Þvinguðu ungt par í bíltúr og rændu með ógnandi tilburðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2022 16:11 Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur mönnunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán sem hófst fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Þeim er gefið að sök að hafa hótað karli og konu með hníf, og látið fólkið keyra með sig um Reykjavík. Auk þess hafi þeir haft af fólkinu peninga, síma og bíllykla. Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er málavöxtum lýst þannig að mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafi aðfaranótt 16. apríl 2020 svipt karl og konu frelsi sínu í um það bil klukkustund. Þeir hafi sest í aftursæti bifreiðar fólksins fyrir utan Hagkaup í Skeifunni, þar sem fólkið sat í framsætinu. Þeir hafi þá lagt hníf að hálsi fólksins, kýlt það í gagnaugun og gefið olnbogaskot. Eins hafi þeir hótað að stinga fólkið með sprautunál, auk þess að hafa haft í lífláts og líkamsmeiðingarhótunum við það. Því næst hafi ákærðu skipað karlmanninum, sem sat í ökumannssæti bílsins, að keyra af stað og stöðva við Glæsibæ. Þar hafi annar ákæru tekið við akstri bílsins og keyrt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Þegar þangað hafi verið komið hafi ákærðu þvingað manninn til að millifæra 780.000 krónur inn á reikning annars þeirra. Næst hafi þeir skipað manninum að keyra inn á bílaplan Metro við Suðurlandsbraut, þar sem þeir hafi tekið snjallsíma karlsins og konunnar, auk þess sem þeir hafi tekið kveikjuláslykla bílsins áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í ákæru kemur fram að konan hafi hlotið vægan heilahristing þegar mennirnir slógu hana og gáfu olnbogaskot. Ákært fyrir frelsissviptingu í ávinningsskyni Samkvæmt ákærunni telst háttsemin varða við 1. samanber 2. málsgrein 226. grein og 252. grein almennra hegningarlaga. Í fyrra ákvæðinu er fjallað um frelsissviptingu í ávinningsskyni, en þar segir að refsing fyrir verknaðinn sé að lágmarki eins árs fangelsi, en geti verið allt að 16 ár eða ævilangt. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en auk þess er gerð krafa um að þeir sæti upptöku á vasahníf sem haldlagður var við rannsókn málsins. Einkaréttarkröfur karlmannsins sem fjallað er um í ákærunni hljóða upp á 1.480.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, og beinist krafan að báðum mönnunum. Einkaréttarkröfur konunnar, sem einnig beinast að báðum ákærðu, hljóðar upp á 700.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta. Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er málavöxtum lýst þannig að mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafi aðfaranótt 16. apríl 2020 svipt karl og konu frelsi sínu í um það bil klukkustund. Þeir hafi sest í aftursæti bifreiðar fólksins fyrir utan Hagkaup í Skeifunni, þar sem fólkið sat í framsætinu. Þeir hafi þá lagt hníf að hálsi fólksins, kýlt það í gagnaugun og gefið olnbogaskot. Eins hafi þeir hótað að stinga fólkið með sprautunál, auk þess að hafa haft í lífláts og líkamsmeiðingarhótunum við það. Því næst hafi ákærðu skipað karlmanninum, sem sat í ökumannssæti bílsins, að keyra af stað og stöðva við Glæsibæ. Þar hafi annar ákæru tekið við akstri bílsins og keyrt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Þegar þangað hafi verið komið hafi ákærðu þvingað manninn til að millifæra 780.000 krónur inn á reikning annars þeirra. Næst hafi þeir skipað manninum að keyra inn á bílaplan Metro við Suðurlandsbraut, þar sem þeir hafi tekið snjallsíma karlsins og konunnar, auk þess sem þeir hafi tekið kveikjuláslykla bílsins áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í ákæru kemur fram að konan hafi hlotið vægan heilahristing þegar mennirnir slógu hana og gáfu olnbogaskot. Ákært fyrir frelsissviptingu í ávinningsskyni Samkvæmt ákærunni telst háttsemin varða við 1. samanber 2. málsgrein 226. grein og 252. grein almennra hegningarlaga. Í fyrra ákvæðinu er fjallað um frelsissviptingu í ávinningsskyni, en þar segir að refsing fyrir verknaðinn sé að lágmarki eins árs fangelsi, en geti verið allt að 16 ár eða ævilangt. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en auk þess er gerð krafa um að þeir sæti upptöku á vasahníf sem haldlagður var við rannsókn málsins. Einkaréttarkröfur karlmannsins sem fjallað er um í ákærunni hljóða upp á 1.480.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, og beinist krafan að báðum mönnunum. Einkaréttarkröfur konunnar, sem einnig beinast að báðum ákærðu, hljóðar upp á 700.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta.
Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira