og fleira þá muni þjónustan verða betri, sem íbúar og starfsfólk mun njóta góðs af og í leiðinni verður mun meiri sérhæfing á ýmsum sviðum“, segir Halla Thoroddsen forstjóri SH,“ er haft eftir Höllu.
Vistaskipti Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira