Þvinguðu ungt par í bíltúr og rændu með ógnandi tilburðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2022 16:11 Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur mönnunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán sem hófst fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Þeim er gefið að sök að hafa hótað karli og konu með hníf, og látið fólkið keyra með sig um Reykjavík. Auk þess hafi þeir haft af fólkinu peninga, síma og bíllykla. Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er málavöxtum lýst þannig að mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafi aðfaranótt 16. apríl 2020 svipt karl og konu frelsi sínu í um það bil klukkustund. Þeir hafi sest í aftursæti bifreiðar fólksins fyrir utan Hagkaup í Skeifunni, þar sem fólkið sat í framsætinu. Þeir hafi þá lagt hníf að hálsi fólksins, kýlt það í gagnaugun og gefið olnbogaskot. Eins hafi þeir hótað að stinga fólkið með sprautunál, auk þess að hafa haft í lífláts og líkamsmeiðingarhótunum við það. Því næst hafi ákærðu skipað karlmanninum, sem sat í ökumannssæti bílsins, að keyra af stað og stöðva við Glæsibæ. Þar hafi annar ákæru tekið við akstri bílsins og keyrt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Þegar þangað hafi verið komið hafi ákærðu þvingað manninn til að millifæra 780.000 krónur inn á reikning annars þeirra. Næst hafi þeir skipað manninum að keyra inn á bílaplan Metro við Suðurlandsbraut, þar sem þeir hafi tekið snjallsíma karlsins og konunnar, auk þess sem þeir hafi tekið kveikjuláslykla bílsins áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í ákæru kemur fram að konan hafi hlotið vægan heilahristing þegar mennirnir slógu hana og gáfu olnbogaskot. Ákært fyrir frelsissviptingu í ávinningsskyni Samkvæmt ákærunni telst háttsemin varða við 1. samanber 2. málsgrein 226. grein og 252. grein almennra hegningarlaga. Í fyrra ákvæðinu er fjallað um frelsissviptingu í ávinningsskyni, en þar segir að refsing fyrir verknaðinn sé að lágmarki eins árs fangelsi, en geti verið allt að 16 ár eða ævilangt. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en auk þess er gerð krafa um að þeir sæti upptöku á vasahníf sem haldlagður var við rannsókn málsins. Einkaréttarkröfur karlmannsins sem fjallað er um í ákærunni hljóða upp á 1.480.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, og beinist krafan að báðum mönnunum. Einkaréttarkröfur konunnar, sem einnig beinast að báðum ákærðu, hljóðar upp á 700.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta. Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er málavöxtum lýst þannig að mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafi aðfaranótt 16. apríl 2020 svipt karl og konu frelsi sínu í um það bil klukkustund. Þeir hafi sest í aftursæti bifreiðar fólksins fyrir utan Hagkaup í Skeifunni, þar sem fólkið sat í framsætinu. Þeir hafi þá lagt hníf að hálsi fólksins, kýlt það í gagnaugun og gefið olnbogaskot. Eins hafi þeir hótað að stinga fólkið með sprautunál, auk þess að hafa haft í lífláts og líkamsmeiðingarhótunum við það. Því næst hafi ákærðu skipað karlmanninum, sem sat í ökumannssæti bílsins, að keyra af stað og stöðva við Glæsibæ. Þar hafi annar ákæru tekið við akstri bílsins og keyrt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Þegar þangað hafi verið komið hafi ákærðu þvingað manninn til að millifæra 780.000 krónur inn á reikning annars þeirra. Næst hafi þeir skipað manninum að keyra inn á bílaplan Metro við Suðurlandsbraut, þar sem þeir hafi tekið snjallsíma karlsins og konunnar, auk þess sem þeir hafi tekið kveikjuláslykla bílsins áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í ákæru kemur fram að konan hafi hlotið vægan heilahristing þegar mennirnir slógu hana og gáfu olnbogaskot. Ákært fyrir frelsissviptingu í ávinningsskyni Samkvæmt ákærunni telst háttsemin varða við 1. samanber 2. málsgrein 226. grein og 252. grein almennra hegningarlaga. Í fyrra ákvæðinu er fjallað um frelsissviptingu í ávinningsskyni, en þar segir að refsing fyrir verknaðinn sé að lágmarki eins árs fangelsi, en geti verið allt að 16 ár eða ævilangt. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en auk þess er gerð krafa um að þeir sæti upptöku á vasahníf sem haldlagður var við rannsókn málsins. Einkaréttarkröfur karlmannsins sem fjallað er um í ákærunni hljóða upp á 1.480.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, og beinist krafan að báðum mönnunum. Einkaréttarkröfur konunnar, sem einnig beinast að báðum ákærðu, hljóðar upp á 700.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta.
Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira